Sport

Íslendingar í sviðsljósinu

Fyrri úrslitaleikir Evrópukeppni félagsliða í handboltanum fara fram í dag og eru íslenskir handboltamenn í sviðsljósinu að þessu sinni. Stærstu leikir ársins hjá félagsliðinum er örugglega úrslitaleikir Meistaradeildarinnar og þessu sinni eru það spænsku liðin Ciudad Real og Barcelona sem eru komin í úrslitaleikinn. Ólafur Stefánsson, sem leikur með Ciudad Real, varð Evrópumeistari meistaraliða með Magdeburg 2002 en Ciudad Real hefur hinsvegar aldrei orðið Evrópumeistari. Barcelona getur hinsvegar unnið Evróukeppni meistaraliða í sjötta sinn. Ciudad Real vann tveggja marka sigur í Barcelona í spænsku deildinni á dögunum en leikurinn í dag fer fram á heimavelli Ciudad Real og er í beinni útsendingu á Sýn sem hefst klukkan 14.50. Það er mikil spenna í Þýskalandi fyrir úrslitaleiknum í EHF-bikarnum þegar þýsku liðin Essen og Magdeburg mætast. Þetta er sannkallaður Íslendingaslagur því það eru Íslendingar í sviðsljósinu hjá báðum liðum, Guðjón Valur Sigurðsson hefur leikið lykilhlutverk hjá Essen og hjá Magdeburg er Alfreð Gíslason í þjálfarastólnum og með liðinu spila þeir Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason. Leikurinn í dag fer fram í Magdeburg en Essen hefur unnið báða leiki liðanna í þýsku deildinni í vetur. Magdeburg hefur unnið EHF-bikarinn tvisvar, 1999 og 2001 en Essen getur orðið fyrsta vestur-þýska liðið til að vinna þessa keppni. Í Áskoraendakeppni Evrópu mætast svissneska liðið Wacker Thun og portúgalska liðið ABC Braga en í Evrópukeppni bikarhafa mætast RK Zagreb og Ademar Leon en þau hefja leik á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×