Lífið

Hlaðan er listaverk

"Þetta var hlaða en smíðadótið hans pabba er í þessu húsi núna," svarar Kristinn Rúnar Víglundsson á bænum Dæli í Víðidal þegar forvitnast er um skrautlegt hús skammt frá bænum. Sá veggur þess sem við blasir þegar ekið er norður dalinn vakti athygli blaðamanns fyrir líflegar myndskreytingar. Kristinn Rúnar varð fyrir svörum. "Það var fjöllistahópur í skólanum á Laugarbakka í Miðfirði sem málaði þetta fyrir nokkrum árum. Þetta voru krakkar í 9. og 10. bekk og systir mín, Hrafnhildur Víglundsdóttir, var með þá í kennslu. Þeir settu pall á ámoksturstæki dráttarvélarinnar og hífðu hann upp til að mála efsta hluta veggjarins. Við höfum ekkert þurft að halda þessu við ennþá."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×