Belgíska Kongó Þorvaldur Gylfason skrifar 25. maí 2005 00:01 Einn stórvirkasti fjöldamorðingi sögunnar sté aldrei fæti á vígvöllinn, hann sendi menn fyrir sig, þoldi ekki blóð. Leópold II Belgíukonungur er nú að mestu fallinn í gleymsku, en það er of snemmt, eins og Adam Hochschild lýsir í bók sinni Skuggi Leópolds konungs (1998). Leópold fylgdist grannt með ævintýrum landkönnuðanna, sem leituðu að upptökum Nílar. Þegar Stanley sneri aftur heim frá Afríku úr mikilli frægðarför og hafði fundið Livingstone nær dauða en lífi inni í miðjum frumskógi eftir langa leit, þá gerði Leópold boð fyrir Stanley og fékk hann til að fara aftur suður eftir að kaupa land og fílabein – í vísindaskyni, nema hvað. Það hafði ekki farið fram hjá kónginum, að hollenzkur nýlenduliðsforingi, Peter Minuit, hafði keypt Manhattan af indjánum fyrir 24 dollara. Stanley beit á agnið og gerði eina 450 landakaupsamninga með óskoruðum nýtingarrétti fyrir hönd Leópolds. Ættbálkahöfðingjarnir í Kongó kunnu hvorki að lesa né skrifa og gerðu sér enga grein fyrir því, að þeir voru að selja frá sér land og fólk. Það var eftir miklu að slægjast: Kongó var 80 sinnum stærri en Belgía að flatarmáli: meira flæmi en England, Frakkland, Þýzkaland, Spánn og Ítalía samanlagt. Bandaríkjamenn viðurkenndu yfirráð Leópolds yfir Belgísku Kongó 1884, og Frakkar gerðu sama skömmu síðar. Landamærin voru innsigluð með samningum á Berlínarfundinum 1885. Og þá hófst gúmmíæðið. Þannig vildi til, að John Dunlop dýralæknir á Írlandi var að dytta að reiðhjóli sonar síns og datt þá ofan á loftfyllta gúmmídekkið. Þessi uppfinning kom sér vel fyrir Leópold, því að í Kongó var nóg af gúmmítrjám: nú lét hann sína menn þar suður frá þröngva innfæddum til að vinna gúmmí baki brotnu. Konum og börnum var haldið í gíslingu á meðan; ef menn skoruðust undan, voru konurnar drepnar og börnin. Vinnulaun voru bönnuð með lögum, og verzlunareinokun var komið á. Belgíska Kongó var óskoruð einkaeign Leópolds konungs í 23 ár, 1885-1908. Lífið lék við hann. Harðstjórnin spurðist út. Bandaríski rithöfundurinn Mark Twain var í hópi þeirra, sem skáru upp herör gegn þrælahaldinu í Kongó. Brezki höfundurinn Joseph Conrad fór um svæðið og skrifaði skáldsögu um ástandið (Heart of Darkness, 1902). Leópold brást við áreitinu með því að múta blaðamönnum, ritstjórum og stjórnmálamönnum í stórum stíl og stofnaði m.a.s. eigið forlag til að gefa út bækur í þágu nýlendukúgunarinnar og árásir á andstæðinga sína, en þeir gáfu sig ekki. Skipin, sem fluttu fílabein og gúmmí í tonnatali frá Kongó til Evrópu, fluttu nær ekkert til baka annað en byssur og kúlur. Fyrir hverja kúlu þurfti herinn í Kongó skv. tilskipun að skila einni afhöggvinni hendi á móti. En menn Leópolds höfðu líka gaman af villidýraveiðum og hjuggu þá hendurnar af lifandi fólki til að standa í skilum. Afskornir útlimir voru vörumerki nýlendustjórnarinnar. Bretar sendu mann suður eftir til að skrifa skýrslu um ástandið. Á endanum, 1908, neyddist belgíska stjórnin vegna vondrar pressu til að taka við rekstri nýlendunnar, yfirtók allar skuldir og greiddi kónginum skaðabætur. Ég heyri fyrir mér ræðurnar, sem hann hlýtur að hafa haldið um helgi eignarréttarins. Stjórnartíð hans kostaði 8-10 milljónir mannslífa. Leópold II var ekki einn um ódæðisverk í Afríku. Ferill annarra nýlenduvelda er einnig blóði drifinn. En Leópold var stórtækastur. Nýlenduveldin skildu ekki eftir sig lýðræði eins og þau bjuggu við heima fyrir, heldur harðýðgi, einræði og arðrán. Það hefur ekki reynzt auðvelt fyrir Afríkuþjóðir að brjótast undan skugganum. Þegar Kongó hlaut sjálfstæði 1960, höfðu 30 heimamenn lokið háskólaprófi: þar voru engir verkfræðingar, engir læknar, engir búfræðingar. Fólkið stóð þarna með tvær hendur tómar (og kopar, gull, demanta, olíu, úraníum). Í hátíðarræðu sinni við sjálfstæðistökuna sagði Baldvin Belgíukonungur: ,"Nú stendur það upp á ykkur, herrar mínir, að sýna, að þið séuð trausts okkar verðir." Helzti stjórnmálaforingi landsins, dr. Patrice Lúmúmba, var myrtur m.a. skv. tilskipun Eisenhowers Bandaríkjaforseta. Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var einnig myrtur í Kongó, trúlega að undirlagi belgískra viðskiptajöfra, sem vildu fá að sitja að auðlindum landsins í friði. Móbútú hershöfðingi var ekki lengi að velja sér fyrirmynd, þegar hann náði völdum í landinu 1965. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun
Einn stórvirkasti fjöldamorðingi sögunnar sté aldrei fæti á vígvöllinn, hann sendi menn fyrir sig, þoldi ekki blóð. Leópold II Belgíukonungur er nú að mestu fallinn í gleymsku, en það er of snemmt, eins og Adam Hochschild lýsir í bók sinni Skuggi Leópolds konungs (1998). Leópold fylgdist grannt með ævintýrum landkönnuðanna, sem leituðu að upptökum Nílar. Þegar Stanley sneri aftur heim frá Afríku úr mikilli frægðarför og hafði fundið Livingstone nær dauða en lífi inni í miðjum frumskógi eftir langa leit, þá gerði Leópold boð fyrir Stanley og fékk hann til að fara aftur suður eftir að kaupa land og fílabein – í vísindaskyni, nema hvað. Það hafði ekki farið fram hjá kónginum, að hollenzkur nýlenduliðsforingi, Peter Minuit, hafði keypt Manhattan af indjánum fyrir 24 dollara. Stanley beit á agnið og gerði eina 450 landakaupsamninga með óskoruðum nýtingarrétti fyrir hönd Leópolds. Ættbálkahöfðingjarnir í Kongó kunnu hvorki að lesa né skrifa og gerðu sér enga grein fyrir því, að þeir voru að selja frá sér land og fólk. Það var eftir miklu að slægjast: Kongó var 80 sinnum stærri en Belgía að flatarmáli: meira flæmi en England, Frakkland, Þýzkaland, Spánn og Ítalía samanlagt. Bandaríkjamenn viðurkenndu yfirráð Leópolds yfir Belgísku Kongó 1884, og Frakkar gerðu sama skömmu síðar. Landamærin voru innsigluð með samningum á Berlínarfundinum 1885. Og þá hófst gúmmíæðið. Þannig vildi til, að John Dunlop dýralæknir á Írlandi var að dytta að reiðhjóli sonar síns og datt þá ofan á loftfyllta gúmmídekkið. Þessi uppfinning kom sér vel fyrir Leópold, því að í Kongó var nóg af gúmmítrjám: nú lét hann sína menn þar suður frá þröngva innfæddum til að vinna gúmmí baki brotnu. Konum og börnum var haldið í gíslingu á meðan; ef menn skoruðust undan, voru konurnar drepnar og börnin. Vinnulaun voru bönnuð með lögum, og verzlunareinokun var komið á. Belgíska Kongó var óskoruð einkaeign Leópolds konungs í 23 ár, 1885-1908. Lífið lék við hann. Harðstjórnin spurðist út. Bandaríski rithöfundurinn Mark Twain var í hópi þeirra, sem skáru upp herör gegn þrælahaldinu í Kongó. Brezki höfundurinn Joseph Conrad fór um svæðið og skrifaði skáldsögu um ástandið (Heart of Darkness, 1902). Leópold brást við áreitinu með því að múta blaðamönnum, ritstjórum og stjórnmálamönnum í stórum stíl og stofnaði m.a.s. eigið forlag til að gefa út bækur í þágu nýlendukúgunarinnar og árásir á andstæðinga sína, en þeir gáfu sig ekki. Skipin, sem fluttu fílabein og gúmmí í tonnatali frá Kongó til Evrópu, fluttu nær ekkert til baka annað en byssur og kúlur. Fyrir hverja kúlu þurfti herinn í Kongó skv. tilskipun að skila einni afhöggvinni hendi á móti. En menn Leópolds höfðu líka gaman af villidýraveiðum og hjuggu þá hendurnar af lifandi fólki til að standa í skilum. Afskornir útlimir voru vörumerki nýlendustjórnarinnar. Bretar sendu mann suður eftir til að skrifa skýrslu um ástandið. Á endanum, 1908, neyddist belgíska stjórnin vegna vondrar pressu til að taka við rekstri nýlendunnar, yfirtók allar skuldir og greiddi kónginum skaðabætur. Ég heyri fyrir mér ræðurnar, sem hann hlýtur að hafa haldið um helgi eignarréttarins. Stjórnartíð hans kostaði 8-10 milljónir mannslífa. Leópold II var ekki einn um ódæðisverk í Afríku. Ferill annarra nýlenduvelda er einnig blóði drifinn. En Leópold var stórtækastur. Nýlenduveldin skildu ekki eftir sig lýðræði eins og þau bjuggu við heima fyrir, heldur harðýðgi, einræði og arðrán. Það hefur ekki reynzt auðvelt fyrir Afríkuþjóðir að brjótast undan skugganum. Þegar Kongó hlaut sjálfstæði 1960, höfðu 30 heimamenn lokið háskólaprófi: þar voru engir verkfræðingar, engir læknar, engir búfræðingar. Fólkið stóð þarna með tvær hendur tómar (og kopar, gull, demanta, olíu, úraníum). Í hátíðarræðu sinni við sjálfstæðistökuna sagði Baldvin Belgíukonungur: ,"Nú stendur það upp á ykkur, herrar mínir, að sýna, að þið séuð trausts okkar verðir." Helzti stjórnmálaforingi landsins, dr. Patrice Lúmúmba, var myrtur m.a. skv. tilskipun Eisenhowers Bandaríkjaforseta. Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var einnig myrtur í Kongó, trúlega að undirlagi belgískra viðskiptajöfra, sem vildu fá að sitja að auðlindum landsins í friði. Móbútú hershöfðingi var ekki lengi að velja sér fyrirmynd, þegar hann náði völdum í landinu 1965.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun