Kjartan biðst afsökunar 28. apríl 2005 00:01 Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, hefur beðið Heimi Ríkarðsson, fyrrum þjálfara félagsins afsökunar á ummælum sínum í garð hans á dögunum, þar sem hann vændi Ríkarð um að bera út kjaftasögur. Málavextir eru þannig að þegar Heimir var rekinn frá Fram sagði hann eina ástæðuna fyrir brottrekstrinum vera þá að stjórn handknattleiksdeildar hefði fengið mjög freistandi tilboð sem hún átti erfitt með að hafna. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið 21. apríl síðastliðinn og bætti við að þessi maður væri Tryggvi Tryggvason, fyrrum gjaldkeri handknattleiksdeildar og góðvinur Guðmundar. Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir Kjartan sama dag, og hann svaraði svona: "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun". Þessi ummæli Kjartans fóru ekki vel í Heimi því formaðurinn segir að með þessu sé Heimir að búa til kjaftasögur og þar með að ljúga. Heimir fór í kjölfarið fram á það við Kjartan að hann bæðist afsökunar á þessum ummælum og það gerði Kjartan loksins í gær. "Hann bað mig afsökunar á ummælum sínum bæði munnlega og skriflega," sagði Heimir við Fréttablaðið. "Ég er mjög ánægður að hann skuli gera þetta og sé maður til þess að biðjast afsökunar. Ég sætti mig ekki við að því væri haldið fram að ég væri að búa til kjaftasögur því ég var ekki að gera það. Ég stend fyllilega við það sem ég sagði og að hann skuli biðja mig afsökunar undirstrikar að ég sagði satt frá." Það var ekki bara Heimir sem var ósáttur við þessi ummæli Kjartans heldur urðu leikmenn og yngri flokka þjálfarar félagsins reiðir og þeir sendu frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars segir: "Við undirritaðir lýsum yfir óánægju okkar með aðgerðir stjórnar Handknattleiksdeildar Fram í tengslum við uppsögn á samningi Heimis Ríkarðssonar og atburði liðinna daga. Stjórnin hefur ekki komið hreint fram í samskiptum við hlutaðeigandi aðila né fjölmiðla." Leikmenn sættust nokkrum dögum síðar við stjórnina þó engin afsökunarbeiðni hafi komið frá stjórninni.Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Kjartan síðustu daga án árangurs. Íslenski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, hefur beðið Heimi Ríkarðsson, fyrrum þjálfara félagsins afsökunar á ummælum sínum í garð hans á dögunum, þar sem hann vændi Ríkarð um að bera út kjaftasögur. Málavextir eru þannig að þegar Heimir var rekinn frá Fram sagði hann eina ástæðuna fyrir brottrekstrinum vera þá að stjórn handknattleiksdeildar hefði fengið mjög freistandi tilboð sem hún átti erfitt með að hafna. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið 21. apríl síðastliðinn og bætti við að þessi maður væri Tryggvi Tryggvason, fyrrum gjaldkeri handknattleiksdeildar og góðvinur Guðmundar. Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir Kjartan sama dag, og hann svaraði svona: "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun". Þessi ummæli Kjartans fóru ekki vel í Heimi því formaðurinn segir að með þessu sé Heimir að búa til kjaftasögur og þar með að ljúga. Heimir fór í kjölfarið fram á það við Kjartan að hann bæðist afsökunar á þessum ummælum og það gerði Kjartan loksins í gær. "Hann bað mig afsökunar á ummælum sínum bæði munnlega og skriflega," sagði Heimir við Fréttablaðið. "Ég er mjög ánægður að hann skuli gera þetta og sé maður til þess að biðjast afsökunar. Ég sætti mig ekki við að því væri haldið fram að ég væri að búa til kjaftasögur því ég var ekki að gera það. Ég stend fyllilega við það sem ég sagði og að hann skuli biðja mig afsökunar undirstrikar að ég sagði satt frá." Það var ekki bara Heimir sem var ósáttur við þessi ummæli Kjartans heldur urðu leikmenn og yngri flokka þjálfarar félagsins reiðir og þeir sendu frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars segir: "Við undirritaðir lýsum yfir óánægju okkar með aðgerðir stjórnar Handknattleiksdeildar Fram í tengslum við uppsögn á samningi Heimis Ríkarðssonar og atburði liðinna daga. Stjórnin hefur ekki komið hreint fram í samskiptum við hlutaðeigandi aðila né fjölmiðla." Leikmenn sættust nokkrum dögum síðar við stjórnina þó engin afsökunarbeiðni hafi komið frá stjórninni.Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Kjartan síðustu daga án árangurs.
Íslenski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti