Eurovision 2005 - Dagur 2 framhald Pjetur Sigurðsson skrifar 13. október 2005 19:12 Fyrsta æfing Selmu var í dag og að sjálfsögðu var strunsað á hana. Á meðan ég beið hlýddi ég á tvö lög, lagið frá Hvíta Rússlandi, sem við þurfum væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af og síðan hollenska lagið, þar sem kveður við annan tón. Þar er á ferðinni söngkona sem minnir dálítið á fyrrum tengdadóttur Íslands, Mel B og er mikill American Idol bragur á lagi og flutningi. Á örugglega eftir að ná langt. Síðan var komið að Selmu. Ljósin voru ekki klár og þá virtist Selma hikandi í fyrstu, en síðan rúlluði hún þessu upp ásamt glæsilegu dansliði sínu. Hún fór þrívegis í gegnum lagið. Síðan tók við einn sérkennilegasti blaðamannafundur sem ég hef orðið vitni af. Áður en fundur Selmu hófst dreifði einn starfsmaður bolum, sem ég kom nú aldrei auga á, en það var ekki að sökum að spyrja þegar bolirnir voru dregnir upp þá hentu á bilinu 50-60 blaðamenn sér á þá eins og þar væri á ferðinni síðasti matarbitinn. Það var þó ekki aðeins það sem var sérkennilegt, því eftir hvern blaðamannafund gefst þeim kostur á að stilla sér upp með hverjum keppanda fyrir sig og láta taka myndir af sér með þeim. Það vakti einnig athygli að bæði þeir blaðamenn sem spurðu og þeir sem gerðu það ekki, hvorki skrifuðu niður hjá sér né tóku upp. Ég sá aðeins tvo, mig sjálfan og Guðrúnu Gunnarsdóttur fréttamann Ríkisútvarpsins. Maður spyr sig; hvað eru þessir menn að gera þarna. Safna myndum, áritunum og að geta sagt að viðkomandi hafi farið á tíu Euróvision keppnir í röð? Ég bara spyr. Kannski er þetta allt í lagi og er það eflaust, en maður verður svolítið hissa.Eins og einn vinur minn segir. Hætta þessu væli og taka höggið.Nú tekur við eitthvað Euróvision party, enn eitt höggið. Niðurstaða dagsins; Selma stóð sig frábærlega á sviðinu á æfingunni, sem og á blaðamannafundinum. Góður dagur hjá Selmu. Á morgun dagur 3. Sæl að sinni Kveðja frá Kænugarði Pjetur Ps. Sit og hlusta á norska lagið og nú er ég alveg hættur að botna í þessu öllu saman©Pjetur Eurovision Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Fyrsta æfing Selmu var í dag og að sjálfsögðu var strunsað á hana. Á meðan ég beið hlýddi ég á tvö lög, lagið frá Hvíta Rússlandi, sem við þurfum væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af og síðan hollenska lagið, þar sem kveður við annan tón. Þar er á ferðinni söngkona sem minnir dálítið á fyrrum tengdadóttur Íslands, Mel B og er mikill American Idol bragur á lagi og flutningi. Á örugglega eftir að ná langt. Síðan var komið að Selmu. Ljósin voru ekki klár og þá virtist Selma hikandi í fyrstu, en síðan rúlluði hún þessu upp ásamt glæsilegu dansliði sínu. Hún fór þrívegis í gegnum lagið. Síðan tók við einn sérkennilegasti blaðamannafundur sem ég hef orðið vitni af. Áður en fundur Selmu hófst dreifði einn starfsmaður bolum, sem ég kom nú aldrei auga á, en það var ekki að sökum að spyrja þegar bolirnir voru dregnir upp þá hentu á bilinu 50-60 blaðamenn sér á þá eins og þar væri á ferðinni síðasti matarbitinn. Það var þó ekki aðeins það sem var sérkennilegt, því eftir hvern blaðamannafund gefst þeim kostur á að stilla sér upp með hverjum keppanda fyrir sig og láta taka myndir af sér með þeim. Það vakti einnig athygli að bæði þeir blaðamenn sem spurðu og þeir sem gerðu það ekki, hvorki skrifuðu niður hjá sér né tóku upp. Ég sá aðeins tvo, mig sjálfan og Guðrúnu Gunnarsdóttur fréttamann Ríkisútvarpsins. Maður spyr sig; hvað eru þessir menn að gera þarna. Safna myndum, áritunum og að geta sagt að viðkomandi hafi farið á tíu Euróvision keppnir í röð? Ég bara spyr. Kannski er þetta allt í lagi og er það eflaust, en maður verður svolítið hissa.Eins og einn vinur minn segir. Hætta þessu væli og taka höggið.Nú tekur við eitthvað Euróvision party, enn eitt höggið. Niðurstaða dagsins; Selma stóð sig frábærlega á sviðinu á æfingunni, sem og á blaðamannafundinum. Góður dagur hjá Selmu. Á morgun dagur 3. Sæl að sinni Kveðja frá Kænugarði Pjetur Ps. Sit og hlusta á norska lagið og nú er ég alveg hættur að botna í þessu öllu saman©Pjetur
Eurovision Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira