Vandi Samfylkingarinnar 13. október 2005 19:18 Nú er staðhæft að Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin ætli að vinna með Vinstri grænum í ríkisstjórn. Það segir að minnsta kosti Mogginn. Blaðið birti langt og mikið Reykjavíkurbréf um þetta efni – eru þetta bara getsakir eða tilraun til að fá fram hreinni línur í pólitíkina? Þótt skoðanakannanir kunni að segja eitthvað annað eru í raun litlar líkur á að þessir flokkar fái nægilegt fylgi í kosningum til að mynda ríkisstjórn. En þeir gætu auðvitað freistað þess að lýsa því yfir fyrir kosningar að þeir ætli að starfa saman. Það væri markverð nýung í íslenskum stjórnmálum að fá að kjósa milli ríkisstjórna en ekki milli flokka sem er tamt að fara með það eins og einkamál hvað þeir ætli að gera þegar búið er að telja atkvæðin. Hér hafa ekki orðið hrein stjórnarskipti síðan 1971. Alltaf hefur einhver stjórnarflokkanna setið áfram í ríkisstjórninni – yfirleitt Framsóknarflokkurinn. Framsókn hefur líka setið áfram eftir beiskustu kosningaósigra sína. Eftir afhroðið 1978 fékk flokkurinn meira að segja forsætisráðherraembættið og hið sama er uppi á teningum nú þegar fylgið er í lágmarki. Ein hugmynd sem hefur verið sett fram er að flokkar eigi ekki að fá ráðherrasæti nema í hlutfalli við atkvæðamagn sitt. Það er vissulega ákveðin leið til að hamla gegn valdasókn smáflokks eins og Framsóknar – sem eins og stendur telur sjálfsagt að hann fái hálfan hlut í ríkisstjórn þar sem hann starfar með flokki sem hefur tvöfalt meira fylgi. --- --- --- Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur hefur skrifað að það sé sögulegt hlutverk Samfylkingarinnar að útrýma Framsóknarflokknum. Ingibjörg Sólrún missti það út úr sér í vetur að Framsókn væri ömurlegur flokkur. Bæði vanmeta Framsóknarflokkinn – hann hefur merkilegt lag á að ná upp þokkalegu kjörfylgi í kosningum þótt hann mælist yfirleitt illa í skoðanakönnunum. Í sumum landsbyggðarkjördæmum, einkum á Norðausturlandi, hefur hann djúp ítök. Samfylkingin er upp á náð og miskunn Framsóknar komin – og kannski er það ekkert að breytast. Skilaboðin frá Framsókn fyrir síðustu kosningar voru – ef þið talið illa um okkur, þá störfum við ekki með ykkur. Fyrsta verk Össurar eftir síðustu kosningar var að hringja í Halldór Ásgrímsson og bjóða honum forsætisráðherrastólinn. Við erum einfaldlega með stjórnmálakerfi sem býður upp á að Framsóknarflokkurinn sé alls staðar og alltaf í stjórn. Flokkurinn situr ekki bara í ríkisstjórninni, heldur líka í samsteypustjórnum í öllum stærstu sveitarfélögum landsins að Hafnarfirði undanskildum. --- --- --- Á þessu verður varla breyting nema kerfinu sjálfu verði bylt. Í Skandinavíu er kerfi minnihlutastjórna – það er ágætt fyrirkomulag en algjörlega framandlegt fyrir íslenska kjósendur og stjórnmálamenn. Minnihlutastjórnir útheimta meira samráð milli stjórnar og stjórnarandstöðu en tíðkast hér. Að því leyti væri það til bóta. Það væri líka hægt að snúa aftur í einmenningskjördæmi – slíkt kerfi býður upp á hreinar línur og meiri stefnufestu en þykir óréttlátt gagnvart smáflokkum. Einnig má hugsa sér að settar verði reglur um að flokkar verið að gefa það upp fyrir kosningar með hverjum þeir vilja starfa – þannig yrði komið í veg fyrir tækifærismennsku smáflokka sem ýmist vinna til vinstri eða hægri. --- --- --- Eitt vandamál Samfylkingarinnar er að flokkurinn hefur enga sjálfsagða bandamenn. Framsókn kýs heldur að halla sér að Sjálfstæðisflokknum, sjálf óttast Samfylkingin að vera of mikið bendluð við róttækni Vinstri grænna. Þá er í raun aðeins eftir einn möguleiki – að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur myndi saman ríkisstjórn. Þetta er auðvitað mjög ólíklegt; það þekkist varla á byggðu bóli að tveir stærstu flokkarnir vinni saman í samsteypustjórn. Um þetta eru þó dæmi í Þýskalandi og Austurríki þar sem er ekki ólíkt kosningakerfi og hér. Það er þó víst að suma viðreisnarkrata dreymir um slíka ríkisstjórn og að í Sjálfstæðisflokknum er talsverður hljómgrunnur fyrir henni – ekki síst meðal þeirra sem fylgja Geir Haarde að málum. --- --- --- Ég hef verið spurður að því hvort ég ætli ekki að svara einhverju sem Finnur Ingólfsson sagði í Kastljósinu á mánudaginn. Svarið er eiginlega nei. Aðallega vegna þess að ég hef ekki hugmynd um hvað maðurinn var að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Nú er staðhæft að Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin ætli að vinna með Vinstri grænum í ríkisstjórn. Það segir að minnsta kosti Mogginn. Blaðið birti langt og mikið Reykjavíkurbréf um þetta efni – eru þetta bara getsakir eða tilraun til að fá fram hreinni línur í pólitíkina? Þótt skoðanakannanir kunni að segja eitthvað annað eru í raun litlar líkur á að þessir flokkar fái nægilegt fylgi í kosningum til að mynda ríkisstjórn. En þeir gætu auðvitað freistað þess að lýsa því yfir fyrir kosningar að þeir ætli að starfa saman. Það væri markverð nýung í íslenskum stjórnmálum að fá að kjósa milli ríkisstjórna en ekki milli flokka sem er tamt að fara með það eins og einkamál hvað þeir ætli að gera þegar búið er að telja atkvæðin. Hér hafa ekki orðið hrein stjórnarskipti síðan 1971. Alltaf hefur einhver stjórnarflokkanna setið áfram í ríkisstjórninni – yfirleitt Framsóknarflokkurinn. Framsókn hefur líka setið áfram eftir beiskustu kosningaósigra sína. Eftir afhroðið 1978 fékk flokkurinn meira að segja forsætisráðherraembættið og hið sama er uppi á teningum nú þegar fylgið er í lágmarki. Ein hugmynd sem hefur verið sett fram er að flokkar eigi ekki að fá ráðherrasæti nema í hlutfalli við atkvæðamagn sitt. Það er vissulega ákveðin leið til að hamla gegn valdasókn smáflokks eins og Framsóknar – sem eins og stendur telur sjálfsagt að hann fái hálfan hlut í ríkisstjórn þar sem hann starfar með flokki sem hefur tvöfalt meira fylgi. --- --- --- Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur hefur skrifað að það sé sögulegt hlutverk Samfylkingarinnar að útrýma Framsóknarflokknum. Ingibjörg Sólrún missti það út úr sér í vetur að Framsókn væri ömurlegur flokkur. Bæði vanmeta Framsóknarflokkinn – hann hefur merkilegt lag á að ná upp þokkalegu kjörfylgi í kosningum þótt hann mælist yfirleitt illa í skoðanakönnunum. Í sumum landsbyggðarkjördæmum, einkum á Norðausturlandi, hefur hann djúp ítök. Samfylkingin er upp á náð og miskunn Framsóknar komin – og kannski er það ekkert að breytast. Skilaboðin frá Framsókn fyrir síðustu kosningar voru – ef þið talið illa um okkur, þá störfum við ekki með ykkur. Fyrsta verk Össurar eftir síðustu kosningar var að hringja í Halldór Ásgrímsson og bjóða honum forsætisráðherrastólinn. Við erum einfaldlega með stjórnmálakerfi sem býður upp á að Framsóknarflokkurinn sé alls staðar og alltaf í stjórn. Flokkurinn situr ekki bara í ríkisstjórninni, heldur líka í samsteypustjórnum í öllum stærstu sveitarfélögum landsins að Hafnarfirði undanskildum. --- --- --- Á þessu verður varla breyting nema kerfinu sjálfu verði bylt. Í Skandinavíu er kerfi minnihlutastjórna – það er ágætt fyrirkomulag en algjörlega framandlegt fyrir íslenska kjósendur og stjórnmálamenn. Minnihlutastjórnir útheimta meira samráð milli stjórnar og stjórnarandstöðu en tíðkast hér. Að því leyti væri það til bóta. Það væri líka hægt að snúa aftur í einmenningskjördæmi – slíkt kerfi býður upp á hreinar línur og meiri stefnufestu en þykir óréttlátt gagnvart smáflokkum. Einnig má hugsa sér að settar verði reglur um að flokkar verið að gefa það upp fyrir kosningar með hverjum þeir vilja starfa – þannig yrði komið í veg fyrir tækifærismennsku smáflokka sem ýmist vinna til vinstri eða hægri. --- --- --- Eitt vandamál Samfylkingarinnar er að flokkurinn hefur enga sjálfsagða bandamenn. Framsókn kýs heldur að halla sér að Sjálfstæðisflokknum, sjálf óttast Samfylkingin að vera of mikið bendluð við róttækni Vinstri grænna. Þá er í raun aðeins eftir einn möguleiki – að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur myndi saman ríkisstjórn. Þetta er auðvitað mjög ólíklegt; það þekkist varla á byggðu bóli að tveir stærstu flokkarnir vinni saman í samsteypustjórn. Um þetta eru þó dæmi í Þýskalandi og Austurríki þar sem er ekki ólíkt kosningakerfi og hér. Það er þó víst að suma viðreisnarkrata dreymir um slíka ríkisstjórn og að í Sjálfstæðisflokknum er talsverður hljómgrunnur fyrir henni – ekki síst meðal þeirra sem fylgja Geir Haarde að málum. --- --- --- Ég hef verið spurður að því hvort ég ætli ekki að svara einhverju sem Finnur Ingólfsson sagði í Kastljósinu á mánudaginn. Svarið er eiginlega nei. Aðallega vegna þess að ég hef ekki hugmynd um hvað maðurinn var að fara.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun