Sæt og loðin aðskotadýr 9. maí 2005 00:01 Ég horfði á frétt um bísamrottufaraldur í Danmörku. Ég man ekki eftir neinum bísamrottum nema í Múmínálfunum; þar var svoleiðis skepna sem lá í hengirúmi og las bókina Tilgangsleysi allra hluta. En nú ógna bísamrottur lífríkinu á Jótlandi. Það er merkileg pæling hvernig aðflutt dýr geta sett allt á annan endann í náttúrunni. Í Ástralíu eru kanínur meiriháttar umhverfisplága. Upphaf þessa eru tuttugu og fjórar kanínur sem maður að nafni Thomas Austin flutti til álfunnar 1857. Svo breiddust þær út með leifturhraða, voru framandi áströlsku náttúrufari, hafa náð óskaplegum fjölda og valda stórfelldri eyðileggingu á bæði gróðri og dýralífi eins og lesa má í greininni Impact of Rabbit in Australia og á vef umhverfisráðuneytis Ástralíu. Ástralir hafa leitað ýmissa leiða til að útrýma kanínum, meðal annars að breiða út á meðal stofnsins sjúkdóma sem drepa kanínur. Finnst ykkur þetta ekki áhugavert? --- --- --- Sturla Böðvarsson segir um samgönguáætlun Gunnars I. Birgissonar að hún sé ótrúverðug og hleypi öllu í bál og brand á landbsbyggðinni. Einmitt. Þarna er að finna mjög skynsamlegar hugmyndir um göng í Fljótum sem myndu tengja Siglufjörð við byggðina í Skagafirði og hugmynd um einkafjármögnuð Vaðalheiðargöng sem myndu tengja betur Akureyri, Húsavík og Mývatn. Síðan vill Gunnar láta leggja Sundabraut og ljúka við að tvöfalda Reykjanesbrautina. Hvað er svona ótrúverðugt við þetta? Væri kannski ráð að gefa Sturlu frí frá samgönguráðuneytinu og setja Gunnar í staðinn fyrir hann? --- --- --- Hitti nokkra bálreiða kaupmenn á Laugaveginum í morgun. Þeir fussuðu og sveiuðu yfir einhverju liði sem hafði hengt svarta borða á nokkur hús - og ekki haft manndóm til að taka þá niður, sögðu þeir. Þetta mun hafa verið gert til að mótmæla uppbyggingunni sem loks er ráðgerð við Laugaveginn. Vandinn er bara sá að sum af húsunum sem fólkið hengdi borðana á verða ekki rifin, og svo var líka passað að hengja ekki á verstu kofana – annars hefði þetta litið of hallærislega út. Einn vandinn með mörg þessi hús er að þau eru svo litil og léleg að það mun enginn vilja leggja neitt fé í að gera þau upp, þau standa tæplega undir starfseminni sem þar er núna. Það vantar stórar og glæsilegar verslanir við Laugaveginn. Við eigum að miða við Sævar Karl - en það er verið að reyna að vernda kofana þar sem eru Shanghai og Nikebúðin. Bendi á grein sem ég skrifaði um þetta fyrir nokkru undir nafninu Kofahöfuðborg heimsins. --- --- --- Á Málefnum.com voru vangaveltur um hver sé vanmetnasti stjórnmálamaður tuttugustu aldarinnar. Þessi umræða náði reyndar aldrei neinu flugi en þetta er skemmtileg spekúlasjón. Gylfi Þ. Gíslason var nefndur til sögunnar vegna þess að hann hefði séð hvað landbúnaðarstefnan var ómöguleg, Sighvatur Björgvinsson vegna stríðsins við læknamafíuna og svo Eyjólfur Konráð Jónsson fyrir framsýni sína. Hvað segja menn – er hægt að nefna fleiri vanmetna pólitíkusa? --- --- --- Minni svo á kjör þingmanns ársins hér annars staðar á síðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég horfði á frétt um bísamrottufaraldur í Danmörku. Ég man ekki eftir neinum bísamrottum nema í Múmínálfunum; þar var svoleiðis skepna sem lá í hengirúmi og las bókina Tilgangsleysi allra hluta. En nú ógna bísamrottur lífríkinu á Jótlandi. Það er merkileg pæling hvernig aðflutt dýr geta sett allt á annan endann í náttúrunni. Í Ástralíu eru kanínur meiriháttar umhverfisplága. Upphaf þessa eru tuttugu og fjórar kanínur sem maður að nafni Thomas Austin flutti til álfunnar 1857. Svo breiddust þær út með leifturhraða, voru framandi áströlsku náttúrufari, hafa náð óskaplegum fjölda og valda stórfelldri eyðileggingu á bæði gróðri og dýralífi eins og lesa má í greininni Impact of Rabbit in Australia og á vef umhverfisráðuneytis Ástralíu. Ástralir hafa leitað ýmissa leiða til að útrýma kanínum, meðal annars að breiða út á meðal stofnsins sjúkdóma sem drepa kanínur. Finnst ykkur þetta ekki áhugavert? --- --- --- Sturla Böðvarsson segir um samgönguáætlun Gunnars I. Birgissonar að hún sé ótrúverðug og hleypi öllu í bál og brand á landbsbyggðinni. Einmitt. Þarna er að finna mjög skynsamlegar hugmyndir um göng í Fljótum sem myndu tengja Siglufjörð við byggðina í Skagafirði og hugmynd um einkafjármögnuð Vaðalheiðargöng sem myndu tengja betur Akureyri, Húsavík og Mývatn. Síðan vill Gunnar láta leggja Sundabraut og ljúka við að tvöfalda Reykjanesbrautina. Hvað er svona ótrúverðugt við þetta? Væri kannski ráð að gefa Sturlu frí frá samgönguráðuneytinu og setja Gunnar í staðinn fyrir hann? --- --- --- Hitti nokkra bálreiða kaupmenn á Laugaveginum í morgun. Þeir fussuðu og sveiuðu yfir einhverju liði sem hafði hengt svarta borða á nokkur hús - og ekki haft manndóm til að taka þá niður, sögðu þeir. Þetta mun hafa verið gert til að mótmæla uppbyggingunni sem loks er ráðgerð við Laugaveginn. Vandinn er bara sá að sum af húsunum sem fólkið hengdi borðana á verða ekki rifin, og svo var líka passað að hengja ekki á verstu kofana – annars hefði þetta litið of hallærislega út. Einn vandinn með mörg þessi hús er að þau eru svo litil og léleg að það mun enginn vilja leggja neitt fé í að gera þau upp, þau standa tæplega undir starfseminni sem þar er núna. Það vantar stórar og glæsilegar verslanir við Laugaveginn. Við eigum að miða við Sævar Karl - en það er verið að reyna að vernda kofana þar sem eru Shanghai og Nikebúðin. Bendi á grein sem ég skrifaði um þetta fyrir nokkru undir nafninu Kofahöfuðborg heimsins. --- --- --- Á Málefnum.com voru vangaveltur um hver sé vanmetnasti stjórnmálamaður tuttugustu aldarinnar. Þessi umræða náði reyndar aldrei neinu flugi en þetta er skemmtileg spekúlasjón. Gylfi Þ. Gíslason var nefndur til sögunnar vegna þess að hann hefði séð hvað landbúnaðarstefnan var ómöguleg, Sighvatur Björgvinsson vegna stríðsins við læknamafíuna og svo Eyjólfur Konráð Jónsson fyrir framsýni sína. Hvað segja menn – er hægt að nefna fleiri vanmetna pólitíkusa? --- --- --- Minni svo á kjör þingmanns ársins hér annars staðar á síðunni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun