Maó og hungrið mikla 13. október 2005 19:18 Sverrir Jakobsson skrifaði stórkostlegan pistil á Múrinn og fjallaði um hvort taka ætti hungursneyðir inn í myndina þegar fjallað er um glæpaverk harðstjóra á borð við Stalín og Maó. Kannski, sagði Sverrir, en þá á líka að taka með "ópersónulega efnahagslega þætti" – "helför kapítalismans" eins og hann kallar það í fyrirsögn. Það má drepa umræðu á dreif með ýmsu móti. Hungursneyðin sem geisaði í Kína í kringum 1960 var beinlínis af mannavöldum, það er ekki hægt að tala um neina "efnahagslega þætti" í þessu sambandi. Bara mikilmennskuóðan leiðtoga með skelfilega vonda kenningu. Þessi tími er kenndur við "Stökkið mikla". Hugmyndin var að rífa Kína inn í nútímann með ógurlegu átaki. Almenningur var settur í að bræða járn í stórum stíl. Í hverjum bakgarði var reistur bræðsluofn. Fyrst var bræddur brotamálmur, svo var hafist handa við að henda pottum og pönnum í bræðsluofnana. Málmurinn sem kom út úr þessu var vita ónothæfur. Á sama tíma voru akrar í órækt meðan fólkið var látið hrópa slagorð á pólitískum fundum. Framleiðslutölur voru falsaðar í stórum stíl. Búsmalinn var drepinn. Maó hafði engan skilning á efnahagsmálum – og honum var slétt sama um mannslíf. Enginn veit nákvæmlega hversu margir dóu í hungursneyðinni. Nefndar hafa verið tölur allt upp í 30 milljónir. --- --- --- Fyrir nokkrum dögum kom út ný ævisaga Maós eftir Jung Chang, höfund metsölubókarinnar Villtir svanir. Í bókinni er honum lýst sem hræðilegu skrímsli, valdasjúkum illvirkja, manni sem ber ábyrgð á dauða milljóna og aftur milljóna. Chang segir í viðtali við Guardian að það séu 70 milljónir. Sjálf var hún eitt sinn rauður varðliði, eins og lesa má í Villtum svönum – dýrkaði Maó eins og guðlega veru. Fjölskylda hennar mátti þola ótrúlegt harðræði á tíma Maós; foreldrar hennar voru hraktir og ofsóttir. Chang trúir því að bókin muni breyta hugmyndum fólks um Maó; það er rétt hjá henni að hann er ennþá óþekkt persóna að miklu leyti. Hin mikla metsölubók Villtir svanir er enn bönnuð í Kína. Hin nýja ævisaga Maós kemur heldur ekki út þar. Þess er varla að vænta – enn hangir myndin af formanninum á Torgi hins himneska friðar. --- --- --- Fyrir mörgum árum skrifaði ég grein um Maó í Alþýðublaðið. Þar kemur Jung Chan líka við sögu. Ég læt greinina fljóta með hér: --- --- --- Maó og ég Dagana eftir 9. september 1976 lá frammi eins konar gestabók hinu nýstofnaða kínverska sendiráði við Víðimel. Þangað streymdi fólk þessa fallegu haustdaga, það var örtröð í þessu kyrrláta hverfi; margir vildu votta Maó formanni látnum virðingu sína með því að skrifa nafn sitt í bókina. Ég ætla ekkert að fara í felur með það að ég ritaði líka nafn mitt, 16 ára unglingur. Það var ekki vegna þess að ég væri svo ýkja mikill maóisti. Raunar hafði mér verið fært Rauða kverið, ég vona að ég sé ekki að fara með neina vitleysu þegar ég hermi upp á eina frænku mína að hún hafi gefið mér bókina, en aldrei hafði ég komist lengra í lestrinum en að skima yfir fáein slagorð. Stóð ekki: "Pólitískt vald kemur úr byssuhlaupi" og "heimsvaldasinnar eru pappírstígrisdýr"? Hins vegar þóttist ég hafa ákveðin tengsl við Kína og líklega meiri en títt var um landa okkar á þessum árum. Þeir þrír Íslendingar sem sannanlega kunnu kínversku á þessum tíma voru nefnilega allir venslaðir mér með einhverjum hætti: Einn var fjarskyldur frændi minn sem hafði flosnað upp frá námi í Kína rétt um 1960, annar skírði mig, sá þriðji var afi minn. Ég hafði líka eignast kunningja frá Kína. Þetta voru tveir ungir menn sem höfðu verið sendir hingað til að læra íslensku og settust á skólabekk í Hagaskóla. Kannski var það vel við hæfi að við annan þeirra spilaði ég borðtennis og að við kepptum saman í liði á mótum. Þetta voru ár ping-pong þíðunnar í samskiptum Kína og Vesturlanda. Þeir voru afar kurteisir piltar, Sjö og Sje, síbrosandi og þægilegir, en sögðu aldrei neitt af viti, eins og inni í þeim hefði hreiðrað um sig strangur eftirlitsmaður. Eins og ég síðar las var þetta eftir öðru í ríki Maós: Allir pössuðu upp á alla og hver upp á sig. Maó þurfti enga alltumfaðmandi leynilögreglu til að kúga þjóð sína. Fólkið sá að miklu leyti um það sjálft. Þetta var á tíma þegar maóisminn reið ekki við einteyming á Vesturlöndum og ekki heldur hér á Íslandi. Þótt engan óraði reyndar fyrir því út á hvað menningarbyltingin gekk í raun og veru - Kína hafði verið harðlokað land í tvo áratugi - sveif andi hennar yfir vötnunum. Íslenski maóisminn hafði raunar millilent í Noregi og borist þaðan með stúdentum. Það lá við að maður velti fyrir sér hvort Maó hefði máski verið af norsku bergi brotinn; þegar komið var hingað norðureftir blandaðist púritanismi kínverska komma - þessi sjúklega og alltumlykjandi hreinlætisárátta sem er eitt höfuðeinkenni kommúnismans - á skringilegan hátt við norskan sportanda. Besti vinur minn á þessum árum var liðsmaður í einni maóistadeildinni og ég man hvað ég furðaði mig alltaf á því andrúmslofti ofsóknabrjálæðis sem ríkti í þessum jaðarhópum. Liðsmenn máttu ekki sjást með svarta poka úr áfengisversluninni á götu, talið var að slík lausung myndi fæla alþýðuna. Þeir máttu ekki tala opinskátt í síma og helst á einhverju leynimáli, svo voru félagarnir vissir um að lögreglan lægi á símalínum og hleraði. Vinur minn fékk ákúrur á sellufundi fyrir að vera með sítt hár; honum var sagt að klippa sig, en þegar hann tók sig til eina föstudagsnóttina og spilaði á munnhörpu á svölum Alþingishússins þangað sem hann hafði klifrað, þótti ljóst að hann ætti ekki lengur heima í samtökunum. Þetta var að líkindum heimskulegasta stjórnmálastarf allra tíma, árangursleysið var algjört og engin tengsl merkjanleg tengsl við veruleikann. Samt tóku þessi félög sig mjög hátíðlega og áttu í endalausri úlfúð og illdeilum sem var óhugsandi að fá neinn botn í. Þau áttu meira að segja sína eigin fjórmenningaklíku sem var hreinsuð burt; ég man ekki hvort það var úr KFÍ, EIK(ml) eða KSML, en allavega var það ekki úr KSML(b), því þeir aðhylltust Enver Hoxa og kommúnisma með albönsku sniði. Einn téðra fjórmenninga, ósköp gæflyndur jarðfræðingur sem ég kannaðist við, greip til þess ráðs að flýja norður til Akureyrar undan ofsóknum fyrrverandi félaga. Afar fáir sem störfuðu í flokksbrotunum á þessum ysta væng stjórnmálanna vilja nú kannast við fortíð sína - það er varla nema von að þeir vilji frekar spá í veðrið eða eitthvað svoleiðis. Afi minn boðaði kristni í Kína á árunum fyrir stríð. Hann var þar á ófriðartímum þegar herir þjóðernissinna, kommúnistar, herstjórar og flokkar ótíndra ribbalda bárust á banaspjótum. Þetta voru skelfingartímar og hann varð vitni að manndrápum, hungri og mikilli neyð. Þegar Japanir gerðu innrás í Kína 1937 varð hann loks að flýja þaðan með konu og fimm börn, næstelst þeirra var móðir mín. Þegar heim kom mátti hann sætta sig við að Kína var lokað land. Þaðan bárust óljósar frásagnir um að kristnir menn sættu ofsóknum og væru jafnvel teknir af lífi í hrönnum. Það tók hann sárt að vita lítið og ekki síður að komast hvergi, því þrátt fyrir að hann gæti aldrei vanist skeytingarleysi Kínverja fyrir mannlegri þjáningu og mannslífum þótti honum innilega vænt um kínverska þjóð - hann sagði að hann hefði í raun lifað lífi sínu í Kína þótt hann dveldi þar aðeins í fjórtán ár. Alvöru heimsviðburðir hafa áhrif á líf einstaklinga í fjarlægustu deildum jarðar. Það voru heimsviðburðir sem ollu því að afi minn hrökklaðist úr sveitinni sinni í miðju Kína og átti ekki framar afturkvæmt þangað, og það voru heimsviðburðir sem ollu því að honum var boðið í kínverska sendiráðið stuttu áður en hann dó. Nixon Bandaríkjaforseti hafði farið til Kína og hitt Maó og allt í einu myndaðist glufa og inn um hana var hægt að gægjast á Kínverja. Afi minn var varla þessa heims lengur, en Kínverjar ákváðu að sýna þessum gamla vini þjóðarinnar virðingarvott og buðu honum í móttöku. Mér þótti vænt um afa minn og kunni að meta þetta fyrir hans hönd. Stuttu seinna fór móðir mín í boðsferð til Kína og kom heim með myndir af sér og brosandi fólki í Maófötum. September 1976. Gestabókin lá frammi í kínverska sendiráðinu. Kínverjar grétu Maó látinn. Þeir grétu hástöfum eins og Rússar grétu Stalín og Norður-Kóreumenn dauða Kim Il Sung mörgum árum síðar. Þeir grétu hlutskipti sitt, grétu hvað framtíðin var óviss eða kannski grétu þeir harðstjórann einfaldlega vegna þess að það voru skilyrt viðbrögð eftir langa kúgun. Í bókinni Villtir svanir segir Jung Chang frá því hvernig hún fylltist fögnuði við andlát Maós. Samt reyndi hún að kreista fram tár því allt í kringum hana var hágrátandi fólk. Maó hafði leitt þjáningar og dauða, öfund, fáfræði og mannhatur yfir þjóð sína, hann hafði teymt Kínverja á eftir sér út í glórulausa allsherjarlygi. Líklega var hann í aðra röndina bilaður á geði; hann fór ekki dult með að vegna kenningarinnar væri hann reiðubúinn að fórna hálfu mannkyninu í kjarnorkustríði. Samt grét þjóðin - kannski vegna þess að kúgunin hafði leikið hana svo grátt að hún þekkti ekki lengur mun á látalátum og sönnum tilfinningum. Ekki syrgi ég Maó. Hitt veit ég að í grafhýsi hans, eða kannski í Höll alþýðunnar í Peking, er bók sem hefur að geyma nöfn fjölda Íslendinga sem komu á Víðimel haustið 1976 - og þar á meðal nafnið mitt... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Sverrir Jakobsson skrifaði stórkostlegan pistil á Múrinn og fjallaði um hvort taka ætti hungursneyðir inn í myndina þegar fjallað er um glæpaverk harðstjóra á borð við Stalín og Maó. Kannski, sagði Sverrir, en þá á líka að taka með "ópersónulega efnahagslega þætti" – "helför kapítalismans" eins og hann kallar það í fyrirsögn. Það má drepa umræðu á dreif með ýmsu móti. Hungursneyðin sem geisaði í Kína í kringum 1960 var beinlínis af mannavöldum, það er ekki hægt að tala um neina "efnahagslega þætti" í þessu sambandi. Bara mikilmennskuóðan leiðtoga með skelfilega vonda kenningu. Þessi tími er kenndur við "Stökkið mikla". Hugmyndin var að rífa Kína inn í nútímann með ógurlegu átaki. Almenningur var settur í að bræða járn í stórum stíl. Í hverjum bakgarði var reistur bræðsluofn. Fyrst var bræddur brotamálmur, svo var hafist handa við að henda pottum og pönnum í bræðsluofnana. Málmurinn sem kom út úr þessu var vita ónothæfur. Á sama tíma voru akrar í órækt meðan fólkið var látið hrópa slagorð á pólitískum fundum. Framleiðslutölur voru falsaðar í stórum stíl. Búsmalinn var drepinn. Maó hafði engan skilning á efnahagsmálum – og honum var slétt sama um mannslíf. Enginn veit nákvæmlega hversu margir dóu í hungursneyðinni. Nefndar hafa verið tölur allt upp í 30 milljónir. --- --- --- Fyrir nokkrum dögum kom út ný ævisaga Maós eftir Jung Chang, höfund metsölubókarinnar Villtir svanir. Í bókinni er honum lýst sem hræðilegu skrímsli, valdasjúkum illvirkja, manni sem ber ábyrgð á dauða milljóna og aftur milljóna. Chang segir í viðtali við Guardian að það séu 70 milljónir. Sjálf var hún eitt sinn rauður varðliði, eins og lesa má í Villtum svönum – dýrkaði Maó eins og guðlega veru. Fjölskylda hennar mátti þola ótrúlegt harðræði á tíma Maós; foreldrar hennar voru hraktir og ofsóttir. Chang trúir því að bókin muni breyta hugmyndum fólks um Maó; það er rétt hjá henni að hann er ennþá óþekkt persóna að miklu leyti. Hin mikla metsölubók Villtir svanir er enn bönnuð í Kína. Hin nýja ævisaga Maós kemur heldur ekki út þar. Þess er varla að vænta – enn hangir myndin af formanninum á Torgi hins himneska friðar. --- --- --- Fyrir mörgum árum skrifaði ég grein um Maó í Alþýðublaðið. Þar kemur Jung Chan líka við sögu. Ég læt greinina fljóta með hér: --- --- --- Maó og ég Dagana eftir 9. september 1976 lá frammi eins konar gestabók hinu nýstofnaða kínverska sendiráði við Víðimel. Þangað streymdi fólk þessa fallegu haustdaga, það var örtröð í þessu kyrrláta hverfi; margir vildu votta Maó formanni látnum virðingu sína með því að skrifa nafn sitt í bókina. Ég ætla ekkert að fara í felur með það að ég ritaði líka nafn mitt, 16 ára unglingur. Það var ekki vegna þess að ég væri svo ýkja mikill maóisti. Raunar hafði mér verið fært Rauða kverið, ég vona að ég sé ekki að fara með neina vitleysu þegar ég hermi upp á eina frænku mína að hún hafi gefið mér bókina, en aldrei hafði ég komist lengra í lestrinum en að skima yfir fáein slagorð. Stóð ekki: "Pólitískt vald kemur úr byssuhlaupi" og "heimsvaldasinnar eru pappírstígrisdýr"? Hins vegar þóttist ég hafa ákveðin tengsl við Kína og líklega meiri en títt var um landa okkar á þessum árum. Þeir þrír Íslendingar sem sannanlega kunnu kínversku á þessum tíma voru nefnilega allir venslaðir mér með einhverjum hætti: Einn var fjarskyldur frændi minn sem hafði flosnað upp frá námi í Kína rétt um 1960, annar skírði mig, sá þriðji var afi minn. Ég hafði líka eignast kunningja frá Kína. Þetta voru tveir ungir menn sem höfðu verið sendir hingað til að læra íslensku og settust á skólabekk í Hagaskóla. Kannski var það vel við hæfi að við annan þeirra spilaði ég borðtennis og að við kepptum saman í liði á mótum. Þetta voru ár ping-pong þíðunnar í samskiptum Kína og Vesturlanda. Þeir voru afar kurteisir piltar, Sjö og Sje, síbrosandi og þægilegir, en sögðu aldrei neitt af viti, eins og inni í þeim hefði hreiðrað um sig strangur eftirlitsmaður. Eins og ég síðar las var þetta eftir öðru í ríki Maós: Allir pössuðu upp á alla og hver upp á sig. Maó þurfti enga alltumfaðmandi leynilögreglu til að kúga þjóð sína. Fólkið sá að miklu leyti um það sjálft. Þetta var á tíma þegar maóisminn reið ekki við einteyming á Vesturlöndum og ekki heldur hér á Íslandi. Þótt engan óraði reyndar fyrir því út á hvað menningarbyltingin gekk í raun og veru - Kína hafði verið harðlokað land í tvo áratugi - sveif andi hennar yfir vötnunum. Íslenski maóisminn hafði raunar millilent í Noregi og borist þaðan með stúdentum. Það lá við að maður velti fyrir sér hvort Maó hefði máski verið af norsku bergi brotinn; þegar komið var hingað norðureftir blandaðist púritanismi kínverska komma - þessi sjúklega og alltumlykjandi hreinlætisárátta sem er eitt höfuðeinkenni kommúnismans - á skringilegan hátt við norskan sportanda. Besti vinur minn á þessum árum var liðsmaður í einni maóistadeildinni og ég man hvað ég furðaði mig alltaf á því andrúmslofti ofsóknabrjálæðis sem ríkti í þessum jaðarhópum. Liðsmenn máttu ekki sjást með svarta poka úr áfengisversluninni á götu, talið var að slík lausung myndi fæla alþýðuna. Þeir máttu ekki tala opinskátt í síma og helst á einhverju leynimáli, svo voru félagarnir vissir um að lögreglan lægi á símalínum og hleraði. Vinur minn fékk ákúrur á sellufundi fyrir að vera með sítt hár; honum var sagt að klippa sig, en þegar hann tók sig til eina föstudagsnóttina og spilaði á munnhörpu á svölum Alþingishússins þangað sem hann hafði klifrað, þótti ljóst að hann ætti ekki lengur heima í samtökunum. Þetta var að líkindum heimskulegasta stjórnmálastarf allra tíma, árangursleysið var algjört og engin tengsl merkjanleg tengsl við veruleikann. Samt tóku þessi félög sig mjög hátíðlega og áttu í endalausri úlfúð og illdeilum sem var óhugsandi að fá neinn botn í. Þau áttu meira að segja sína eigin fjórmenningaklíku sem var hreinsuð burt; ég man ekki hvort það var úr KFÍ, EIK(ml) eða KSML, en allavega var það ekki úr KSML(b), því þeir aðhylltust Enver Hoxa og kommúnisma með albönsku sniði. Einn téðra fjórmenninga, ósköp gæflyndur jarðfræðingur sem ég kannaðist við, greip til þess ráðs að flýja norður til Akureyrar undan ofsóknum fyrrverandi félaga. Afar fáir sem störfuðu í flokksbrotunum á þessum ysta væng stjórnmálanna vilja nú kannast við fortíð sína - það er varla nema von að þeir vilji frekar spá í veðrið eða eitthvað svoleiðis. Afi minn boðaði kristni í Kína á árunum fyrir stríð. Hann var þar á ófriðartímum þegar herir þjóðernissinna, kommúnistar, herstjórar og flokkar ótíndra ribbalda bárust á banaspjótum. Þetta voru skelfingartímar og hann varð vitni að manndrápum, hungri og mikilli neyð. Þegar Japanir gerðu innrás í Kína 1937 varð hann loks að flýja þaðan með konu og fimm börn, næstelst þeirra var móðir mín. Þegar heim kom mátti hann sætta sig við að Kína var lokað land. Þaðan bárust óljósar frásagnir um að kristnir menn sættu ofsóknum og væru jafnvel teknir af lífi í hrönnum. Það tók hann sárt að vita lítið og ekki síður að komast hvergi, því þrátt fyrir að hann gæti aldrei vanist skeytingarleysi Kínverja fyrir mannlegri þjáningu og mannslífum þótti honum innilega vænt um kínverska þjóð - hann sagði að hann hefði í raun lifað lífi sínu í Kína þótt hann dveldi þar aðeins í fjórtán ár. Alvöru heimsviðburðir hafa áhrif á líf einstaklinga í fjarlægustu deildum jarðar. Það voru heimsviðburðir sem ollu því að afi minn hrökklaðist úr sveitinni sinni í miðju Kína og átti ekki framar afturkvæmt þangað, og það voru heimsviðburðir sem ollu því að honum var boðið í kínverska sendiráðið stuttu áður en hann dó. Nixon Bandaríkjaforseti hafði farið til Kína og hitt Maó og allt í einu myndaðist glufa og inn um hana var hægt að gægjast á Kínverja. Afi minn var varla þessa heims lengur, en Kínverjar ákváðu að sýna þessum gamla vini þjóðarinnar virðingarvott og buðu honum í móttöku. Mér þótti vænt um afa minn og kunni að meta þetta fyrir hans hönd. Stuttu seinna fór móðir mín í boðsferð til Kína og kom heim með myndir af sér og brosandi fólki í Maófötum. September 1976. Gestabókin lá frammi í kínverska sendiráðinu. Kínverjar grétu Maó látinn. Þeir grétu hástöfum eins og Rússar grétu Stalín og Norður-Kóreumenn dauða Kim Il Sung mörgum árum síðar. Þeir grétu hlutskipti sitt, grétu hvað framtíðin var óviss eða kannski grétu þeir harðstjórann einfaldlega vegna þess að það voru skilyrt viðbrögð eftir langa kúgun. Í bókinni Villtir svanir segir Jung Chang frá því hvernig hún fylltist fögnuði við andlát Maós. Samt reyndi hún að kreista fram tár því allt í kringum hana var hágrátandi fólk. Maó hafði leitt þjáningar og dauða, öfund, fáfræði og mannhatur yfir þjóð sína, hann hafði teymt Kínverja á eftir sér út í glórulausa allsherjarlygi. Líklega var hann í aðra röndina bilaður á geði; hann fór ekki dult með að vegna kenningarinnar væri hann reiðubúinn að fórna hálfu mannkyninu í kjarnorkustríði. Samt grét þjóðin - kannski vegna þess að kúgunin hafði leikið hana svo grátt að hún þekkti ekki lengur mun á látalátum og sönnum tilfinningum. Ekki syrgi ég Maó. Hitt veit ég að í grafhýsi hans, eða kannski í Höll alþýðunnar í Peking, er bók sem hefur að geyma nöfn fjölda Íslendinga sem komu á Víðimel haustið 1976 - og þar á meðal nafnið mitt...
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun