Pallbílarnir frá Henríettu 4. maí 2005 00:01 Í eina tíð - ef maður sá mynd af stórum pallbíl sem stendur einhvers staðar í sléttu landslagi - þá vissi maður um leið hvaðan myndin var. Frá Ameríku - eða réttara sagt Bandaríkjum Norður-Ameríku, eins og landið heitir fullu og réttu nafni, þótt Bandaríkjamenn leggi gjarnan undir sig nafn allrar heimsálfunnar sem landsvæði þeirra tilheyrir. Sem minnir mig á - ég rakst um daginn á mikilvægar upplýsingar sem mér þykir ástæða til að halda til haga og jafnvel nauðsynlegt að taka afstöðu til í opinberri umræðu á Íslandi - þegar amerísk málefni eru til umræðu. Þannig er mál með vexti að eins og allir vita náttúrlega, þá heitir Ameríka eftir ítalska landkönnuðinum Amerigo Vespucci sem kannaði í upphafi sextándu aldar strendur þess meginlands sem Evrópumenn höfðu "fundið" í kjölfar siglingar Kristófers Kólumbusar yfir úthafið. Það hefur löngum þótt einkennilegt að hin "nýja" heimsálfa skyldi í munni og á kortum Evrópumanna fá nafn eftir Amerigo þessum en ekki eftir Kólumbusi. En látum það liggja milli hluta - svoleiðis var það bara - heimsálfan fékk nafnið Ameríka en ekki Kólumbía. En hvað þýðir þetta nafn - Ameríka? Jú - það sem ég rakst á um daginn, það var altso skýring á ítalska nafninu Amerigo. Og ég verð að segja að það kom mér nokkuð á óvart, en Amerigo reyndist vera ítölsk og nokkuð afbökuð miðaldaútgáfa af germanska nafninu Hinrik eða Heinreikur eða hvernig sem við viljum skrifa það eða segja. Amerigo Vespucci hét sem sagt uppá germanska vísu Hinrik Vespucci. Og því ættum við - sem hneigjumst mjög til þess að íslenska helst öll erlend heiti á löndum og landsvæðum og þjóðum - við ættum náttúrlega að taka tillit til þess og þýða líka nafnið á heimsálfunni sem flestir kalla Ameríku. Hinriksína. Eða jafnvel Henríetta. "George W. Bush forseti Bandaríkja Norður-Henríettu." Hljómar það ekki bara ágætlega? Eða "hinriksínski herinn gerði í dag árásir á stöðvar uppreisnarmanna í Írak"? Sem þýðir þá að myndin af stóra pallbílnum í slétta landslaginu hlýtur að vera frá sléttunum miklu í Hinriksínu eða Henríettu. Eða það hefði maður haldið - þangað til fyrir skömmu. Núna væri nefnilega augljósasta ályktunin einfaldlega sú að þessi mynd hafi verið tekin á Íslandi. Hvergi annars staðar en hér. Nú er það í fyrsta lagi ljóst að rennislétt landslagið segir okkur ekki lengur að myndin sé tekin í Henríettu eða Hinriksínu. Eins og kunnugt er, þá hefur Baltasar Kormókur fundið uppá því að íslenskt landslag sé ekki bara brúklegt sem baksvið í æsilegar víkingamyndir og riddarasögur - heldur sé það líka fullgott til þess að leika beinlínis amerískt landslag - eða hinriksínskt, vildi ég sagt hafa. Hér á ég við myndina hans A Little Trip to Heaven sem tekin var hér á landi í fyrrasumar en gerist í Henríettu. Og Suðurlandsundirlendið leikur slétturnar í Minnesóta eða Oklahoma eða hvað þau heita þessi rennisléttu ríki í miðri Hinriksínu. En sú brúkun á íslensku landslagi - það er annað vers - og ég ætla ekki lengra út í þann sálm hér. Ekki að þessu sinni. Það sem í bili ræður úrslitum um að við getum slegið því föstu að myndin fyrrnefnda sé tekin á Íslandi - það er pallbíllinn. Þangað til fyrir örfáum misserum síðan, þá voru pallbílar sjaldséðir hvítir hrafnar á Íslandi. En núna er allt bókstaflega að fyllast af þeim. Risastórum henríettískum drekum - ætli stefni ekki í að svona tíundi hver bíll á götunum í Reykjavík sé svona traktor - og þeim fjölgar ört. Mér finnst þeir reyndar vera fleiri en tíundi hver. Fyrst þegar ég var að punkta þessi orð á blað, þá skrifaði ég fjórði hver. Svo breytti ég því í tíundi hver bara af því ég trúði ekki mínum augum. En augun segja mér samt að það sé svona fjórði hver. Og alla vega liggur við að maður sjái dagamun á því hvað þessum bílum fjölgar, bæði pallbílunum og reyndar líka hverskonar henríettískum jeppum yfirleitt. Og mun líklega fjölga enn - ef marka má skelfilega mynd sem Mogginn birti á baksíðu um daginn - það var bílaflotinn sem bíður tollafgreiðslu - hræðilegur fjöldi, vægast sagt - og meirihlutinn þessi henríettísku tröll sem ég fæ bara ekki séð hvað við höfum við að gera. Ástæðan ku fyrst og fremst vera lækkun dollars. Gjaldmiðilsins í Hinriksínu. Sem þýðir að bílar þaðan eru orðnir tiltölulega ódýrir. Og hvað pallbílana snertir - þeir ku hafa verið settir í tollflokk með atvinnutækjum og verið þeim mun ódýrari en ella. Þetta er ástæðan, það er að segja - það er hin efnislega ástæða, ef svo má að orði komast. Hin andlega ástæða - det er sgu en anden sag. Eins og það heitir á góðri íslensku. Nú er það vísindalega sannað mál að menn sem eru andlega séð frekar litlir karlar, þeir hneigjast til að fá sér stóra bíla. Þetta segi ég ekki af fordómum eða af því ég öfundist útí þá sem eiga stærri bíla en ég - þetta er ósköp einfaldlega sannað mál ... vísindalega. Og áður en ég sæti of miklum árásum karla sem eru búnir að fá sér stóra pallbíla, þá er best að taka fram að þetta er auðvitað ekki alveg algilt - gildir ekki um alveg alla. Og ég efast í sjálfu sér ekki um að sumir fá sér svona pallbíla af því þeir þurfa virkilega á þeim að halda. Ég veit bara ekki alveg hverjir þeir "sumir" eru. Því ég hef aldrei séð nokkurn skapaðan hlut á pallinum á öllum þessum endalausu pallbílum sem allt í einu eru farnir að fylla göturnar í Reykjavík. Eða - þessu er ég reyndar að ljúga. Einu sinni um daginn sá ég pallbíl með einn stóran kassa á pallinum. Ég tók alveg sérstaklega eftir þessu - af því þetta hafði aldrei gerst áður. Segi og skrifa: Aldrei. Sem sagt - fólk er ekki að kaupa þessi tröll af því það er sífellt að bjástra með eitthvað á pallinum - alltaf að gera eitthvað - heldur einfaldlega af því það er orðið einhvers konar stöðutákn að aka um á svona tröllum. Sem minnir mig á að eina starfsstéttin sem ég veit til þess að sækist eftir svona bílum og virðist hafa eitthvert raunverulegt gagn af þeim við vinnu sína - það er stétt handrukkara. Af því á pallinum er gott að kasta fórnarlömbum sem þarf að keyra uppí sveit, klæða úr öllum fötunum og lemja soldið. Aðrar stéttir sé ég ekki að þurfi raunverulega á þessum bílum að halda - ekki hérna í Reykjavík að minnsta kosti. Iðnaðarmenn virðast til dæmis alls ekki nota þessa bíla - ekki í vinnunni að minnsta kosti - þeir eru líklega of fínir til þess að iðnaðarmenn vilji subba þá út með því að henda á pallinn öllum þeim græjum sem þeir nota í vinnunni. En það er alkunna - í flestum geirum samfélagsins - stjórnmálum, menningu, ég veit ekki hverju - að við erum alltaf tíu fimmtán árum á eftir tímanum. Og nú eru þessi pallbíla- og jeppatröll að detta úr tísku, jafnvel í sjálfri Hinriksínu. Á vef Jóhannesar Björns, vald.org, birtist nýlega athyglisverð um hinriksínu-bílafyrirtækið General Motors sem nú á í miklum vanda - eitthvað af flaggskipum Hinriksínu í iðnaði og framleiðslu. Og af hverju skyldi það nú vera? Jú, af því þeir eru einfaldlega of stórir og ekki síst af því þeir menga of mikið ... http://www.vald.org/articles/050425.htm Á kassanum Leikjavísir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Í eina tíð - ef maður sá mynd af stórum pallbíl sem stendur einhvers staðar í sléttu landslagi - þá vissi maður um leið hvaðan myndin var. Frá Ameríku - eða réttara sagt Bandaríkjum Norður-Ameríku, eins og landið heitir fullu og réttu nafni, þótt Bandaríkjamenn leggi gjarnan undir sig nafn allrar heimsálfunnar sem landsvæði þeirra tilheyrir. Sem minnir mig á - ég rakst um daginn á mikilvægar upplýsingar sem mér þykir ástæða til að halda til haga og jafnvel nauðsynlegt að taka afstöðu til í opinberri umræðu á Íslandi - þegar amerísk málefni eru til umræðu. Þannig er mál með vexti að eins og allir vita náttúrlega, þá heitir Ameríka eftir ítalska landkönnuðinum Amerigo Vespucci sem kannaði í upphafi sextándu aldar strendur þess meginlands sem Evrópumenn höfðu "fundið" í kjölfar siglingar Kristófers Kólumbusar yfir úthafið. Það hefur löngum þótt einkennilegt að hin "nýja" heimsálfa skyldi í munni og á kortum Evrópumanna fá nafn eftir Amerigo þessum en ekki eftir Kólumbusi. En látum það liggja milli hluta - svoleiðis var það bara - heimsálfan fékk nafnið Ameríka en ekki Kólumbía. En hvað þýðir þetta nafn - Ameríka? Jú - það sem ég rakst á um daginn, það var altso skýring á ítalska nafninu Amerigo. Og ég verð að segja að það kom mér nokkuð á óvart, en Amerigo reyndist vera ítölsk og nokkuð afbökuð miðaldaútgáfa af germanska nafninu Hinrik eða Heinreikur eða hvernig sem við viljum skrifa það eða segja. Amerigo Vespucci hét sem sagt uppá germanska vísu Hinrik Vespucci. Og því ættum við - sem hneigjumst mjög til þess að íslenska helst öll erlend heiti á löndum og landsvæðum og þjóðum - við ættum náttúrlega að taka tillit til þess og þýða líka nafnið á heimsálfunni sem flestir kalla Ameríku. Hinriksína. Eða jafnvel Henríetta. "George W. Bush forseti Bandaríkja Norður-Henríettu." Hljómar það ekki bara ágætlega? Eða "hinriksínski herinn gerði í dag árásir á stöðvar uppreisnarmanna í Írak"? Sem þýðir þá að myndin af stóra pallbílnum í slétta landslaginu hlýtur að vera frá sléttunum miklu í Hinriksínu eða Henríettu. Eða það hefði maður haldið - þangað til fyrir skömmu. Núna væri nefnilega augljósasta ályktunin einfaldlega sú að þessi mynd hafi verið tekin á Íslandi. Hvergi annars staðar en hér. Nú er það í fyrsta lagi ljóst að rennislétt landslagið segir okkur ekki lengur að myndin sé tekin í Henríettu eða Hinriksínu. Eins og kunnugt er, þá hefur Baltasar Kormókur fundið uppá því að íslenskt landslag sé ekki bara brúklegt sem baksvið í æsilegar víkingamyndir og riddarasögur - heldur sé það líka fullgott til þess að leika beinlínis amerískt landslag - eða hinriksínskt, vildi ég sagt hafa. Hér á ég við myndina hans A Little Trip to Heaven sem tekin var hér á landi í fyrrasumar en gerist í Henríettu. Og Suðurlandsundirlendið leikur slétturnar í Minnesóta eða Oklahoma eða hvað þau heita þessi rennisléttu ríki í miðri Hinriksínu. En sú brúkun á íslensku landslagi - það er annað vers - og ég ætla ekki lengra út í þann sálm hér. Ekki að þessu sinni. Það sem í bili ræður úrslitum um að við getum slegið því föstu að myndin fyrrnefnda sé tekin á Íslandi - það er pallbíllinn. Þangað til fyrir örfáum misserum síðan, þá voru pallbílar sjaldséðir hvítir hrafnar á Íslandi. En núna er allt bókstaflega að fyllast af þeim. Risastórum henríettískum drekum - ætli stefni ekki í að svona tíundi hver bíll á götunum í Reykjavík sé svona traktor - og þeim fjölgar ört. Mér finnst þeir reyndar vera fleiri en tíundi hver. Fyrst þegar ég var að punkta þessi orð á blað, þá skrifaði ég fjórði hver. Svo breytti ég því í tíundi hver bara af því ég trúði ekki mínum augum. En augun segja mér samt að það sé svona fjórði hver. Og alla vega liggur við að maður sjái dagamun á því hvað þessum bílum fjölgar, bæði pallbílunum og reyndar líka hverskonar henríettískum jeppum yfirleitt. Og mun líklega fjölga enn - ef marka má skelfilega mynd sem Mogginn birti á baksíðu um daginn - það var bílaflotinn sem bíður tollafgreiðslu - hræðilegur fjöldi, vægast sagt - og meirihlutinn þessi henríettísku tröll sem ég fæ bara ekki séð hvað við höfum við að gera. Ástæðan ku fyrst og fremst vera lækkun dollars. Gjaldmiðilsins í Hinriksínu. Sem þýðir að bílar þaðan eru orðnir tiltölulega ódýrir. Og hvað pallbílana snertir - þeir ku hafa verið settir í tollflokk með atvinnutækjum og verið þeim mun ódýrari en ella. Þetta er ástæðan, það er að segja - það er hin efnislega ástæða, ef svo má að orði komast. Hin andlega ástæða - det er sgu en anden sag. Eins og það heitir á góðri íslensku. Nú er það vísindalega sannað mál að menn sem eru andlega séð frekar litlir karlar, þeir hneigjast til að fá sér stóra bíla. Þetta segi ég ekki af fordómum eða af því ég öfundist útí þá sem eiga stærri bíla en ég - þetta er ósköp einfaldlega sannað mál ... vísindalega. Og áður en ég sæti of miklum árásum karla sem eru búnir að fá sér stóra pallbíla, þá er best að taka fram að þetta er auðvitað ekki alveg algilt - gildir ekki um alveg alla. Og ég efast í sjálfu sér ekki um að sumir fá sér svona pallbíla af því þeir þurfa virkilega á þeim að halda. Ég veit bara ekki alveg hverjir þeir "sumir" eru. Því ég hef aldrei séð nokkurn skapaðan hlut á pallinum á öllum þessum endalausu pallbílum sem allt í einu eru farnir að fylla göturnar í Reykjavík. Eða - þessu er ég reyndar að ljúga. Einu sinni um daginn sá ég pallbíl með einn stóran kassa á pallinum. Ég tók alveg sérstaklega eftir þessu - af því þetta hafði aldrei gerst áður. Segi og skrifa: Aldrei. Sem sagt - fólk er ekki að kaupa þessi tröll af því það er sífellt að bjástra með eitthvað á pallinum - alltaf að gera eitthvað - heldur einfaldlega af því það er orðið einhvers konar stöðutákn að aka um á svona tröllum. Sem minnir mig á að eina starfsstéttin sem ég veit til þess að sækist eftir svona bílum og virðist hafa eitthvert raunverulegt gagn af þeim við vinnu sína - það er stétt handrukkara. Af því á pallinum er gott að kasta fórnarlömbum sem þarf að keyra uppí sveit, klæða úr öllum fötunum og lemja soldið. Aðrar stéttir sé ég ekki að þurfi raunverulega á þessum bílum að halda - ekki hérna í Reykjavík að minnsta kosti. Iðnaðarmenn virðast til dæmis alls ekki nota þessa bíla - ekki í vinnunni að minnsta kosti - þeir eru líklega of fínir til þess að iðnaðarmenn vilji subba þá út með því að henda á pallinn öllum þeim græjum sem þeir nota í vinnunni. En það er alkunna - í flestum geirum samfélagsins - stjórnmálum, menningu, ég veit ekki hverju - að við erum alltaf tíu fimmtán árum á eftir tímanum. Og nú eru þessi pallbíla- og jeppatröll að detta úr tísku, jafnvel í sjálfri Hinriksínu. Á vef Jóhannesar Björns, vald.org, birtist nýlega athyglisverð um hinriksínu-bílafyrirtækið General Motors sem nú á í miklum vanda - eitthvað af flaggskipum Hinriksínu í iðnaði og framleiðslu. Og af hverju skyldi það nú vera? Jú, af því þeir eru einfaldlega of stórir og ekki síst af því þeir menga of mikið ... http://www.vald.org/articles/050425.htm
Á kassanum Leikjavísir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira