Gömlustrákafélagið að störfum 24. maí 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún hóf umræðu um klíkur á landsfundi Samfylkingarinnar. Ég held að það sé tímabært – þetta samfélag okkar er afar klíkuvætt. Það eru ótal störf sem menn geta ekki látið sig dreyma um að fá nema þeir séu í réttu klíkunni. Þar má til að mynda nefna sendiherraembætti. Þegar Guðmundi Árna Stefánssyni er úthlutað sendiherrastöðu tekur ein klíkan til starfa. Þetta er the old boy's network. Guðmundur er talinn verðugur þessa embættis vegna þess að hann hefur alltaf verið einn af strákunum. Samt sat hann ekki sem ráðherra nema í nokkra mánuði. Þurfti að hverfa úr embætti við lítinn orðstír. Jóhönnu Sigurðardóttur er hins vegar ekki boðið sendiherraembætti. Hún var þó ráðherra í sjö ár. En hún er ekki í klíkunni – og hún er kona. –-- --- --- Önnur klíka sem hefur verið svolítið til umræðu eftir ræðu Ingibjargar Sólrúnar er kennd við ráðhúsið. Því hagar nefnilega svo til hjá R-listanum að hann hefur enga almenna félagsmenn. Í upphafi voru stofnuð samtök sem hétu Regnboginn og áttu að vera einhvers konar bakland fyrir R-listann. Áhuginn fjaraði fljótt út. Borgarfulltrúarnir sáu enga ástæðu til að halda lífinu í þessu starfi. Það var miklu þægilegra að halda þessu öllu innan ráðhúsklíkunnar. --- --- --- Nú er Cecil Haraldsson genginn úr Samfylkingunni. Ég held að hann sé ekki í neinni klíku. Hann var stundum að sniglast á Alþýðublaðinu þegar ég var að vinna þar. Cesil talaði um "fasistana fimm" í kringum Ingibjörgu Sólrúnu svo þess var varla að vænta að hann héldi áfram í flokknum. Cecil er hins vegar prestur og ætti að vita allt um gildi fyrirgefningarinnar. --- --- --- Ég fór á Star Wars myndina í fyrrakvöld. Ég var voða þreyttur, þraukaði ekki nema fram í hlé. Ætla að fara seinna og sjá síðari hlutann. Þetta var mikið pommsarapomms eins og var að vænta. Sprengingar og kappsiglingar á geimskipum. Ógurlega stirðbusaleg samtöl. Dálítið þreytandi ofnotkun á tölvugrafík. En svosem ekkert leiðinlegt. Það sem er skrítnast að horfa á er intellektúalisering þessa myndaflokks. Í blaði birtist til dæmis löng grein þar sem stóð að hann fjallaði í rauninni um Guð. Það er búið að rýna heil ósköp í Star Wars, afbyggja þannig að ekkert er eftir nema tætlurnar. Samt er þetta bara einföld ævintýrasaga – ekkert merkilegri en strákabækur sem maður las einu sinni. Getur verið að liðið sem er að rýna í Star Wars – samkvæmt þeim póstmódernisma að það séu ekki lengur nein mörk milli afþreyingar og hámenningar – hafi bara ekki lesið neinar bækur og skorti öll menningarleg viðmið? --- --- --- Kína er greinilega framtíðin. Í allri umfjölluninni um ferð Ólafs Ragnars voru áberandi ungar og glæsilegar konur, vel klæddar og frambærilegar, íslenskar háskólastúdínur í Kína. Til skamms tíma fóru engir þangað austur að læra nema sandalakommar – nú flykkjast þangað konur með guccitöskur. Ólafur Ragnar hefur skorað grimmt hjá bisnessliðinu. Hins vegar verður maður dálítið hvumsa þegar hann lýkur lofsorði á atvinnuhætti sem eru utan við allt velsæmi. Jú, það má vera að framtíðin sé í Kína – en vonandi er hana ekki að finna í aðferðunum sem þeir nota í framleiðslu og viðskiptum. Davíð Oddsson kemur einkennilega út úr þessu – af hverju er hann ekki með forseta sínum eins venja er til í svona heimsóknum? Og hvar eru starfsmenn utanríkisráðuneytisins? Forstöðumaður ferðamála- og viðskiptaskrifstofu – sem vill svo til að er Júlíus Hafstein? Ragnar Baldursson, helsti sérfræðingur Íslands um málefni Kína, mæltur á bæði kínversku og japönsku? Getur verið að heimastjórnarfarsinn sé enn í fullum gangi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ingibjörg Sólrún hóf umræðu um klíkur á landsfundi Samfylkingarinnar. Ég held að það sé tímabært – þetta samfélag okkar er afar klíkuvætt. Það eru ótal störf sem menn geta ekki látið sig dreyma um að fá nema þeir séu í réttu klíkunni. Þar má til að mynda nefna sendiherraembætti. Þegar Guðmundi Árna Stefánssyni er úthlutað sendiherrastöðu tekur ein klíkan til starfa. Þetta er the old boy's network. Guðmundur er talinn verðugur þessa embættis vegna þess að hann hefur alltaf verið einn af strákunum. Samt sat hann ekki sem ráðherra nema í nokkra mánuði. Þurfti að hverfa úr embætti við lítinn orðstír. Jóhönnu Sigurðardóttur er hins vegar ekki boðið sendiherraembætti. Hún var þó ráðherra í sjö ár. En hún er ekki í klíkunni – og hún er kona. –-- --- --- Önnur klíka sem hefur verið svolítið til umræðu eftir ræðu Ingibjargar Sólrúnar er kennd við ráðhúsið. Því hagar nefnilega svo til hjá R-listanum að hann hefur enga almenna félagsmenn. Í upphafi voru stofnuð samtök sem hétu Regnboginn og áttu að vera einhvers konar bakland fyrir R-listann. Áhuginn fjaraði fljótt út. Borgarfulltrúarnir sáu enga ástæðu til að halda lífinu í þessu starfi. Það var miklu þægilegra að halda þessu öllu innan ráðhúsklíkunnar. --- --- --- Nú er Cecil Haraldsson genginn úr Samfylkingunni. Ég held að hann sé ekki í neinni klíku. Hann var stundum að sniglast á Alþýðublaðinu þegar ég var að vinna þar. Cesil talaði um "fasistana fimm" í kringum Ingibjörgu Sólrúnu svo þess var varla að vænta að hann héldi áfram í flokknum. Cecil er hins vegar prestur og ætti að vita allt um gildi fyrirgefningarinnar. --- --- --- Ég fór á Star Wars myndina í fyrrakvöld. Ég var voða þreyttur, þraukaði ekki nema fram í hlé. Ætla að fara seinna og sjá síðari hlutann. Þetta var mikið pommsarapomms eins og var að vænta. Sprengingar og kappsiglingar á geimskipum. Ógurlega stirðbusaleg samtöl. Dálítið þreytandi ofnotkun á tölvugrafík. En svosem ekkert leiðinlegt. Það sem er skrítnast að horfa á er intellektúalisering þessa myndaflokks. Í blaði birtist til dæmis löng grein þar sem stóð að hann fjallaði í rauninni um Guð. Það er búið að rýna heil ósköp í Star Wars, afbyggja þannig að ekkert er eftir nema tætlurnar. Samt er þetta bara einföld ævintýrasaga – ekkert merkilegri en strákabækur sem maður las einu sinni. Getur verið að liðið sem er að rýna í Star Wars – samkvæmt þeim póstmódernisma að það séu ekki lengur nein mörk milli afþreyingar og hámenningar – hafi bara ekki lesið neinar bækur og skorti öll menningarleg viðmið? --- --- --- Kína er greinilega framtíðin. Í allri umfjölluninni um ferð Ólafs Ragnars voru áberandi ungar og glæsilegar konur, vel klæddar og frambærilegar, íslenskar háskólastúdínur í Kína. Til skamms tíma fóru engir þangað austur að læra nema sandalakommar – nú flykkjast þangað konur með guccitöskur. Ólafur Ragnar hefur skorað grimmt hjá bisnessliðinu. Hins vegar verður maður dálítið hvumsa þegar hann lýkur lofsorði á atvinnuhætti sem eru utan við allt velsæmi. Jú, það má vera að framtíðin sé í Kína – en vonandi er hana ekki að finna í aðferðunum sem þeir nota í framleiðslu og viðskiptum. Davíð Oddsson kemur einkennilega út úr þessu – af hverju er hann ekki með forseta sínum eins venja er til í svona heimsóknum? Og hvar eru starfsmenn utanríkisráðuneytisins? Forstöðumaður ferðamála- og viðskiptaskrifstofu – sem vill svo til að er Júlíus Hafstein? Ragnar Baldursson, helsti sérfræðingur Íslands um málefni Kína, mæltur á bæði kínversku og japönsku? Getur verið að heimastjórnarfarsinn sé enn í fullum gangi?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun