Viðskipti innlent

Íbúðaverð hækki um 15% í viðbót

Greining Íslandsbanka spáir því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu muni hækka um 15 prósent til viðbótar þar til það staðnar síðla á næsta ári og stöðnun muni ríkja á íbúðamarkaðnum allt árið 2007. Spáir greiningardeildin því að markaðsverð íbúðarhúsnæðis fari úr um 175 þúsund krónum á fermetra, eins og það er nú, og yfir 200 þúsund krónur að meðaltali á fermetra áður en kemur að tímabili stöðnunar á fasteignamarkaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×