Viðskipti innlent

Nöfn bjóðenda í Símann birt

Einkavæðingarnefnd hefur birt nöfn þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem buðu í Símann en fjórtán óbindandi tilboð bárust í hlut ríkisins í fyrirtækinu. Að baki tilboðunum stóðu 37 fjárfestar, m.a. fjárfestahópur sem í eru Atorka Group, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson og fl. og fjárfestahópur sem samdi við Almenning og í eru Burðarás, Kaupfélag Eyfirðinga, Ólafur Jóhann Ólafsson og fl. Einnig er um að ræða fjárfestahóp sem í eru Kaupþing Banki, Lífeyrissjóðir og MP-fjárfestingabanki. Meðal erlendra fjárfesta eru Providence Equity Partners á Bretlandi og fjárfestahópurinn Altia sem í eru Sun Capital og TDR Capital á Bretlandi. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur nú að tillögu ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanley ákveðið að bjóða tólf fjárfestum og hópum að afla sér frekari upplýsingar um Símann í því augnamiði að gera bindandi tilboð í fyrirtækið í júlílok. Þeir eru í stafrófsröð: 1.  Advent International 2.  Fjárfestahópurinn Altia sem í eru: - David Ross - Capricorn Ventures BVI - Sun Capital - TDR Capital 3.  Apollo Management V, L.P 4.  Fjárfestahópur sem í eru: - Atorka Group hf. - Frosti Bergsson - Jón Helgi Guðmundsson - Jón Snorrason - Sturla Snorrason 5. Fjárfestahópur sem í eru: - Burðarás hf. - Kaupfélag Eyfirðinga svf. - Ólafur Jóhann Ólafsson LLC - Talsímafélagið ehf. - Tryggingamiðstöðin hf. 6. Fjárfestahópur sem í eru: - Cinven Limited - Straumur fjárfestingarbanki 7. Fjárfestahópur sem í eru: - Exista ehf. - Kaupþing Banki hf. - Lífeyrissjóður verslunarmanna - Lífeyrissjóður sjómanna - Sameinaði lífeyrissjóðurinn - Samvinnulífeyrissjóðurinn - MP fjárfestingarbanki - Skúli Þorvaldsson 8. Fjárfestahópur sem í eru: - Hellman og Friedman Europe Limited - Warburg Pincus LLC - D8 ehf. 9. Madison Dearborn Partners LLC 10. Providence Equity Partners Ltd. 11. Fjárfestahópur sem í eru: - Ripplewood - MidOcean - Íslandsbanki 12. Thomas H. Lee Partners L.P. Af þeim sem buðu í Símann voru tveir erlendir fjárfestar útilokaðir frá því að gera bindandi tilboð, Summit Partners Ltd. (Bretlandi) og Telesonique S.A. (Sviss).





Fleiri fréttir

Sjá meira


×