Nýtt og spennandi nám í Borgarholt 25. maí 2005 00:01 Borgarholtsskóli hefur frá upphafi lagt áherslu á upplýsingatækni og meðal þess sem hefur verið í boði um skeið er nám í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut og fjölmiðlatækninám á upplýsinga- og fjölmiðlabraut á verknámssviði. Nú hefur verið unnið að breytingum á námskrá skólans og í haust verður í fyrsta skipti boðið upp á námsleiðir þar sem listnámið og fjölmiðlatækninámið tvinnast saman. Nemendur sem innrita sig í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut taka sameiginlegan kjarna í list- og fjölmiðlatæknigreinum en geta svo valið hvort þeir taka margmiðlunarkjörsvið, þar sem lögð er áhersla á fagurfræði og hönnun, eða fjölmiðlatæknikjörsvið þar sem tæknilega hliðin fær meira vægi. Um þriggja ára nám er að ræða, sem veitir nemendum góðan grunn fyrir áframhaldandi listnám og býr þá jafnframt undir störf á fjölmiðlum. Kristján Ari Arason, fagstjóri í fjölmiðlagreinum við Borgarholtsskóla, segir að samtvinnun listnáms og iðnnáms með þessum hætti miði að því að tengja námsbrautir og brjóta niður afmörkun milli greina. "Um áratugaskeið hefur verið gríðarlegt gap á milli verknáms annars vegar og bóknáms hins vegar og listnámið hefur staðið þarna til hliðar. Nú erum við að reyna að brúa þetta bil og gerum það með því að tengja saman þessar námsleiðir sem hafa svo marga snertifleti," segir Kristján og fullyrðir að með samtvinnuninni fái nemendur meira út úr náminu. "Það er ekki nóg að kunna bara á tæknina, maður þarf að skilja hverju maður er að miðla og að sama skapi þarf sá sem vill miðla einhverju að þekkja tæknina og þá möguleika sem hún gefur." Borgarholtsskóli hefur undanfarin ár starfrækt svokallað dreifnám þar sem fagfólk í upplýsinga- og fjölmiðlageiranum hefur fengið tækifæri til að bæta við menntun sína. "Okkur fannst hefðbundin fjarkennsla ekki sinna nemandanum nógu vel og þróuðum þess vegna dreifnámið, sem hefur gefið gríðarlega góða raun," segir Kristján. Dreifnámið fer þannig fram að kennt er með virkri fjarkennslu á netinu en auk þess koma nemendur í skólann einu sinni í mánuði til að vinna að verkefnum. Vikulega hittist hópurinn svo á spjallrás á netinu þar sem rætt er um námsefnið og þannig myndast samstaða og stemning í hópnum. Nýja námið sem boðið verður upp á í haust stendur nemendum til boða hvort sem þeir kjósa að stunda hefðbundinn dagskóla eða dreifnám. Nám Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Borgarholtsskóli hefur frá upphafi lagt áherslu á upplýsingatækni og meðal þess sem hefur verið í boði um skeið er nám í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut og fjölmiðlatækninám á upplýsinga- og fjölmiðlabraut á verknámssviði. Nú hefur verið unnið að breytingum á námskrá skólans og í haust verður í fyrsta skipti boðið upp á námsleiðir þar sem listnámið og fjölmiðlatækninámið tvinnast saman. Nemendur sem innrita sig í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut taka sameiginlegan kjarna í list- og fjölmiðlatæknigreinum en geta svo valið hvort þeir taka margmiðlunarkjörsvið, þar sem lögð er áhersla á fagurfræði og hönnun, eða fjölmiðlatæknikjörsvið þar sem tæknilega hliðin fær meira vægi. Um þriggja ára nám er að ræða, sem veitir nemendum góðan grunn fyrir áframhaldandi listnám og býr þá jafnframt undir störf á fjölmiðlum. Kristján Ari Arason, fagstjóri í fjölmiðlagreinum við Borgarholtsskóla, segir að samtvinnun listnáms og iðnnáms með þessum hætti miði að því að tengja námsbrautir og brjóta niður afmörkun milli greina. "Um áratugaskeið hefur verið gríðarlegt gap á milli verknáms annars vegar og bóknáms hins vegar og listnámið hefur staðið þarna til hliðar. Nú erum við að reyna að brúa þetta bil og gerum það með því að tengja saman þessar námsleiðir sem hafa svo marga snertifleti," segir Kristján og fullyrðir að með samtvinnuninni fái nemendur meira út úr náminu. "Það er ekki nóg að kunna bara á tæknina, maður þarf að skilja hverju maður er að miðla og að sama skapi þarf sá sem vill miðla einhverju að þekkja tæknina og þá möguleika sem hún gefur." Borgarholtsskóli hefur undanfarin ár starfrækt svokallað dreifnám þar sem fagfólk í upplýsinga- og fjölmiðlageiranum hefur fengið tækifæri til að bæta við menntun sína. "Okkur fannst hefðbundin fjarkennsla ekki sinna nemandanum nógu vel og þróuðum þess vegna dreifnámið, sem hefur gefið gríðarlega góða raun," segir Kristján. Dreifnámið fer þannig fram að kennt er með virkri fjarkennslu á netinu en auk þess koma nemendur í skólann einu sinni í mánuði til að vinna að verkefnum. Vikulega hittist hópurinn svo á spjallrás á netinu þar sem rætt er um námsefnið og þannig myndast samstaða og stemning í hópnum. Nýja námið sem boðið verður upp á í haust stendur nemendum til boða hvort sem þeir kjósa að stunda hefðbundinn dagskóla eða dreifnám.
Nám Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira