Death By Degrees 26. maí 2005 00:01 Tekken’s Nina Willams in: Death By Degrees er fulla nafnið á leiknum sem ég fékk í hendurnar um daginn. Þetta er leikur sem Tekken aðdáendur hafa beðið lengi eftir, því að í honum er fylgst með einmenningsævintýrum hennar Ninu Williams, sem gerði einmitt garðinn grænan í Tekken leikjunum frægu. Mennirnir hjá Namco höfðu lofað frábærri grafík og spilun sem myndi gleðja alla leikmenn, allt frá hörðustu Tekken aðdáendum til allra hinna. Þá er bara spurningin, náðu þeir að standa við stóru orðin? Í byrjun leiksins er það fyrsta sem maður sér grafík í hágæðum, þar sem hún Nina vinkona okkar er sýnd taka nokkra glímukappa illilega í nefið. Það kemur í ljós að hún er að keppa í slagsmálakeppni á skemmtiferðaskipi í eigu undirheimasamtaka og hún hefur verið send þar inn undir dulargervi sem njósnari í þessu sameiginlega verkefni milli CIA og MI6. Hún, auk nokkurra annarra útsendara, er þarna á skipinu til að finna.....eitthvað. Leikurinn gefur nefnilega aldrei almennilega í ljós hvað það er sem maður er að finna, eða hver tilgangurinn er. Það eina sem maður veit er það að allt hefur farið illilega í hundana, og núna getur Nina ekki lengur dulbúist og verður að berja sér leið í gegnum heilu hópana of öryggisvörðum, til að ná markmiði sínu. Leikurinn notar slagsmálakerfi sem er tiltölulega nýtt. Það felst í því að í stað þess að nota takkana á PS2 fjarstýringunni, er einungis notast við hægri stýripinnann í bardaga. Það þýðir einfaldega að þú beinir pinnanum í átt að þeim andstæðing sem þig langar að kýla í andlitið í það og það skiptið. Þér stendur til boða að kaupa nýjar hreyfingar þegar þú kemst áfram í leiknum, en það er ekkert sem að breytir neinu. Flestar þessar hreyfingar eru fáránlega flóknar í framkvæmingu, og það er í raun miklu auðveldara að sparka bara ítrekað í fésið á þeim einstakling sem er fyrir þér. Það eru einnig mörg vopn í leiknum sem hægt er að finna, en eins og hreyfingarnar sem hægt er að kaupa, breyta þær engu og gera í raun ekkert gagn og það er bara auðveldara að sleppa þeim alveg. Auk þessara hreyfinga, getur Nina notað sérstaka árás. Þegar þessi árás er framkvæmd sér maður andstæðingana í nokkurs konar “röntgensjón”. Þá sjást viðkvæmir blettir á þeim sem maður getur síðan ráðist á og þá fær maður að sjá áhrifamikið myndskeið þar sem Nina hreinlega mölbrýtur öll bein sem verða fyrir höggi. Þótt að þessi lýsing hljómi frábærlega þá nær leikurinn bara ekki að gera þetta á áhugaverðan hátt. Flestar hreyfingarnar sem Nina notar í svona “special” árásum eru mjög klunnalegar, og tíminn sem fer í það að sýna þessi myndbrot er hreinlega alltof langur, þannig að spilarinn hreinlega dettur algerlega úr stemningunni. Í byrjun leiksins eru þessar sérstöku árásir alltaf banvænar, en þegar leikurinn þróast, eru sumir óvinir færir um að standa aftur upp og halda áfram að berjast. Þótt að leikurinn sé ekki beint að sækjast eftir því að vera raunverulegur, þá er aðeins of langt gengið að ætlast til þess að maður haldi áfram að slást við öryggisvörð þegar maður horfði á höfuðkúpuna í honum brotna niður í sameindir 3 sekúndum fyrr. Death by Degrees er yfirfullur af litlum fáránlegum göllum, sem hreinlega gera leikinn hálfóþolandi. Í hvert sinn sem Nina yfirgefur herbergi til að halda áfram ferð sinni, koma langir hleðslutímar, sem ættu ekki að sjást í PS2 leikjum nútímans. Það er einnig hálfómögulegt að lesa almennilega af kortinu sem leikurinn lætur manni í té, þannig að allir sem spila þennan leik, munu án efa eyða meirihluta þessa tíma í endalaust rölt um þrönga ganga í leit að dyrum eða stiga, sem mun leiða mann á rétta braut. Þótt að grafíkin sé á mestan hátt mjög góð, þá er alltaf hægt að gera betur. Umhverfin og manneskjurnar líta mjög vel út, þótt að hreyfingarnar á persónunum í leiknum líkist varla hreyfingum andlega heilbrigðs manns. Þær eru klunnalegar, hægar, og í raun bara fáránlegar. Það má samt benda á það, að þrátt fyrir þennan galla, hafa hönnuðirnir gefið sér góðan tíma í það að skapa brjóst á Ninu sem hreyfast á sem eðlilegastan hátt í samræmi við líkamann. Fínn aukahlutur, en það er ekkert nýtt þar á ferð, og býður ekki upp á neitt til að bæta upp fyrir þau risastóru mistök sem fylla þennan leik. Raddleikurinn er alveg hreint út sagt hlægilegur. “Leikararnir” ná á engan hátt að skapa neina stemningu. Þótt að aðstæður kalli á sterkar tilfinningar hjá Ninu og samstarfsfélögum hennar, hefur maður það óneitanlega á tilfinningunni að maður sé einfaldlega að horfa á lélega spænska sápuóperu. Niðurstaða: Death by Degrees er leikur sem reynir að vera virkilega frumlegur á mörgum sviðum, en skýtur sjálfan sig á kaf með lélegri og hægri spilun, illa upp settum myndbrotum, löngum hleðslutímum og lélegri raddsetningu. Ég mæli ekki með þessum leik, ekki einu sinni fyrir hörðustu Tekken aðdáendurna þarna úti. Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Tekken’s Nina Willams in: Death By Degrees er fulla nafnið á leiknum sem ég fékk í hendurnar um daginn. Þetta er leikur sem Tekken aðdáendur hafa beðið lengi eftir, því að í honum er fylgst með einmenningsævintýrum hennar Ninu Williams, sem gerði einmitt garðinn grænan í Tekken leikjunum frægu. Mennirnir hjá Namco höfðu lofað frábærri grafík og spilun sem myndi gleðja alla leikmenn, allt frá hörðustu Tekken aðdáendum til allra hinna. Þá er bara spurningin, náðu þeir að standa við stóru orðin? Í byrjun leiksins er það fyrsta sem maður sér grafík í hágæðum, þar sem hún Nina vinkona okkar er sýnd taka nokkra glímukappa illilega í nefið. Það kemur í ljós að hún er að keppa í slagsmálakeppni á skemmtiferðaskipi í eigu undirheimasamtaka og hún hefur verið send þar inn undir dulargervi sem njósnari í þessu sameiginlega verkefni milli CIA og MI6. Hún, auk nokkurra annarra útsendara, er þarna á skipinu til að finna.....eitthvað. Leikurinn gefur nefnilega aldrei almennilega í ljós hvað það er sem maður er að finna, eða hver tilgangurinn er. Það eina sem maður veit er það að allt hefur farið illilega í hundana, og núna getur Nina ekki lengur dulbúist og verður að berja sér leið í gegnum heilu hópana of öryggisvörðum, til að ná markmiði sínu. Leikurinn notar slagsmálakerfi sem er tiltölulega nýtt. Það felst í því að í stað þess að nota takkana á PS2 fjarstýringunni, er einungis notast við hægri stýripinnann í bardaga. Það þýðir einfaldega að þú beinir pinnanum í átt að þeim andstæðing sem þig langar að kýla í andlitið í það og það skiptið. Þér stendur til boða að kaupa nýjar hreyfingar þegar þú kemst áfram í leiknum, en það er ekkert sem að breytir neinu. Flestar þessar hreyfingar eru fáránlega flóknar í framkvæmingu, og það er í raun miklu auðveldara að sparka bara ítrekað í fésið á þeim einstakling sem er fyrir þér. Það eru einnig mörg vopn í leiknum sem hægt er að finna, en eins og hreyfingarnar sem hægt er að kaupa, breyta þær engu og gera í raun ekkert gagn og það er bara auðveldara að sleppa þeim alveg. Auk þessara hreyfinga, getur Nina notað sérstaka árás. Þegar þessi árás er framkvæmd sér maður andstæðingana í nokkurs konar “röntgensjón”. Þá sjást viðkvæmir blettir á þeim sem maður getur síðan ráðist á og þá fær maður að sjá áhrifamikið myndskeið þar sem Nina hreinlega mölbrýtur öll bein sem verða fyrir höggi. Þótt að þessi lýsing hljómi frábærlega þá nær leikurinn bara ekki að gera þetta á áhugaverðan hátt. Flestar hreyfingarnar sem Nina notar í svona “special” árásum eru mjög klunnalegar, og tíminn sem fer í það að sýna þessi myndbrot er hreinlega alltof langur, þannig að spilarinn hreinlega dettur algerlega úr stemningunni. Í byrjun leiksins eru þessar sérstöku árásir alltaf banvænar, en þegar leikurinn þróast, eru sumir óvinir færir um að standa aftur upp og halda áfram að berjast. Þótt að leikurinn sé ekki beint að sækjast eftir því að vera raunverulegur, þá er aðeins of langt gengið að ætlast til þess að maður haldi áfram að slást við öryggisvörð þegar maður horfði á höfuðkúpuna í honum brotna niður í sameindir 3 sekúndum fyrr. Death by Degrees er yfirfullur af litlum fáránlegum göllum, sem hreinlega gera leikinn hálfóþolandi. Í hvert sinn sem Nina yfirgefur herbergi til að halda áfram ferð sinni, koma langir hleðslutímar, sem ættu ekki að sjást í PS2 leikjum nútímans. Það er einnig hálfómögulegt að lesa almennilega af kortinu sem leikurinn lætur manni í té, þannig að allir sem spila þennan leik, munu án efa eyða meirihluta þessa tíma í endalaust rölt um þrönga ganga í leit að dyrum eða stiga, sem mun leiða mann á rétta braut. Þótt að grafíkin sé á mestan hátt mjög góð, þá er alltaf hægt að gera betur. Umhverfin og manneskjurnar líta mjög vel út, þótt að hreyfingarnar á persónunum í leiknum líkist varla hreyfingum andlega heilbrigðs manns. Þær eru klunnalegar, hægar, og í raun bara fáránlegar. Það má samt benda á það, að þrátt fyrir þennan galla, hafa hönnuðirnir gefið sér góðan tíma í það að skapa brjóst á Ninu sem hreyfast á sem eðlilegastan hátt í samræmi við líkamann. Fínn aukahlutur, en það er ekkert nýtt þar á ferð, og býður ekki upp á neitt til að bæta upp fyrir þau risastóru mistök sem fylla þennan leik. Raddleikurinn er alveg hreint út sagt hlægilegur. “Leikararnir” ná á engan hátt að skapa neina stemningu. Þótt að aðstæður kalli á sterkar tilfinningar hjá Ninu og samstarfsfélögum hennar, hefur maður það óneitanlega á tilfinningunni að maður sé einfaldlega að horfa á lélega spænska sápuóperu. Niðurstaða: Death by Degrees er leikur sem reynir að vera virkilega frumlegur á mörgum sviðum, en skýtur sjálfan sig á kaf með lélegri og hægri spilun, illa upp settum myndbrotum, löngum hleðslutímum og lélegri raddsetningu. Ég mæli ekki með þessum leik, ekki einu sinni fyrir hörðustu Tekken aðdáendurna þarna úti.
Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira