Alvarlegt en um leið hlægilegt 22. maí 2005 00:01 Kári sofnaði við fyrstu tónana í Evróvison á fimmtudagskvöldið. Það er vitanlega engin leið að horfa á þetta; tónlistin heiladauð, sviðsframkoman asnaleg, ekkert nema klisjur og aftur klisjur. Fyrirsjáanlegast af öllu var íslenska lagið – það sem stakk einna mest í augu við atriðið var algjört húmorleysið. Íslendingar féllu í þá gryfju að taka þetta alvarlega. Sem er hlægilegt í sjálfu sér. Sumar þjóðir eru að reyna að blanda einhverjum smá þjóðlegheitum í þetta - glöggur maður kallaði það "þjóðleifar". Annars syngja allir á ensku – líka Frakkar. Langflottust var moldavíska amman með trommuna. En maður á ekki að kvarta. Það er stundum sagt að betra sé að hafa Evrópusambandið en stríð í Evrópu. Hið sama má segja um Evróvision. Það er betra að þjóðirnar í Evrópu syngi falskt í þessari keppni en að þær standi í hernaði gegn hver annarri. Fyrir nokkrum árum var ég viðstaddur Love Parade í Berlín. Það er einhver lágkúrulegasta samkoma sem ég hef sótt, allt fullt af ungu fólki með bleikt hár á ecstasy. En þar sem hersingin fór um Brandenburgarhliðið – varla færri en hálf milljón manna undir ærandi teknóbíti – varð manni hugsað að þetta væri þó miklu skárra en göngur sem fóru þarna á undan, fyrst undir stjórn nasista svo undir kommúnistum. --- --- --- Nú er maður kominn með Digital Ísland, getur flett á milli sjónvarpsstöðva í gríð og erg. Finnur aldrei neitt til að festa hugann við. Óeirðin magnast bara. Ég gat skoðað söngvakeppnina á öllum norrænu stöðvunum. Tók eftir því að það kostaði langmest að hringja inn á Íslandi, 99,90 símtalið. Í Svíþjóð kostaði þetta 5,70 sænskar, í Noregi 5 krónur, í Danmörku 1 krónu plús venjulegan taxta. Það er ekki að spyrja að okrinu á Íslandi. Á Norðurlandastöðvunum voru heldur engar auglýsingar og maður fékk að horfa á ógurlega fínt dans- og söngatriði sem Úkraínubúarnir höfðu sett saman. Hér var klínt auglýsingum yfir það. --- --- --- Annars er gaman fyrir Grikklandsvin að sjá hvað Grikkir eru sigursælir um þessar mundir. Í fyrra var það Evrópumeistaratitillinn í fótbolta, svo glæsilegir Ólympíuleikar, nú Evróvision. En hvernig var aftur gríska lagið? Ég man það ekki. Ég man ekki heldur hverjir kepptu fyrir Ísland í fyrra? Og hittifyrra? Er til fólk sem man þetta? --- --- -- Gísli Marteinn var mikið að tuða yfir Austur-Evrópuþjóðunum sem gæfu hver annarri stig. Vinnufélagi minn á Stöð 2, Jóhann Hlíðar, tók sig til og fór að reikna og komst að því að Norðurlandamafían væri engu betri – kíkið á þetta hérna. --- --- --- Í Tímariti Morgunblaðsins birtist ógurlegt viðhafnarviðtal við Gísla Martein. Hann er að falast eftir leiðtogasætinu í Reykjavík. Gísli setur fram gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn sem allir sjá að er rétt. Þetta er ekki að virka hjá þeim – það þýðir ekki að tala endalaust um fjármálaóstjórn R-listans og LínuNet. Gísli auglýsir eftir nýrri pólitík, hljómar kannski ekki svo ólíkt Ingibjörgu Sólrúnu á hinum kantinum. Hjá þeim báðum finnst manni vanta eitthvað konkret – eitthvað meira en orð. Hver nákvæmlega á stefnan að vera? Gísli gefur þó pínulítinn ádrátt um það þegar hann segir að hann segist vilja götur í stokka og flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. Á þessu hefur hingað til ríkt bannhelgi í flokknum. --- --- --- Hins vegar skjöplast Gísla aðeins þegar hann fer að gagnrýna R listann fyrir að vilja "segja fólkinu hvernig það á að lifa lífinu" – þá er eins og hann hafi fengið bakþanka og vilji líka þóknast jeppaliðinu og gröfukörlunum. Hann gagnrýnir R-listann fyrir að setja upp of mikið af hraðahindrunum, þröngum götum og ljósum, líkt og hann sé að reyna að troða öllum í strætó. Afsakið. Er ekki allt skipulag forskrift að því hvernig menn lifa lífinu? Barcelona er skipulögð þröngt og þar getur fólk gengið, Los Angeles vítt – þar er maður glataður nema á einkabíl. Maður hefur heldur ekki orðið var við að annað en að R-listinn aðhyllist skipulagsstefnu sem felst í því að leggja stórar akbrautir og setja byggðina niður á eyjum milli þeirra. Um þetta hefur raunar verið algjört samkomulag í borgarstjórn; til þessa hefur enginn komið þangað inn með aðrar hugmyndir. Groddaleg verkfræði er sett ofar bæði fagurfræði og hagnýti. Maður vonar að framboð Gísla sé upphaf að einhverju. Hann auglýsir eftir "kynslóðaskiptum í hugmyndum". Veitir ekki af, því eins og ég hef áður bent á ríkir djúp stjórnmálakreppa í borginni. Verst er að flokkarnir í borgarstjórn eru í raun sammála um allt; það er enginn ágreiningur um úthverfastefnuna. --- --- --- Auður Jónsdóttir vinkona mín skrifar skemmtilegan pistil um bæjarbraginn í Reykjavík í Moggann á sunnudag, hún nefnir hann Tóm borg er ljót borg. Þar stendur meðal annars: "Þennan dumbungsdag rölti ég einmana um bæinn og las blöðin á kaffihúsum. Heilsaði upp á kunningja sem hafði lengi verið búsettur í Póllandi og svo náttúrlega Egil Helgason sem svífur oft einn um bæinn, eins og vofa í leit að hinum sanna borgaranda." Æ, ég á nú bara heima hérna niðri í bæ. --- --- --- Besta setning helgarinnar er eftir karlkyns þingmann Samfylkingarinnar utan af landi sem sagði mæðulega eftir kjör formanns og varaformanns: "Flokknum er stjórnað af konum og börnum, alveg eins og heima hjá mér." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Kári sofnaði við fyrstu tónana í Evróvison á fimmtudagskvöldið. Það er vitanlega engin leið að horfa á þetta; tónlistin heiladauð, sviðsframkoman asnaleg, ekkert nema klisjur og aftur klisjur. Fyrirsjáanlegast af öllu var íslenska lagið – það sem stakk einna mest í augu við atriðið var algjört húmorleysið. Íslendingar féllu í þá gryfju að taka þetta alvarlega. Sem er hlægilegt í sjálfu sér. Sumar þjóðir eru að reyna að blanda einhverjum smá þjóðlegheitum í þetta - glöggur maður kallaði það "þjóðleifar". Annars syngja allir á ensku – líka Frakkar. Langflottust var moldavíska amman með trommuna. En maður á ekki að kvarta. Það er stundum sagt að betra sé að hafa Evrópusambandið en stríð í Evrópu. Hið sama má segja um Evróvision. Það er betra að þjóðirnar í Evrópu syngi falskt í þessari keppni en að þær standi í hernaði gegn hver annarri. Fyrir nokkrum árum var ég viðstaddur Love Parade í Berlín. Það er einhver lágkúrulegasta samkoma sem ég hef sótt, allt fullt af ungu fólki með bleikt hár á ecstasy. En þar sem hersingin fór um Brandenburgarhliðið – varla færri en hálf milljón manna undir ærandi teknóbíti – varð manni hugsað að þetta væri þó miklu skárra en göngur sem fóru þarna á undan, fyrst undir stjórn nasista svo undir kommúnistum. --- --- --- Nú er maður kominn með Digital Ísland, getur flett á milli sjónvarpsstöðva í gríð og erg. Finnur aldrei neitt til að festa hugann við. Óeirðin magnast bara. Ég gat skoðað söngvakeppnina á öllum norrænu stöðvunum. Tók eftir því að það kostaði langmest að hringja inn á Íslandi, 99,90 símtalið. Í Svíþjóð kostaði þetta 5,70 sænskar, í Noregi 5 krónur, í Danmörku 1 krónu plús venjulegan taxta. Það er ekki að spyrja að okrinu á Íslandi. Á Norðurlandastöðvunum voru heldur engar auglýsingar og maður fékk að horfa á ógurlega fínt dans- og söngatriði sem Úkraínubúarnir höfðu sett saman. Hér var klínt auglýsingum yfir það. --- --- --- Annars er gaman fyrir Grikklandsvin að sjá hvað Grikkir eru sigursælir um þessar mundir. Í fyrra var það Evrópumeistaratitillinn í fótbolta, svo glæsilegir Ólympíuleikar, nú Evróvision. En hvernig var aftur gríska lagið? Ég man það ekki. Ég man ekki heldur hverjir kepptu fyrir Ísland í fyrra? Og hittifyrra? Er til fólk sem man þetta? --- --- -- Gísli Marteinn var mikið að tuða yfir Austur-Evrópuþjóðunum sem gæfu hver annarri stig. Vinnufélagi minn á Stöð 2, Jóhann Hlíðar, tók sig til og fór að reikna og komst að því að Norðurlandamafían væri engu betri – kíkið á þetta hérna. --- --- --- Í Tímariti Morgunblaðsins birtist ógurlegt viðhafnarviðtal við Gísla Martein. Hann er að falast eftir leiðtogasætinu í Reykjavík. Gísli setur fram gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn sem allir sjá að er rétt. Þetta er ekki að virka hjá þeim – það þýðir ekki að tala endalaust um fjármálaóstjórn R-listans og LínuNet. Gísli auglýsir eftir nýrri pólitík, hljómar kannski ekki svo ólíkt Ingibjörgu Sólrúnu á hinum kantinum. Hjá þeim báðum finnst manni vanta eitthvað konkret – eitthvað meira en orð. Hver nákvæmlega á stefnan að vera? Gísli gefur þó pínulítinn ádrátt um það þegar hann segir að hann segist vilja götur í stokka og flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. Á þessu hefur hingað til ríkt bannhelgi í flokknum. --- --- --- Hins vegar skjöplast Gísla aðeins þegar hann fer að gagnrýna R listann fyrir að vilja "segja fólkinu hvernig það á að lifa lífinu" – þá er eins og hann hafi fengið bakþanka og vilji líka þóknast jeppaliðinu og gröfukörlunum. Hann gagnrýnir R-listann fyrir að setja upp of mikið af hraðahindrunum, þröngum götum og ljósum, líkt og hann sé að reyna að troða öllum í strætó. Afsakið. Er ekki allt skipulag forskrift að því hvernig menn lifa lífinu? Barcelona er skipulögð þröngt og þar getur fólk gengið, Los Angeles vítt – þar er maður glataður nema á einkabíl. Maður hefur heldur ekki orðið var við að annað en að R-listinn aðhyllist skipulagsstefnu sem felst í því að leggja stórar akbrautir og setja byggðina niður á eyjum milli þeirra. Um þetta hefur raunar verið algjört samkomulag í borgarstjórn; til þessa hefur enginn komið þangað inn með aðrar hugmyndir. Groddaleg verkfræði er sett ofar bæði fagurfræði og hagnýti. Maður vonar að framboð Gísla sé upphaf að einhverju. Hann auglýsir eftir "kynslóðaskiptum í hugmyndum". Veitir ekki af, því eins og ég hef áður bent á ríkir djúp stjórnmálakreppa í borginni. Verst er að flokkarnir í borgarstjórn eru í raun sammála um allt; það er enginn ágreiningur um úthverfastefnuna. --- --- --- Auður Jónsdóttir vinkona mín skrifar skemmtilegan pistil um bæjarbraginn í Reykjavík í Moggann á sunnudag, hún nefnir hann Tóm borg er ljót borg. Þar stendur meðal annars: "Þennan dumbungsdag rölti ég einmana um bæinn og las blöðin á kaffihúsum. Heilsaði upp á kunningja sem hafði lengi verið búsettur í Póllandi og svo náttúrlega Egil Helgason sem svífur oft einn um bæinn, eins og vofa í leit að hinum sanna borgaranda." Æ, ég á nú bara heima hérna niðri í bæ. --- --- --- Besta setning helgarinnar er eftir karlkyns þingmann Samfylkingarinnar utan af landi sem sagði mæðulega eftir kjör formanns og varaformanns: "Flokknum er stjórnað af konum og börnum, alveg eins og heima hjá mér."
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun