Fleiri blöð - stórir auglýsendur 23. apríl 2005 00:01 Nú er loksins komið á hreint að Sigurður G. Guðjónsson og Karl Garðarsson ætla að fara að gefa út blað. Þeir hefðu kannski getað fundið frumlegra nafn en "Blaðið". Svo spyrja menn vonlega hvort sé pláss fyrir annað ókeypis blað? Jú, kannski. Og þá helst ef þeir eiga vísar auglýsingar frá öflugum samkeppnisaðilum Baugs. Við getum nefnt fyrirtæki svokallaðrar Norvik-samstæðu: Byko, Krónuna, Nóatún. Þessum fyrirtækjum þykir ekki gaman að borga milljónir á milljónir ofan í auglýsingakostnað til Jóns Ásgeirs og félaga eins og þau hafa neyðst til að gera vegna mikillar útbreiðslu Fréttablaðsins. Ef þetta verður svona - og ég tek fram að þetta eru bara getsakir - verður Fréttablaðið líklega af miklum tekjum. Það gæti hæglega misst yfirburðastöðu sína á auglýsingamarkaði; sæti kannski aftur uppi með að birta mestanpart auglýsingar frá fyrirtækjum sem tengjast Baugi líkt og var í árdaga. Er það þá kannski framtíð blaðaútgáfu á Íslandi að hún verði rekin sem einhvers konar útibú frá stórfyrirtækjum - að við höfum Baugs-blaðið, Byko-blaðið og svo framvegis? Pínulitlar fréttir, skrifaðar af reynslulitlu ungu fólki, innan um auglýsingar frá fyrirtækjasamsteypum. Þá gæti gamla Morgunblaðið kannski farið að fá annan séns. --- --- --- Það hefur verið nokkur umræða um hvort færa eigi sjónvarpsþáttinn Strákanna. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því; sumt af því sem þeir gera er ekkert sérlega eftirbreytnivert. Strákarnir eru partur af kúltúr sem kallast "laddishness"; það er fremur svona lágkúruleg hegðun ungra karlmanna sem gangast upp í að vera alvörulausir, hafa groddalegan húmor, fíla fótbolta, bjór, tölvuleiki, klám og alls kyns dellu fremur en bækur, háttvísi og siðprýði. Þessi strákslega hegðun sem oft varir langt fram á fullorðinsár (í Bretlandi er talið að karlmenn álíti sig núorðið vera unglinga þar til þeir eru 34 ára) er þess valdandi að konur eru hvarvetna að stinga karla af, sérstaklega hvað varðar sókn í háskóla og árangur á prófum. Kári horfir ekki á pabba sinn í sjónvarpinu en er mjög spenntur fyrir köllunum sem fara í bað í tómatsósu. Hann er þriggja ára og miðað við viðtökurnar er hann í markhópi Strákanna. Á ég að hafa áhyggjur? --- --- --- Ég hef áður vakið athygli á vefnum grapevine.is, en þar má lesa alvöru fréttir af Íslandi á ensku. Í grein sem birtist í síðustu viku fjallar blaðamaðurinn Paul F. Nikolov um möguleikann á að stofna sérstakan flokk innflytjenda á Íslandi. Hann telur að slíkum flokki myndi helst verða ágengt i Norðvesturkjördæmi, þar séu margir innflytjendur og þurfi ekki ýkja mörg atkvæði til að koma manni á þing. Aðalatrðið telur Nikolov þó vera að leita leiða til að bæta réttindi innflytjenda: "Even if an Immigrant's Party never made it into the halls of parliament, it could still influence government in another way: campaigning. An Immigrant's party could follow the voting records on immigration law of each party in parliament as well as meet with representatives from each of the parties before elections and ask them what their policy on immigration law is. Based on this, an Immigration Party could then give an official endorsement of that party they felt best served immigrants in this country. Such an endorsement could be exercised two ways: by urging immigrants with the right to vote to vote for said party, and by urging immigrants without the right to vote to do volunteer campaign work for them. A well-organised effort in this respect might actually prove more effective than a seat in parliament." --- --- --- Ég frétti af fermingarbarni sem fékk 375 þúsund krónur í peningum í gjafir, en ekki nema fjóra pakka: Eina bók, flísteppi og tvo sjónauka. Allir hinir virðast hafa komið með peninga í umslagi. Minnir á Sopranos. Nema hafi bara verið lagt inn á reikning hjá barninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Nú er loksins komið á hreint að Sigurður G. Guðjónsson og Karl Garðarsson ætla að fara að gefa út blað. Þeir hefðu kannski getað fundið frumlegra nafn en "Blaðið". Svo spyrja menn vonlega hvort sé pláss fyrir annað ókeypis blað? Jú, kannski. Og þá helst ef þeir eiga vísar auglýsingar frá öflugum samkeppnisaðilum Baugs. Við getum nefnt fyrirtæki svokallaðrar Norvik-samstæðu: Byko, Krónuna, Nóatún. Þessum fyrirtækjum þykir ekki gaman að borga milljónir á milljónir ofan í auglýsingakostnað til Jóns Ásgeirs og félaga eins og þau hafa neyðst til að gera vegna mikillar útbreiðslu Fréttablaðsins. Ef þetta verður svona - og ég tek fram að þetta eru bara getsakir - verður Fréttablaðið líklega af miklum tekjum. Það gæti hæglega misst yfirburðastöðu sína á auglýsingamarkaði; sæti kannski aftur uppi með að birta mestanpart auglýsingar frá fyrirtækjum sem tengjast Baugi líkt og var í árdaga. Er það þá kannski framtíð blaðaútgáfu á Íslandi að hún verði rekin sem einhvers konar útibú frá stórfyrirtækjum - að við höfum Baugs-blaðið, Byko-blaðið og svo framvegis? Pínulitlar fréttir, skrifaðar af reynslulitlu ungu fólki, innan um auglýsingar frá fyrirtækjasamsteypum. Þá gæti gamla Morgunblaðið kannski farið að fá annan séns. --- --- --- Það hefur verið nokkur umræða um hvort færa eigi sjónvarpsþáttinn Strákanna. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því; sumt af því sem þeir gera er ekkert sérlega eftirbreytnivert. Strákarnir eru partur af kúltúr sem kallast "laddishness"; það er fremur svona lágkúruleg hegðun ungra karlmanna sem gangast upp í að vera alvörulausir, hafa groddalegan húmor, fíla fótbolta, bjór, tölvuleiki, klám og alls kyns dellu fremur en bækur, háttvísi og siðprýði. Þessi strákslega hegðun sem oft varir langt fram á fullorðinsár (í Bretlandi er talið að karlmenn álíti sig núorðið vera unglinga þar til þeir eru 34 ára) er þess valdandi að konur eru hvarvetna að stinga karla af, sérstaklega hvað varðar sókn í háskóla og árangur á prófum. Kári horfir ekki á pabba sinn í sjónvarpinu en er mjög spenntur fyrir köllunum sem fara í bað í tómatsósu. Hann er þriggja ára og miðað við viðtökurnar er hann í markhópi Strákanna. Á ég að hafa áhyggjur? --- --- --- Ég hef áður vakið athygli á vefnum grapevine.is, en þar má lesa alvöru fréttir af Íslandi á ensku. Í grein sem birtist í síðustu viku fjallar blaðamaðurinn Paul F. Nikolov um möguleikann á að stofna sérstakan flokk innflytjenda á Íslandi. Hann telur að slíkum flokki myndi helst verða ágengt i Norðvesturkjördæmi, þar séu margir innflytjendur og þurfi ekki ýkja mörg atkvæði til að koma manni á þing. Aðalatrðið telur Nikolov þó vera að leita leiða til að bæta réttindi innflytjenda: "Even if an Immigrant's Party never made it into the halls of parliament, it could still influence government in another way: campaigning. An Immigrant's party could follow the voting records on immigration law of each party in parliament as well as meet with representatives from each of the parties before elections and ask them what their policy on immigration law is. Based on this, an Immigration Party could then give an official endorsement of that party they felt best served immigrants in this country. Such an endorsement could be exercised two ways: by urging immigrants with the right to vote to vote for said party, and by urging immigrants without the right to vote to do volunteer campaign work for them. A well-organised effort in this respect might actually prove more effective than a seat in parliament." --- --- --- Ég frétti af fermingarbarni sem fékk 375 þúsund krónur í peningum í gjafir, en ekki nema fjóra pakka: Eina bók, flísteppi og tvo sjónauka. Allir hinir virðast hafa komið með peninga í umslagi. Minnir á Sopranos. Nema hafi bara verið lagt inn á reikning hjá barninu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun