MX vs ATV: Unleashed 2. júní 2005 00:01 MX vs ATV er kappaksturs og torfæruleikur sem gefur manni tækifæri til að upplifa þá spennu og þann hasar sem fylgir því að vera atvinnumaður í torfæruakstri. Eins og nafnið gefur til að kynna er hægt að velja á milli tveggja farartækja, torfæruhjóla eða fjórhjóla. MX vs ATV býður eiginlega upp á allt sem aðdáendur torfæruíþrótta gætu óskað sér. Það má með sanni segja að þessi leikur er ekki fyrir þá sem hafa lélega samhæfingu á milli augna og handa. Leikurinn er með leikkerfi sem felur það í sér að þú getur lengt stökkin þín verulega. Þetta gerirðu með því að nota demparana. Þú einfaldlega ýtir aftur á bak og síðan áfram með vinstri analog stýripinnanum og, ef þú gerir það á réttum tíma, færðu nægan kraft til að geta flogið í gegnum loftið. Það krefst nokkurrar hæfni að geta notað þessa tækni til að ná sem bestum árangri. Ef þú sleppir aðeins of seint þá gætirðu skollið beint á hallan á næstu hæð, og ef þú sleppir of seint taparðu hraða og gætir jafnvel misst stöðuna þína í kappakstrinum. Þessvegna snýst leikurinn ekki um það á hvernig farartæki þú ert. Í raun er mjög lítill munur á mismunandi fjórhjólum og mótorhjólum. Í staðinn veltur þetta allt á þinni hæfni til að velja nákvæmlega rétta tímann til að stökkva, og þá hversu langt. Þótt að leikurinn snúist að mestu eingöngu um fjórhjól og mótorhjól þá eru önnur farartæki í boði sem er hægt að notfæra sér í nokkrum ákveðnum keppnum. Meðal þessara farartækja eru golfkerrur, tröllatrukkar, þyrlur og já, flugvélar. Þótt að þetta hljómi allt saman mjög spennandi þá eru flest þessara farartækja ekkert öðruvísi í akstri en mótor- og fjórhjólin. Þau eru alveg eins í meðhöndlun og bjóða ekki upp á neitt óhefðbundið. Hinsvegar eru þyrlurnar og flugvélarnar önnur saga. Stýrikerfið á þeim er stíft og illa hannað. Það getur beinlínis reynst hálfómögulegt að ætla sér að ná almennilegum árangri með þessum ferlíkjum sem vilja ekkert láta að stjórn. Sem betur fer eru þær brautir sem krefjast fljúgandi farartækis fáar. Grafíkin brýtur engin blöð í sögunni. Hún er ekkert slæm, en er heldur ekki neitt sem hægt er að hrópa húrra fyrir. Umhverfin eru gróf og alls ekki vandlega gerð. Persónurnar í leiknum eru ágætlega gerðar, en þegar ökumennirnir kastast af hjólunum þá mætti halda að þeir veru gerðir úr hörðu plasti frekar en holdi og beini. Vélarnar sjálfar er hinsvegar mjög vel gerðar og líta mjög vel út, en það er líka auðvelt að gera þar sem eini hlutinn á hjólunum sem hreyfist eitthvað af viti eru dekkin. Hljóðið í leiknum er ágætt. Hljóðgæðin í torfæruhjólunum eru svosem ekkert gífurlega raunveruleg, en þau koma því samt almennilega til skila að þetta er mótorhjól sem þú situr á en ekki eitthvað annað. Leikurinn er fylltur af tónlist sem er öll í sama popp-rokk stílnum og gefur leiknum ágætis upplifun. Stærsti kosturinn við leikinn er alveg gífurlegt úrval mismunandi brauta sem hægt er að keppa á. Í stað þess að keppa sífellt á sömu brautunum við mismunandi aðstæður, hendir leikurinn þér sífellt í nýjar aðstæður á nýrri braut og það eykur fjölbreytileikann og gerir leikinn langlífari. Aðrir hlutir við leikinn sem fá mann til að halda áfram að spila hann eru hinir fjölmörgu aukahlutir og aukadót sem hægt er að vinna sér inn með góðum árangri á brautinni. Niðurstaða: MX vs ATV er ágætis leikur sem býður upp á prýðisgóða skemmtun fyrir flesta sem hafa gaman af hraða og hasar. Grafíkin er í meðallagi, tónlistin kannski ekki fyrir alla, en fyrir utan það er hann mjög fínn leikur, og ég get mælt með honum. Þetta er leikur sem er alltaf hægt að grípa í þegar vinir koma í heimsókn, eða þegar mann langar að slaka aðeins á og skemmta sér í góðu fjöri. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi: Rainbow Studios Útgefandi: THQ Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
MX vs ATV er kappaksturs og torfæruleikur sem gefur manni tækifæri til að upplifa þá spennu og þann hasar sem fylgir því að vera atvinnumaður í torfæruakstri. Eins og nafnið gefur til að kynna er hægt að velja á milli tveggja farartækja, torfæruhjóla eða fjórhjóla. MX vs ATV býður eiginlega upp á allt sem aðdáendur torfæruíþrótta gætu óskað sér. Það má með sanni segja að þessi leikur er ekki fyrir þá sem hafa lélega samhæfingu á milli augna og handa. Leikurinn er með leikkerfi sem felur það í sér að þú getur lengt stökkin þín verulega. Þetta gerirðu með því að nota demparana. Þú einfaldlega ýtir aftur á bak og síðan áfram með vinstri analog stýripinnanum og, ef þú gerir það á réttum tíma, færðu nægan kraft til að geta flogið í gegnum loftið. Það krefst nokkurrar hæfni að geta notað þessa tækni til að ná sem bestum árangri. Ef þú sleppir aðeins of seint þá gætirðu skollið beint á hallan á næstu hæð, og ef þú sleppir of seint taparðu hraða og gætir jafnvel misst stöðuna þína í kappakstrinum. Þessvegna snýst leikurinn ekki um það á hvernig farartæki þú ert. Í raun er mjög lítill munur á mismunandi fjórhjólum og mótorhjólum. Í staðinn veltur þetta allt á þinni hæfni til að velja nákvæmlega rétta tímann til að stökkva, og þá hversu langt. Þótt að leikurinn snúist að mestu eingöngu um fjórhjól og mótorhjól þá eru önnur farartæki í boði sem er hægt að notfæra sér í nokkrum ákveðnum keppnum. Meðal þessara farartækja eru golfkerrur, tröllatrukkar, þyrlur og já, flugvélar. Þótt að þetta hljómi allt saman mjög spennandi þá eru flest þessara farartækja ekkert öðruvísi í akstri en mótor- og fjórhjólin. Þau eru alveg eins í meðhöndlun og bjóða ekki upp á neitt óhefðbundið. Hinsvegar eru þyrlurnar og flugvélarnar önnur saga. Stýrikerfið á þeim er stíft og illa hannað. Það getur beinlínis reynst hálfómögulegt að ætla sér að ná almennilegum árangri með þessum ferlíkjum sem vilja ekkert láta að stjórn. Sem betur fer eru þær brautir sem krefjast fljúgandi farartækis fáar. Grafíkin brýtur engin blöð í sögunni. Hún er ekkert slæm, en er heldur ekki neitt sem hægt er að hrópa húrra fyrir. Umhverfin eru gróf og alls ekki vandlega gerð. Persónurnar í leiknum eru ágætlega gerðar, en þegar ökumennirnir kastast af hjólunum þá mætti halda að þeir veru gerðir úr hörðu plasti frekar en holdi og beini. Vélarnar sjálfar er hinsvegar mjög vel gerðar og líta mjög vel út, en það er líka auðvelt að gera þar sem eini hlutinn á hjólunum sem hreyfist eitthvað af viti eru dekkin. Hljóðið í leiknum er ágætt. Hljóðgæðin í torfæruhjólunum eru svosem ekkert gífurlega raunveruleg, en þau koma því samt almennilega til skila að þetta er mótorhjól sem þú situr á en ekki eitthvað annað. Leikurinn er fylltur af tónlist sem er öll í sama popp-rokk stílnum og gefur leiknum ágætis upplifun. Stærsti kosturinn við leikinn er alveg gífurlegt úrval mismunandi brauta sem hægt er að keppa á. Í stað þess að keppa sífellt á sömu brautunum við mismunandi aðstæður, hendir leikurinn þér sífellt í nýjar aðstæður á nýrri braut og það eykur fjölbreytileikann og gerir leikinn langlífari. Aðrir hlutir við leikinn sem fá mann til að halda áfram að spila hann eru hinir fjölmörgu aukahlutir og aukadót sem hægt er að vinna sér inn með góðum árangri á brautinni. Niðurstaða: MX vs ATV er ágætis leikur sem býður upp á prýðisgóða skemmtun fyrir flesta sem hafa gaman af hraða og hasar. Grafíkin er í meðallagi, tónlistin kannski ekki fyrir alla, en fyrir utan það er hann mjög fínn leikur, og ég get mælt með honum. Þetta er leikur sem er alltaf hægt að grípa í þegar vinir koma í heimsókn, eða þegar mann langar að slaka aðeins á og skemmta sér í góðu fjöri. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi: Rainbow Studios Útgefandi: THQ
Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira