Call OF Duty Fines Hour 27. maí 2005 00:01 Ég var nokkuð spenntur þegar ég skellti Finest Hour í Playstation vélina enda hefur Call Of Duty valdið usla í PC heiminum. Leikurinn er fyrstu persónu skotleikur sem gerist í seinni heimstyrjöldinni og spilast frá sjónarhorni Rússa, Breta og Ameríkana. Spilarinn flakkar á milli Rússlands, Afríku og Evrópu og er markmiðið að sjálfsögðu að brjóta her Hitlers á bak aftur. Leikurinn byrjar í orrustunni um Stalingrad og minnir upphafsborðið óneitanlega á atriði úr kvikmyndinni Enemy at the Gates. Spilarinn leikur ekki einn karakter heldur skiptist spilamennskan á milli margra karaktera sem gerir það að verkum að söguþráðurinn týnist og tenging persónanna verður óskýr. Sagan er sögð með stuttum myndbrotum og kynningum á verkefnum hverju sinni. Þó svo hugmyndin sé að skapa fjölbreytni í leiknum þá nær hún ekki settu takmarki. Í Rússlandi kynnist maður óreiðunni í Stalingrad enda um blóðbað að ræða og ná verkefnin ágætis flugi í spennu og hasar. Liðsheildin hjálpast að og getur spilarinn skipað bardagafélögum sínum fyrir, reyndar að mjög takmörkuðu leiti. Verkefnin fylgja hverjum karakter eftir þannig að sumir bardagarnir eru háðir á skriðdreka eða sem t.d. leyniskytta, sprengjusérfræðingur, fótgönguliði og ræðst það af hvaða karakter spilarinn er að leika hverju sinni. Spilunin er ansi heft og má sérstaklega nefna að nánast ómögulegt er að miða í leiknum, nema með leyniskytturiffli. Grafíkin í leiknum er í meðallagi og það eru engar nýjungar að finna. Hljóðvinnslan gerir sitt hlutverk og tónlistin lyftir undir seinni heimstyrjaldar stemmingu en það er líka allt og sumt. Gervigreindin í leiknum er stirð og á köflum eru óvinirnir alveg úti á þekju, hlaupa beint í byssukjaft spilarans eins og þeir séu ónæmir fyrir byssukúlum. Á köflum eru andstæðingar fastir í borðunum á steini eða við tré, það er ávallt merki um slaka forritunarvinnslu. Þrátt fyrir að leikurinn er sérstaklega hannaður fyrir PS2 þá leikur grunur á að framleiðendur eru að græða á Call Of Duty nafninu. Ef markmiðið væri að gera alvöru skotleik þá missa þeir algjörlega marks enda er ekkert hér nýtt undir sólinni. Þó svo Playstation vélin sé komin til ára sinna þá getur hún ráðið við mun meira en Call Of duty Finest Hour hefur uppá að bjóða. Semsagt fyrir mitt leiti varð ég fyrir vonbrigðum og gef leiknum falleinkunn. Niðurstaða: Enn einn fyrstu persónu skotleikur sem gerist í seinni heimstyrjöldinni. Byggður á vinsælum PC leik en nær ekki að skila þeim gæðum sem búist var við. Skotleikur í meðallagi, uppfullur af göllum. Vonbrigði. Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: Spark Unlimited Útgefandi: Activision Heimasíða: www.callofduty.com Franz Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Ég var nokkuð spenntur þegar ég skellti Finest Hour í Playstation vélina enda hefur Call Of Duty valdið usla í PC heiminum. Leikurinn er fyrstu persónu skotleikur sem gerist í seinni heimstyrjöldinni og spilast frá sjónarhorni Rússa, Breta og Ameríkana. Spilarinn flakkar á milli Rússlands, Afríku og Evrópu og er markmiðið að sjálfsögðu að brjóta her Hitlers á bak aftur. Leikurinn byrjar í orrustunni um Stalingrad og minnir upphafsborðið óneitanlega á atriði úr kvikmyndinni Enemy at the Gates. Spilarinn leikur ekki einn karakter heldur skiptist spilamennskan á milli margra karaktera sem gerir það að verkum að söguþráðurinn týnist og tenging persónanna verður óskýr. Sagan er sögð með stuttum myndbrotum og kynningum á verkefnum hverju sinni. Þó svo hugmyndin sé að skapa fjölbreytni í leiknum þá nær hún ekki settu takmarki. Í Rússlandi kynnist maður óreiðunni í Stalingrad enda um blóðbað að ræða og ná verkefnin ágætis flugi í spennu og hasar. Liðsheildin hjálpast að og getur spilarinn skipað bardagafélögum sínum fyrir, reyndar að mjög takmörkuðu leiti. Verkefnin fylgja hverjum karakter eftir þannig að sumir bardagarnir eru háðir á skriðdreka eða sem t.d. leyniskytta, sprengjusérfræðingur, fótgönguliði og ræðst það af hvaða karakter spilarinn er að leika hverju sinni. Spilunin er ansi heft og má sérstaklega nefna að nánast ómögulegt er að miða í leiknum, nema með leyniskytturiffli. Grafíkin í leiknum er í meðallagi og það eru engar nýjungar að finna. Hljóðvinnslan gerir sitt hlutverk og tónlistin lyftir undir seinni heimstyrjaldar stemmingu en það er líka allt og sumt. Gervigreindin í leiknum er stirð og á köflum eru óvinirnir alveg úti á þekju, hlaupa beint í byssukjaft spilarans eins og þeir séu ónæmir fyrir byssukúlum. Á köflum eru andstæðingar fastir í borðunum á steini eða við tré, það er ávallt merki um slaka forritunarvinnslu. Þrátt fyrir að leikurinn er sérstaklega hannaður fyrir PS2 þá leikur grunur á að framleiðendur eru að græða á Call Of Duty nafninu. Ef markmiðið væri að gera alvöru skotleik þá missa þeir algjörlega marks enda er ekkert hér nýtt undir sólinni. Þó svo Playstation vélin sé komin til ára sinna þá getur hún ráðið við mun meira en Call Of duty Finest Hour hefur uppá að bjóða. Semsagt fyrir mitt leiti varð ég fyrir vonbrigðum og gef leiknum falleinkunn. Niðurstaða: Enn einn fyrstu persónu skotleikur sem gerist í seinni heimstyrjöldinni. Byggður á vinsælum PC leik en nær ekki að skila þeim gæðum sem búist var við. Skotleikur í meðallagi, uppfullur af göllum. Vonbrigði. Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: Spark Unlimited Útgefandi: Activision Heimasíða: www.callofduty.com
Franz Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira