Olía, jeppar og risaeðlur 2. maí 2005 00:01 The Economist fjallar um olíu í nýjasta tölublaði sínu. Meginkenning blaðsins er að Vesturlönd verði að fara að venja sig af olíu af ýmsum ástæðum: Vegna þess að hún er óumhverfisvæn, vegna þess að það sé óklókt að vera svo háður einum orkugjafa, vegna óeðlilegra styrkja sem olíuiðnaðurinn nýtur, vegna þess hversu verðið á olíu er óstöðugt, en ekki síst vegna þess hversu hin mikla olíunotkun gerir ríki heimsins – ekki síst Bandaríkin – háð örfáum olíuauðugum ríkjum við Persaflóa. Verð á olíu er nú meira en 50 dalir á tunnu, árið 1998 var það 10 dalir á tunnu. Eitt af því sem kemur á óvart í frásögn Economist er bandalag sem blaðið segir að sé að myndast vestur í Bandaríkjunum. Þar séu að taka höndum saman hægrimenn sem telja að það ógni hagsmunum Bandaríkjanna að vera svo háð innflutri olíu og græningja sem vilji sjá umhverfisvænni samgöngur. Thomas Friedman, dálkahöfundur í New York Times, hefur kallað þetta óvænta bandalag "geo-greens". Meðal þeirra sem þarna eru nefndir eru Robert McFarlane, sem var öryggisráðgjafi Ronalds Reagans, og James Woolsey, fyrrverandi forstjóri CIA – menn sem hafa hingað til ekki verið hallir undir málstað græningja. Önnur nöfn eru jafnvel enn óvæntari, til dæmis hafa tekið saman höndum Jerry Taylor hjá frjálshyggjufélaginu Cato og Dan Becker hjá græningjasamtökunum Sierra Club og birt sameiginlegt ákall um nýja orkustefnu. Þeir á Vef-Þjóðviljanum telja að það sem kemur frá Cato gangi næst guðspjöllunum – megum við kannski búast við því að Glúmur Jón og félagar gangi brátt í eina sæng með Árna Finnssyni og Náttúruverndarsamtökum Íslands? --- --- --- Eins og oft áður ritar Jóhannes Björn merkilega grein á vefinn Vald.org. Jóhannes segir frá því að General Motors sé nú í miklum vandræðum vegna rangrar framleiðslustefnu. GM hefur veðjað á risastóra jeppa sem seljast vægast sagt illa vegna hás olíuverðs, hertra reglna um útblástur og bensíneyðslu sem hafa verið settar í ýmsum fylkjum og sparneytinna japanskra bíla sem njóta vinsælda. Jóhannes skýrir einnig út furðulega lagasetningu í Bandaríkjunum sem olli því að stórir jeppar hafa beinlinis verið niðurgreiddir af ríkinu: "Það getur verið þægilegt fyrir fyrirtæki þegar ríkissjóður hleypur undir bagga og niðurgreiðir vöruna, en stundum eru langtímaafleiðingarnar ófyrirsjáanlegar. Í valdatíð Clinton var skattalögunum breytt svo bændur (eigendur smáfyrirtækja) gætu keypt sér jeppa og fengið hluta kaupverðsins endurgreiddan frá ríkissjóði. Það leið þó ekki langur tími þar til sleipir bókhaldarar byrjuðu að nýta sér þetta ákvæði og allir sem áttu smáfyrirtæki fengu endurgreiðslu frá skattgreiðendum. Bílasalar um öll Bandaríkin voru í viðbragðsstöðu. Þegar tannlæknir sem rak eigin stofu ætlaði að kaupa sér venjulegan fólksbíl þá var honum strax bent á að jeppi sem ríkið borgaði þúsundir dollara með yrði ekkert dýrari. Skósmiður keypti sér Jeep og kaupmaðurinn á hornunu Hummer. Þrýstihópar í Washington, fjármagnaðir af stóru bílaframleiðendunum, komu í veg fyrir að þessi vitleysa yrði leiðrétt. Lífið var dásamlegt þar til olían byrjaði að hækka og hækka. Nú var það ekki lengur eins töff fyrir einstaklinga að skrölta um bæinn í risaeðlu sem drakk bensín eins og vatn. Á síðasta ársfjórðungi tapaði G.M. einum milljarði dala. Öll hlutabréf fyrirtækisins eru $14,5 milljarða virði (hafa hrapað um 35% á árinu), en skuldirnar eru $114 milljarðar. Hvernig ætlar G.M. að bregðast við þessum vanda? Með einhverjum einkennilegustu aðgerðum viðskiptasögunnar eða eins og New York Times (22. apríl 2005) orðaði það: “G.M. er að taka verktæknifræðinga út úr fólksbílaframleiðslunni til þess að flýta fyrir framleiðslu stærstu jeppanna, og veðja þannig á að nýju módelin muni auka eftirspurn eftir risajeppum.” --- --- --- En GM þarf kannski ekki að hafa áhyggjur. Maður þarf ekki annað en að labba út á næstu umferðargötu og sjá að Íslendingar er í óða önn við að flytja inn risaeðlurnar, stóru jeppana sem seljast ekki í Bandaríkjunum. --- --- --- Sumt fólk er alltaf í Séð & heyrt og DV. Skyldi það hringja sjálft inn fréttir af sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
The Economist fjallar um olíu í nýjasta tölublaði sínu. Meginkenning blaðsins er að Vesturlönd verði að fara að venja sig af olíu af ýmsum ástæðum: Vegna þess að hún er óumhverfisvæn, vegna þess að það sé óklókt að vera svo háður einum orkugjafa, vegna óeðlilegra styrkja sem olíuiðnaðurinn nýtur, vegna þess hversu verðið á olíu er óstöðugt, en ekki síst vegna þess hversu hin mikla olíunotkun gerir ríki heimsins – ekki síst Bandaríkin – háð örfáum olíuauðugum ríkjum við Persaflóa. Verð á olíu er nú meira en 50 dalir á tunnu, árið 1998 var það 10 dalir á tunnu. Eitt af því sem kemur á óvart í frásögn Economist er bandalag sem blaðið segir að sé að myndast vestur í Bandaríkjunum. Þar séu að taka höndum saman hægrimenn sem telja að það ógni hagsmunum Bandaríkjanna að vera svo háð innflutri olíu og græningja sem vilji sjá umhverfisvænni samgöngur. Thomas Friedman, dálkahöfundur í New York Times, hefur kallað þetta óvænta bandalag "geo-greens". Meðal þeirra sem þarna eru nefndir eru Robert McFarlane, sem var öryggisráðgjafi Ronalds Reagans, og James Woolsey, fyrrverandi forstjóri CIA – menn sem hafa hingað til ekki verið hallir undir málstað græningja. Önnur nöfn eru jafnvel enn óvæntari, til dæmis hafa tekið saman höndum Jerry Taylor hjá frjálshyggjufélaginu Cato og Dan Becker hjá græningjasamtökunum Sierra Club og birt sameiginlegt ákall um nýja orkustefnu. Þeir á Vef-Þjóðviljanum telja að það sem kemur frá Cato gangi næst guðspjöllunum – megum við kannski búast við því að Glúmur Jón og félagar gangi brátt í eina sæng með Árna Finnssyni og Náttúruverndarsamtökum Íslands? --- --- --- Eins og oft áður ritar Jóhannes Björn merkilega grein á vefinn Vald.org. Jóhannes segir frá því að General Motors sé nú í miklum vandræðum vegna rangrar framleiðslustefnu. GM hefur veðjað á risastóra jeppa sem seljast vægast sagt illa vegna hás olíuverðs, hertra reglna um útblástur og bensíneyðslu sem hafa verið settar í ýmsum fylkjum og sparneytinna japanskra bíla sem njóta vinsælda. Jóhannes skýrir einnig út furðulega lagasetningu í Bandaríkjunum sem olli því að stórir jeppar hafa beinlinis verið niðurgreiddir af ríkinu: "Það getur verið þægilegt fyrir fyrirtæki þegar ríkissjóður hleypur undir bagga og niðurgreiðir vöruna, en stundum eru langtímaafleiðingarnar ófyrirsjáanlegar. Í valdatíð Clinton var skattalögunum breytt svo bændur (eigendur smáfyrirtækja) gætu keypt sér jeppa og fengið hluta kaupverðsins endurgreiddan frá ríkissjóði. Það leið þó ekki langur tími þar til sleipir bókhaldarar byrjuðu að nýta sér þetta ákvæði og allir sem áttu smáfyrirtæki fengu endurgreiðslu frá skattgreiðendum. Bílasalar um öll Bandaríkin voru í viðbragðsstöðu. Þegar tannlæknir sem rak eigin stofu ætlaði að kaupa sér venjulegan fólksbíl þá var honum strax bent á að jeppi sem ríkið borgaði þúsundir dollara með yrði ekkert dýrari. Skósmiður keypti sér Jeep og kaupmaðurinn á hornunu Hummer. Þrýstihópar í Washington, fjármagnaðir af stóru bílaframleiðendunum, komu í veg fyrir að þessi vitleysa yrði leiðrétt. Lífið var dásamlegt þar til olían byrjaði að hækka og hækka. Nú var það ekki lengur eins töff fyrir einstaklinga að skrölta um bæinn í risaeðlu sem drakk bensín eins og vatn. Á síðasta ársfjórðungi tapaði G.M. einum milljarði dala. Öll hlutabréf fyrirtækisins eru $14,5 milljarða virði (hafa hrapað um 35% á árinu), en skuldirnar eru $114 milljarðar. Hvernig ætlar G.M. að bregðast við þessum vanda? Með einhverjum einkennilegustu aðgerðum viðskiptasögunnar eða eins og New York Times (22. apríl 2005) orðaði það: “G.M. er að taka verktæknifræðinga út úr fólksbílaframleiðslunni til þess að flýta fyrir framleiðslu stærstu jeppanna, og veðja þannig á að nýju módelin muni auka eftirspurn eftir risajeppum.” --- --- --- En GM þarf kannski ekki að hafa áhyggjur. Maður þarf ekki annað en að labba út á næstu umferðargötu og sjá að Íslendingar er í óða önn við að flytja inn risaeðlurnar, stóru jeppana sem seljast ekki í Bandaríkjunum. --- --- --- Sumt fólk er alltaf í Séð & heyrt og DV. Skyldi það hringja sjálft inn fréttir af sér?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun