Afríkutilbrigði við íslenskt lamb 6. maí 2005 00:01 Anna Þóra lærði kvikmyndagerð í Finnlandi og annað af lokaverkefnum hennar var að gera hemildarmynd í Sambíu. Þar fékk hún bílstjóra og aðstoðarmann sem reyndist hinn mesti sjarmör og er nú eiginmaður hennar. Hún og Harry hafa verið gift í átta ár og eru búsett á Íslandi með dætur sínar tvær, Ernu Kanema, sjö ára, og Auði Makaya, 2 ára. Harry er annálaður meistarakokkur og eldar íslenskan mat undir afrískum áhrifum. "Þetta hefur nú bara þróast smám saman," segir Anna Þóra, sem lifði eins og stúdenta er siður á súpum og samlokum á námsárunum í Finnlandi. "Ég er vön reglulegum matmálstímum úr æsku og þegar ég stofnaði sjálf fjölskyldu breyttist ég strax í svona "matur klukkan-sjö"-manneskju. Mér finnst mjög mikilvægt að fjölskyldan sameinist við kvöldverðarborðið." Harry hefur alltaf haft sérstaklega gaman af að bjóða upp á afríska rétti, eins og til dæmis þjóðarrétt Sambíu, nshima. "Nshima er notað í staðinn fyrir kartöflur eða hrísgrjón og er búið til úr maísmjöli," útskýrir Anna Þóra "Það er líka stemmning að borða nshima því það er borðað með höndunum. Maður hnoðar litlar kúlur og dýfir í sósu og svo verður að vera vatn í skál á borðinu til að skola hendurnar. Stelpurnar kunna vel að meta þetta, en Erna fékk að kynnast sambískum mat af eigin raun þegar hún fór þangað árið 2001. Þá gerðum við heimildarmynd um það þegar hún hittir fjölskyldu sína þar í fyrsta sinn, en myndin er ætluð ungum áhorfendum og heitir Erna á frænku í Afríku Nýlega gáfum við myndina út á DVD, bæði á ensku og íslensku, og hún er fáanleg hjá okkur. En vendipunkturinn í matargerðinni var þó trúlega þegar Harry fékk afríska matreiðslubók í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum og fór að prófa sig áfram með alls konar rétti." Anna Þóra segir að hráefni sé aldrei vandamál. "Flest sem ekki fæst í venjulegum verslunum fæst í Sælkerabúðinni og Philippean Store á Hverfisgötunni." Harry vinnur hjá Pottagöldrum og líkar vel á Íslandi. "Það tók mig um ár að venjast kuldanum, en ég er bara duglegur að nota húfu, trefil og vettlinga," segir hann hlæjandi og á góðri íslensku. "Mikilvægast er að komast inn í málið og blanda geði við fólk." Matur Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Anna Þóra lærði kvikmyndagerð í Finnlandi og annað af lokaverkefnum hennar var að gera hemildarmynd í Sambíu. Þar fékk hún bílstjóra og aðstoðarmann sem reyndist hinn mesti sjarmör og er nú eiginmaður hennar. Hún og Harry hafa verið gift í átta ár og eru búsett á Íslandi með dætur sínar tvær, Ernu Kanema, sjö ára, og Auði Makaya, 2 ára. Harry er annálaður meistarakokkur og eldar íslenskan mat undir afrískum áhrifum. "Þetta hefur nú bara þróast smám saman," segir Anna Þóra, sem lifði eins og stúdenta er siður á súpum og samlokum á námsárunum í Finnlandi. "Ég er vön reglulegum matmálstímum úr æsku og þegar ég stofnaði sjálf fjölskyldu breyttist ég strax í svona "matur klukkan-sjö"-manneskju. Mér finnst mjög mikilvægt að fjölskyldan sameinist við kvöldverðarborðið." Harry hefur alltaf haft sérstaklega gaman af að bjóða upp á afríska rétti, eins og til dæmis þjóðarrétt Sambíu, nshima. "Nshima er notað í staðinn fyrir kartöflur eða hrísgrjón og er búið til úr maísmjöli," útskýrir Anna Þóra "Það er líka stemmning að borða nshima því það er borðað með höndunum. Maður hnoðar litlar kúlur og dýfir í sósu og svo verður að vera vatn í skál á borðinu til að skola hendurnar. Stelpurnar kunna vel að meta þetta, en Erna fékk að kynnast sambískum mat af eigin raun þegar hún fór þangað árið 2001. Þá gerðum við heimildarmynd um það þegar hún hittir fjölskyldu sína þar í fyrsta sinn, en myndin er ætluð ungum áhorfendum og heitir Erna á frænku í Afríku Nýlega gáfum við myndina út á DVD, bæði á ensku og íslensku, og hún er fáanleg hjá okkur. En vendipunkturinn í matargerðinni var þó trúlega þegar Harry fékk afríska matreiðslubók í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum og fór að prófa sig áfram með alls konar rétti." Anna Þóra segir að hráefni sé aldrei vandamál. "Flest sem ekki fæst í venjulegum verslunum fæst í Sælkerabúðinni og Philippean Store á Hverfisgötunni." Harry vinnur hjá Pottagöldrum og líkar vel á Íslandi. "Það tók mig um ár að venjast kuldanum, en ég er bara duglegur að nota húfu, trefil og vettlinga," segir hann hlæjandi og á góðri íslensku. "Mikilvægast er að komast inn í málið og blanda geði við fólk."
Matur Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira