Besta stjórnkerfi fiskveiða? 7. júní 2005 00:01 Þegar ég vann sem fréttamaður á sjónvarpinu stuttan tíma fyrir næsum fimmtán árum datt ég óvart í að fjalla um sjávarútveg. Ég var aðal sjávaútvagsfréttamaðurinn um nokkurra mánaða skeið, líklega vegna þess að einhver fékk brjósklos. Þetta kom vel á vondan. Ég vissi ekkert um sjávarútveg, þekkti ekki muninn á aflamarki og sóknarmarki og öllum hinum orðunum sem var veifað framan í almenning í hinni endalausu sjávarútvegsumræðu. Hafði þó unnið tvö sumur í frystihúsi í Eyjum og farið einn túr með fiskibáti til Hull og Grimsby. Á fréttastofunni voru til ótal spólur með myndefni sem tengdist sjávarútvegi, heilu hilluraðirnar af þessu stöffi – merktar þorskur, ýsa, loðna, síld o.s.frv. Svo hringdi maður í einhverja karla, passaði sig á að setja myndir af réttri fiskitegund yfir og þetta var sent út. Að meðaltali minnir mig að hafi verið svona þrjár sjávarútvegsfréttir í hverjum fréttatíma. --- --- --- Nú er ágætt að þjóð sýni höfuðatvinnuvegi sínum ræktarsemi. En fyrr má nú vera. Í grein sem ég skrifaði einu sinni setti ég dæmið svona upp: "Ímyndið ykkur 280 þúsund manna þjóð, ekki svo ólíka Íslendingum, sem lifir á svínarækt. Þriðja hver frétt í fjölmiðlunum fjallar um svínaræktina, en í marga áratugi hafa geisað harðar deilur í samfélaginu um hvaða kerfi sé best til að stjórna svínabúskapnum. Vegna sérstöðu svínanna á þjóðin ekki samleið með öðrum ríkjum í alþjóðlegu samstarfi. Deilurnar blossa upp aftur og aftur, blöðin eru full af greinum eftir æst áhugafólk um svín, um þetta er kosið í hverjum kosningum. Óvinsælasti ráðherrann í ríkisstjórninni er svínamálaráðherrann. Ég geri ekki ráð fyrir að þið mynduð hafa áhuga á að kynna ykkur þjóðfélagsumræðuna á svona stað." –-- --- --- Ég fór að hugsa um þetta þegar Gunnar Örlygsson gekk úr Frjálslynda flokknum. Hann varð fyrir mikilli gagnrýni fyrir vikið, var hakkaður í spað í sjónvarpinu. Samt heimtum við að þingmenn séu sjálfstæðir í hugsun, fylgi sannfæringu sinni. Fussum og sveium þegar Dagný Jónsdóttir segir að þingmenn eigi að spila með liðinu. En svo þegar maður eins og Gunnar virðist hafa hugsað sig til sjálfstæðrar niðurstöðu og fylgir afleiðingum hennar þá er hann álitinn ómerkingur. Gunnar sagðist hafa komist að því að kvótakerfið væri komið til að vera, það væri tilgangslaust að reyna lengur að bylta því. Mér skildist á honum að hann væri farinn í Sjálfstæðisflokkinn til að freista þess að laga kerfið innanfrá. Það hlýtur að vera umhugsunarefni þegar harður andstæðingur kerfisins snýst með þessum hætti. Ástæðulaust að afgreiða slík sinnaskipti sem svik. --- --- --- Á flugvelli í vor pikkaði ég upp bók sem heitir The End of the Line eftir breska blaðamanninn Charles Clover. Hún fjallar um fiskveiðar, kannski ekki mjög spennandi efni, en ég hakkaði hana samt í mig í stuttri flugferð. Þarna les maður hrollvekjandi lýsingar á því hvernig hefur verið farið með fiskstofnana í heiminum. Á kápunni er vitnað í frægan blaðamann. Andrew Marr, sem skrifaði í The Daily Telegraph eftir lestur bókarinnar að hann ætli að hætta að borða atlantshafsþorsk, túnfisk, lúðu, hörpuskel og ýmsar aðrar fisktegundir. Í stuttu máli segir bókin frá algjöru hruni lífríkis, gegndarlausri ofveiði, skammsýni sjómanna og stjórnmálamanna, vonlausum aðferðum við að stjórna fiskveiðum. Því miður eru alltof margir til sem munu stunda veiðar þangað til enginn fiskur er lengur eftir í sjónum. --- --- --- Höfundurinn er hefur fengið verðlaun fyrir skrif sín um umhverfismál og því fannst mér forvitnilegt að lesa kaflana þar sem hann ber saman ýmis fiskveiðistjórnunarkerfi. Það er skemmst frá því að segja að íslenska kerfið fær hæstu einkunnina hjá honum – 9. Til samanburðar má geta þess að hann gefur færeyska kerfinu 6. Clover nefnir að helsti galli íslenska kerfisins sé hvernig því var komið á og þá tilfinningu að þar hafi verið framið mikið ranglæti. En sem tæki til fiskveiðistjórnunar álítur hann að það sé mjög gott. Í svona kerfi hafi allir hag af því að umgengnin um fiskistofnana sé góð, allir sem koma að fiskveiðum séu í raun í einhvers konar eftirlitshlutverki. Kerfið gefi færi á góðu skipulagi fiskveiðanna, ólíkt því sem til dæmis tíðkast í sóknardagakerfi sem byggir á því að moka upp sem mestum fiski á stuttum tíma. --- --- --- Ég nefndi þessa bók í sjónvarpsþætti snemma í vor. Fékk eftir það símtal frá reiðum þingmanni sem sagði að ekkert væri að marka hana. Clover er þó sérfróður maður með yfirsýn yfir fiskveiðar alls staðar í heiminum, hefur engra hagsmuna að gæta – kannski má helst tortryggja hann vegna þess að hann segist hafa borðað á Holtinu með Ragnari Árnasyni og Orra Vigfússyni. Mér þykir líka forvitnilegt hvað Gunnar Örlygsson hefur fram að færa þegar þingið kemur aftur saman í haust, að því gefnu að hann ætli ekki bara að gerast hlýðinn fótgönguliði í Sjálfstæðisflokknum. Fyrst hann vill ekki lengur bylta, hverju vill hann þá breyta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þegar ég vann sem fréttamaður á sjónvarpinu stuttan tíma fyrir næsum fimmtán árum datt ég óvart í að fjalla um sjávarútveg. Ég var aðal sjávaútvagsfréttamaðurinn um nokkurra mánaða skeið, líklega vegna þess að einhver fékk brjósklos. Þetta kom vel á vondan. Ég vissi ekkert um sjávarútveg, þekkti ekki muninn á aflamarki og sóknarmarki og öllum hinum orðunum sem var veifað framan í almenning í hinni endalausu sjávarútvegsumræðu. Hafði þó unnið tvö sumur í frystihúsi í Eyjum og farið einn túr með fiskibáti til Hull og Grimsby. Á fréttastofunni voru til ótal spólur með myndefni sem tengdist sjávarútvegi, heilu hilluraðirnar af þessu stöffi – merktar þorskur, ýsa, loðna, síld o.s.frv. Svo hringdi maður í einhverja karla, passaði sig á að setja myndir af réttri fiskitegund yfir og þetta var sent út. Að meðaltali minnir mig að hafi verið svona þrjár sjávarútvegsfréttir í hverjum fréttatíma. --- --- --- Nú er ágætt að þjóð sýni höfuðatvinnuvegi sínum ræktarsemi. En fyrr má nú vera. Í grein sem ég skrifaði einu sinni setti ég dæmið svona upp: "Ímyndið ykkur 280 þúsund manna þjóð, ekki svo ólíka Íslendingum, sem lifir á svínarækt. Þriðja hver frétt í fjölmiðlunum fjallar um svínaræktina, en í marga áratugi hafa geisað harðar deilur í samfélaginu um hvaða kerfi sé best til að stjórna svínabúskapnum. Vegna sérstöðu svínanna á þjóðin ekki samleið með öðrum ríkjum í alþjóðlegu samstarfi. Deilurnar blossa upp aftur og aftur, blöðin eru full af greinum eftir æst áhugafólk um svín, um þetta er kosið í hverjum kosningum. Óvinsælasti ráðherrann í ríkisstjórninni er svínamálaráðherrann. Ég geri ekki ráð fyrir að þið mynduð hafa áhuga á að kynna ykkur þjóðfélagsumræðuna á svona stað." –-- --- --- Ég fór að hugsa um þetta þegar Gunnar Örlygsson gekk úr Frjálslynda flokknum. Hann varð fyrir mikilli gagnrýni fyrir vikið, var hakkaður í spað í sjónvarpinu. Samt heimtum við að þingmenn séu sjálfstæðir í hugsun, fylgi sannfæringu sinni. Fussum og sveium þegar Dagný Jónsdóttir segir að þingmenn eigi að spila með liðinu. En svo þegar maður eins og Gunnar virðist hafa hugsað sig til sjálfstæðrar niðurstöðu og fylgir afleiðingum hennar þá er hann álitinn ómerkingur. Gunnar sagðist hafa komist að því að kvótakerfið væri komið til að vera, það væri tilgangslaust að reyna lengur að bylta því. Mér skildist á honum að hann væri farinn í Sjálfstæðisflokkinn til að freista þess að laga kerfið innanfrá. Það hlýtur að vera umhugsunarefni þegar harður andstæðingur kerfisins snýst með þessum hætti. Ástæðulaust að afgreiða slík sinnaskipti sem svik. --- --- --- Á flugvelli í vor pikkaði ég upp bók sem heitir The End of the Line eftir breska blaðamanninn Charles Clover. Hún fjallar um fiskveiðar, kannski ekki mjög spennandi efni, en ég hakkaði hana samt í mig í stuttri flugferð. Þarna les maður hrollvekjandi lýsingar á því hvernig hefur verið farið með fiskstofnana í heiminum. Á kápunni er vitnað í frægan blaðamann. Andrew Marr, sem skrifaði í The Daily Telegraph eftir lestur bókarinnar að hann ætli að hætta að borða atlantshafsþorsk, túnfisk, lúðu, hörpuskel og ýmsar aðrar fisktegundir. Í stuttu máli segir bókin frá algjöru hruni lífríkis, gegndarlausri ofveiði, skammsýni sjómanna og stjórnmálamanna, vonlausum aðferðum við að stjórna fiskveiðum. Því miður eru alltof margir til sem munu stunda veiðar þangað til enginn fiskur er lengur eftir í sjónum. --- --- --- Höfundurinn er hefur fengið verðlaun fyrir skrif sín um umhverfismál og því fannst mér forvitnilegt að lesa kaflana þar sem hann ber saman ýmis fiskveiðistjórnunarkerfi. Það er skemmst frá því að segja að íslenska kerfið fær hæstu einkunnina hjá honum – 9. Til samanburðar má geta þess að hann gefur færeyska kerfinu 6. Clover nefnir að helsti galli íslenska kerfisins sé hvernig því var komið á og þá tilfinningu að þar hafi verið framið mikið ranglæti. En sem tæki til fiskveiðistjórnunar álítur hann að það sé mjög gott. Í svona kerfi hafi allir hag af því að umgengnin um fiskistofnana sé góð, allir sem koma að fiskveiðum séu í raun í einhvers konar eftirlitshlutverki. Kerfið gefi færi á góðu skipulagi fiskveiðanna, ólíkt því sem til dæmis tíðkast í sóknardagakerfi sem byggir á því að moka upp sem mestum fiski á stuttum tíma. --- --- --- Ég nefndi þessa bók í sjónvarpsþætti snemma í vor. Fékk eftir það símtal frá reiðum þingmanni sem sagði að ekkert væri að marka hana. Clover er þó sérfróður maður með yfirsýn yfir fiskveiðar alls staðar í heiminum, hefur engra hagsmuna að gæta – kannski má helst tortryggja hann vegna þess að hann segist hafa borðað á Holtinu með Ragnari Árnasyni og Orra Vigfússyni. Mér þykir líka forvitnilegt hvað Gunnar Örlygsson hefur fram að færa þegar þingið kemur aftur saman í haust, að því gefnu að hann ætli ekki bara að gerast hlýðinn fótgönguliði í Sjálfstæðisflokknum. Fyrst hann vill ekki lengur bylta, hverju vill hann þá breyta?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun