Herferð gegn dólgum 25. maí 2005 00:01 Fyrsta verk Tonys Blair eftir að hafa verið endurkjörinn er að skera upp herör gegn dólgshætti – einkum meðal unglinga. Athygli bresku pressunnar hefur meðal annars beinst að skóla þar sem ung stúlka varð fyrir barðinu á svokölluðu happy slapping, skemmtun sem felst í því að berja einhvern varnarlausan í klessu og taka mynd af öllu saman. Í öðrum skóla komst upp að ungir nemendur voru að senda á milli sín á GSM símum myndskilaboð af því þegar Kenneth Bigley var tekinn af lífi af hryðjuverkamönnum. Í þessu myndskeiði biðst hann ámáttlega vægðar áður en hann er drepinn. Þetta þótti víst fyndið í umræddum skóla. --- --- --- Á ensku eru þeir sem svona stunda kallaðir yobs. Það er í tísku meðal breskra unglingspilta að tilheyra strákagengjum – til að sporna við því hefur meðal annars verið gripið til þess ráðs að banna hettupeysur og hafnaboltahúfur í verslunarmiðstöðvum. Svo spyrja menn sig hvort agaleysið sé að aukast eða hvort þarna séu bara á ferðinni pólitíkusar sem eru að snapa atkvæði hjá smáborgurum og fjölmiðlar sem ala á móðursýki. Sums staðar hefur notkun svokallaðra asbos verið mjög útbreidd, til dæmis í Manchester sem er jafnvel kölluð Asbo-City. Þetta eru viðvaranir sem hægt er að skella á þá sem verða uppvísir að andfélagslegri hegðun – brjóta rúður, mála á veggi, hrópa ókvæðisorð, pissa á almannafæri. Í þessu felst hótun um að þeim verði refsað endurtaki þeir brotið eða þá að þeim sé bannað að koma á ákveðin svæði. Ef áminningunum er ekki hlýtt er jafnvel loka viðkomandi inni. Það er umdeilt hvað þetta hefur gefið góða raun. Sumir halda því fram að asbo stríði beinlínis gegn mannréttindum – niðurstaðan geti til dæmis verðið sú að ungt fólk lendi í fangelsi fyrir afar smávægileg brot. --- --- --- En breska stjórnin linnir ekki látum. Ein hugmynd sem hefur verið rædd er að setja dólga i skæra appelsínugula búninga meðan þeir gegna samfélagsþjónustu eða hreinsa upp óþverrann eftir sig – þeim til háðungar. Þetta er náttúrlega að amerískri fyrirmynd. Þessi hugmynd hefur reyndar mætt talsverðri andstöðu – og mörgum finnst hún hlægileg. Annað úrræði sem þegar hefur verið gripið til er að banna happy hour, útsölu á áfengi á börum seinnipart dags og fram eftir kvöldi. Allir sem hafa komið til breskra borga þekkja djöfulganginn þar um helga, blindfullan lýðinn sem ranglar þar um með öskrum og óhljóðum – já, það slagar bara hátt upp í Reykjavík. --- --- --- Árni Mathiesen kemur með sérstæða útlistun á mótmælum Breta, Frakka og Þjóðverja gegn hrefnuveiðum Íslendinga. Hann telur í viðtali við Morgunblaðið að þetta sé tilraun ráðamanna í þessum ríkjum til að "beina athyglinni frá þeirra eigin vandamálum". Þetta er vægast sagt frumleg stjórnmálaskýring. Þessi athugasemd sendiherranna mun áreiðanlega hafa mikil áhrif á ESB-kosningarnar í Frakklandi um næstu helgi og líka væntanlegar þingkosningar í Þýskalandi – spurning hvort Chirac og Schröder hafi barasta náð að skera sjálfa sig niður úr snörunni með því að koma hrefnuveiðunum við Ísland inn í umræðuna? Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Hins vegar er alveg rétt hjá Árna að nefna smáhvaladráp í Ermasundi sem er aðallega á ábyrgð Frakka. Í því tilfelli má vel segja: Þeim ferst. --- --- --- Hér á vefnum og víðar hefur verið nokkuð lífleg umræða um helstu morðingja 20. aldar. Ég rakst á þennan vef þar sem reynt er að halda bókhald yfir þessa blóði drifnu öld, allt frá fyrri heimstyrjöldinni til fjöldamorðanna í Rúanda. Þarna eru dregnar saman ýmsar heimildir um helstu ódæðisverkin, þeim ber ekki alltaf saman. Maður sér samt ekki betur en að stjórn Maós í Kína eigi metið – 40 milljón mannslíf. --- --- --- – "Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt," sagði Kári þar sem við sátum eitt kvöldið og horfðum á eina af Star Wars-myndunum í sjónvarpinu. Það var greinilegt hvað honum fannst skemmtilegast: – "Ég vil sjá marsbúa". Svo var geimgengillinn að fljúga með erfiðismunum í gegnum ógurlega smástirnaþyrpingu. – "Það eru kúkar í sjónvarpinu!" – "Ha, er það?" Svo stímdi hann á eitt smástirnið. – "Eða bara einn kúkur?" --- --- --- Bendi svo á umfjöllun á öðrum stað á síðunni um bókina Wolves Eat Dogs eftir MartinCruz Smith. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fyrsta verk Tonys Blair eftir að hafa verið endurkjörinn er að skera upp herör gegn dólgshætti – einkum meðal unglinga. Athygli bresku pressunnar hefur meðal annars beinst að skóla þar sem ung stúlka varð fyrir barðinu á svokölluðu happy slapping, skemmtun sem felst í því að berja einhvern varnarlausan í klessu og taka mynd af öllu saman. Í öðrum skóla komst upp að ungir nemendur voru að senda á milli sín á GSM símum myndskilaboð af því þegar Kenneth Bigley var tekinn af lífi af hryðjuverkamönnum. Í þessu myndskeiði biðst hann ámáttlega vægðar áður en hann er drepinn. Þetta þótti víst fyndið í umræddum skóla. --- --- --- Á ensku eru þeir sem svona stunda kallaðir yobs. Það er í tísku meðal breskra unglingspilta að tilheyra strákagengjum – til að sporna við því hefur meðal annars verið gripið til þess ráðs að banna hettupeysur og hafnaboltahúfur í verslunarmiðstöðvum. Svo spyrja menn sig hvort agaleysið sé að aukast eða hvort þarna séu bara á ferðinni pólitíkusar sem eru að snapa atkvæði hjá smáborgurum og fjölmiðlar sem ala á móðursýki. Sums staðar hefur notkun svokallaðra asbos verið mjög útbreidd, til dæmis í Manchester sem er jafnvel kölluð Asbo-City. Þetta eru viðvaranir sem hægt er að skella á þá sem verða uppvísir að andfélagslegri hegðun – brjóta rúður, mála á veggi, hrópa ókvæðisorð, pissa á almannafæri. Í þessu felst hótun um að þeim verði refsað endurtaki þeir brotið eða þá að þeim sé bannað að koma á ákveðin svæði. Ef áminningunum er ekki hlýtt er jafnvel loka viðkomandi inni. Það er umdeilt hvað þetta hefur gefið góða raun. Sumir halda því fram að asbo stríði beinlínis gegn mannréttindum – niðurstaðan geti til dæmis verðið sú að ungt fólk lendi í fangelsi fyrir afar smávægileg brot. --- --- --- En breska stjórnin linnir ekki látum. Ein hugmynd sem hefur verið rædd er að setja dólga i skæra appelsínugula búninga meðan þeir gegna samfélagsþjónustu eða hreinsa upp óþverrann eftir sig – þeim til háðungar. Þetta er náttúrlega að amerískri fyrirmynd. Þessi hugmynd hefur reyndar mætt talsverðri andstöðu – og mörgum finnst hún hlægileg. Annað úrræði sem þegar hefur verið gripið til er að banna happy hour, útsölu á áfengi á börum seinnipart dags og fram eftir kvöldi. Allir sem hafa komið til breskra borga þekkja djöfulganginn þar um helga, blindfullan lýðinn sem ranglar þar um með öskrum og óhljóðum – já, það slagar bara hátt upp í Reykjavík. --- --- --- Árni Mathiesen kemur með sérstæða útlistun á mótmælum Breta, Frakka og Þjóðverja gegn hrefnuveiðum Íslendinga. Hann telur í viðtali við Morgunblaðið að þetta sé tilraun ráðamanna í þessum ríkjum til að "beina athyglinni frá þeirra eigin vandamálum". Þetta er vægast sagt frumleg stjórnmálaskýring. Þessi athugasemd sendiherranna mun áreiðanlega hafa mikil áhrif á ESB-kosningarnar í Frakklandi um næstu helgi og líka væntanlegar þingkosningar í Þýskalandi – spurning hvort Chirac og Schröder hafi barasta náð að skera sjálfa sig niður úr snörunni með því að koma hrefnuveiðunum við Ísland inn í umræðuna? Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Hins vegar er alveg rétt hjá Árna að nefna smáhvaladráp í Ermasundi sem er aðallega á ábyrgð Frakka. Í því tilfelli má vel segja: Þeim ferst. --- --- --- Hér á vefnum og víðar hefur verið nokkuð lífleg umræða um helstu morðingja 20. aldar. Ég rakst á þennan vef þar sem reynt er að halda bókhald yfir þessa blóði drifnu öld, allt frá fyrri heimstyrjöldinni til fjöldamorðanna í Rúanda. Þarna eru dregnar saman ýmsar heimildir um helstu ódæðisverkin, þeim ber ekki alltaf saman. Maður sér samt ekki betur en að stjórn Maós í Kína eigi metið – 40 milljón mannslíf. --- --- --- – "Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt," sagði Kári þar sem við sátum eitt kvöldið og horfðum á eina af Star Wars-myndunum í sjónvarpinu. Það var greinilegt hvað honum fannst skemmtilegast: – "Ég vil sjá marsbúa". Svo var geimgengillinn að fljúga með erfiðismunum í gegnum ógurlega smástirnaþyrpingu. – "Það eru kúkar í sjónvarpinu!" – "Ha, er það?" Svo stímdi hann á eitt smástirnið. – "Eða bara einn kúkur?" --- --- --- Bendi svo á umfjöllun á öðrum stað á síðunni um bókina Wolves Eat Dogs eftir MartinCruz Smith.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun