SONY PSP (PlayStation Portable) 9. júní 2005 00:01 Sony PSP tölvan, eða PlayStation Portable olli miklu fjaðrafoki um leið og Sony tilkynnti að þeir væru að útbúa leikjavél í vasastærð, enda er það markaður sem Nintendo hefur haft öll völd yfir undanfarin ár. Það þarf varla að nefna það að hörðustu tölvunördarnir hafa setið sveittir og beðið í eftirvæntingu eftir henni, og ég get viðurkennt það að ég er sekur um sama glæp. Því miður mun hinn íslenski almenningur þurfa að bíða nokkuð lengi í viðbót vegna þess að PSP tölvan kemur ekki á íslenskan markað fyrr en 1. september. Við vorum hinsvegar svo heppnir að við gátum útvegað okkur eitt eintak og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður handfjatlar PSP tölvuna í fyrsta sinn er gífurlega falleg hönnun. Stór glær skjárinn þekur u.þ.b 70% af allri framhliðinni á tölvunni og þessi mikla stærð á skjánum hentar fullkomlega til að koma þeirri frábæru grafík sem vélin býður uppá til skila. Vélin er með 11cm breiðan 16:9 LCD TFT skjá með 480x272 upplausn, 4 örvatakka, einn stýripinna, tvo axlartakka og gömlu góðu vini okkar X, kassann, hringinn og þríhyrninginn. Auk þess eru þarna Home takki, 2 Volume takkar og takki sem stýrir baklýsingunni. Með því að ýta á Home takkann ferð þú beint út úr leiknum og inní í upphafsskjá tölvunnar. Volume takkarnir tveir breyta hljóðstyrknum (sem getur verið ansi kröftugur á hæsta styrk), og takkinn sem stýrir baklýsingunni gerir akkúrat það sem nafnið bendir til, hann stýrir því hversu sterk lýsing er í bakgrunninum á skjánum. Hann hefur 3 mismunandi stillingar sem henta misvel við mismunandi aðstæður. Lægsta stillingin sparar mesta orku og hentar vel þegar maður situr í vel upplýstu herbergi. Miðstillingin er hentar best í venjulegu dagsljósi og svo er sterkasta ljósið góður kostur þegar myrkva tekur. Tölvan er mjög létt og hentar mjög vel í jakkavasa eða buxnavasa. Hún er hinsvegar aðeins of stór til að hún henti í band utan um hálsinn, en það er einmitt nokkuð sem margir Japanir hafa verið að gera (þá má nefna það að það er krókur á einu horninu á vélinni þar sem hægt er að festa band eða keðju). Það eru samt því miður nokkrir ókostir við svona flottan og sléttan skjá. Hann verður alveg gífurlega fljótt kámugur og óhreinn, og það getur verið þreytandi til lengdar að vera sífellt að þurrka af skjánum ef maður hefur verið að handfjatla vélina mikið. Svo rispast skjárinn líka auðveldlega ef að maður gengur með hann í vasanum án hlífðarveskis. Við vonum það innilega og reiknum með því að það komi fljótt á markað hlíf fyrir svona skjái, eða þá auka skjár úr plasti sem er þá hægt að skipta um. PSP vélin notast við nýja tegund af geisladiskum sem Sony hafa sérhannað fyrir vélina og kallast UMD diskar (Universal Media Disc). Þessir diskar geta geymt allt að 1.8 Gb af efni, og þeir eru því næstum því tvöfalt stærri en minidiskarnir sem hafa verið svo vinsælir. Diskarnir sjálfir eru lokaðir inní plasthlíf sem kemur í veg fyrir allar rispur og aðskotahluti. Reyndar er gat á hlífinni á einum stað sem er ætluð linsunni til að geta lesið diskinn en þetta býður í raun bara upp á vesen því að þarna er greið leið fyrir sand, ryk og aðra aðskotahluti til að troðast inn og festast. Þetta er vandamál sem auðveldlega hefði getað verið komið í veg fyrir með því að setja litla málmplötu yfir þetta gat líkt og gert er á minidiskum. Þetta vandamál ættu flestir samt að vera lausir við, svo lengi sem þeir ganga ekki með diskana í vasanum án hulsturs eða fara óvarlega með hann. Sony hefur einnig í bígerð að kvikmyndir verði í miklum mæli gefnar út á UMD formi. Á bandaríska markaðinum fylgir eintak af Spiderman 2 á UMD með hverri PSP vél sem er keypt, og Sony hafa gert samning við mörg stór kvikmyndafyrirtæki um að myndirnar þeirra verði einnig gefnar út á UMD formi. Mennirnir hjá Sony ætla sér greinilega stóra hluti með nýju diskana sína, og vonast til að í framtíðinni verði UMD jafn algengur miðill og DVD og VHS. Við skulum síðan fylgjast með hvort þeim muni takast það. PSP vélin notar einnig nýja tegund af minniskubbum sem heita Memory Stick Pro Duo. Þetta er litlir kubbar sem eru í raun alveg eins og gömlu góðu Memory Stick Pro kubbarnir, en þeir eru aðeins minni að stærð. Sony hlýtur að vera að vonast til þess að Pro Stick Duo verði vinsæl vara því að PSP tölvan styður enga aðra tegund af minniskubbum en þessa einu. Kubbarnir eru notaðir á nákvæmlega sama hátt og minniskort fyrir PS2 en þeir eru notaðir til að vista leikina sem þú spilar. Þeir eru hinsvegar einnig til staðar fyrir öll skjöl sem þú vilt geyma í PSP tölvunni þinni, hvort sem það er tónlist, myndbönd eða einhver gögn sem þú ert að flytja á milli staða. Memory Pro Stick Duo kubbarnir eru til í nokkrum stærðum og 1 Gb kubburinn er stærstur. PSP vélin er með innbyggðan mp3 spilara og myndbandsspilara sem geta spilað allt það sem þú hleður inn á minniskubbinn með USB tenginu. Vélin er líka með sérvalmöguleika þar sem hægt er að skoða ljósmyndirnar sínar í myndaalbúminu. Allar ljósmyndir sem hlaðið er inná vélina eru “kroppaðar” þannig að þær falla alveg inní skjáinn og birtast í bestu gæðum sem möguleg eru. Hinsvegar þurfa allar myndar sem geymdar eru í vélinni að vera í JPG. formi því að vélin styður ekki aðrar tegundir. Eins og áður var sagt þá styður vélin mp3 skjöl og er með innbyggðan spilara. Hún er einnig fær um að spila ATRAC skjöl, en ATRAC skjöl eru tegund af tónlistarskjölum sem Sony hefur einkarétt á. Lög í ATRAC formi eru u.þ.b helmingi minni að stærð heldur en MP3 lög, en hingað til hafa Sony neytt viðskiptavini sína til að breyta lögunum yfir í ATRAC file vegna þess að spilararnir þeirra hafa hingað til ekki stutt neitt annað format. Núna hafa Sony hinsvegar loksins ákveðið að hlusta á óskir viðskiptavina sinna, og þess vegna er PSP vélin fær um að spila MP3 skjöl auk ATRAC skjalanna. Hljóðgæðin sjálf eru mjög góð. Hátalarnir eru undir vélinni og gefa frá sér alveg ágætis hljóm, þótt að það sé óneitanlega betra að hafa góð heyrnartól tengd í vélina sem eru fær um að gefa frá sér sterkari hljóm. Núna, mörgum vikum eftir að ég sá vélina í fyrsta sinn, er ég ennþá að jafna mig eftir þau áhrif sem þessi litli skjár hafði á mig. Grafíkin í leikjunum sem ég fékk tækifæri til að prófa er alveg stórkostleg. Hún er nákvæm og myndgæðin eru skörp, litirnir eru jafnir og þéttir og í raun má segja að gæðin jafnist á við grófa útgáfu af PS2. Nokkrir af leikjunum hafa óþægilega langa hleðslutíma en það má alveg búast við því að það verði ekki vandamál í leikjum framtíðarinnar þegar leikjaframleiðendur eru búnir að venjast tæknibúnaðinum betur. Gæðin á myndböndum eru hreint út sagt ótrúleg. Myndin er skörp, litirnir sterkir og myndirnar renna mjög mjúklega. Eini gallin er sá að það getur verið þreytandi til lengdar að halda á vélinni fyrir framan sig. Þið getið verið örugg um það að eitthvert fyrirtæki mun fljótt gefa út stand fyrir vélina til að hvíla á. PSP vélin er með innbyggðan 802.11b WiFi móttakara fyrir þráðlaust internet. Það er svo einfalt að það nægir að ýta á takka til að tengjast þráðlausu netsambandi sem er innan nálægðar. Þannig geta allt að 16 leikmenn spilað saman í einu herbergi, algjörlega lausir við allar snúrur. Mjög þægilegt kerfi sem er vel upp sett, og verður án efa gífurlega vinsælt í framtíðinni. Rafhlaðan sem fylgir með vélinni endist í u.þ.b 3.5 klukkustundir í stanslausri spilun, ef hljóðið er haft á meðalstyrk og ljósstyrkurinn í meðallagi. Þótt að 3.5 klukkustundir sé ekkert gífurlega langur tími, er það fullkomlega ásættanlegt og það er alltaf hægt að kaupa aukarafhlöður. Til að spara rafhlöðuna er hægt að stilla baklýsinguna á minnsta styrk og slökkva á hljóðinu. Þótt það breyti ekki miklu, þá ætti það að bæta u.þ.b 45 mínútum við endingartímann. Rafhlaðan er hlaðin með venjulegu hleðslutæki sem allir sem eiga farsíma ættu að kannast við og því er stungið í samband í neðra hægra horninu á vélinni. Meðan vélin er í sambandi er hægt að spila tölvuleiki og myndbönd viðstöðulaust, en snúran flækist samt stundum óþægilega fyrir manni í spilun. Ekkert merkilegt vandamál svosem, bara nokkuð sem maður tekur eftir. Þetta er hinsvegar ekkert vandamál þegar maður er með heyrnartól tengd við vélina. Eins og áður var sagt er tölvan með tengi fyrir mini USB. Það er staðsett ofan á vélinni, og í gegnum það er hægt að hlaða öllu því efni sem maður vill inná Memory Stick Pro Duo kubbinn. Það er hinsvegar ekki hægt að hlaða vélina á þá vegu líkt og með iPod, en það er líka óþarfi. Við hliðina á tenginu eru tvö göt sem eru greinilega ætluð einhverjum aukahlut sem mun koma út fyrir vélina seinna. Þarna verður líka hægt að tengja PSP vélina við PS3 vélina sem kemur út á næsta ári og þannig breytist PSP tölvan í fjarstýringu. Niðurstaða: Sony Playstation Portable er hörkugræja sem mun, og hefur, gjörsamlega hækkað allar viðmiðanir í tölvuleikjaiðnaðinum. Markaðurinn fyrir “vasavélar” er ekki lengur undir einræði Nintendo, og Nintendo menn mega fara að vara sig vegna þess að PSP er komin til að vera. Myndgæðin eru í hæsta mögulega gæðaflokki og hljóðgæðin líka. Auk þess að vera leikjatölva má búast við því að PSP verði staðalbúnaður sem ferðahljómflutningstæki og kvikmyndatæki í framtíðinni. Frábær græja sem er svo sannarlega peninganna virði. Ég mæli eindregið með PSP vélinni fyrir alla þá sem hafa vit í hausnum og hafa gaman af skemmtilegum græjum. Bráðnauðsynleg fyrir alla tölvunörda. Sony PSP aftan áAllur PakkinnMemory Stick Pro Duo kubburinnNýi UMD diskurinn Árni Pétur Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Sony PSP tölvan, eða PlayStation Portable olli miklu fjaðrafoki um leið og Sony tilkynnti að þeir væru að útbúa leikjavél í vasastærð, enda er það markaður sem Nintendo hefur haft öll völd yfir undanfarin ár. Það þarf varla að nefna það að hörðustu tölvunördarnir hafa setið sveittir og beðið í eftirvæntingu eftir henni, og ég get viðurkennt það að ég er sekur um sama glæp. Því miður mun hinn íslenski almenningur þurfa að bíða nokkuð lengi í viðbót vegna þess að PSP tölvan kemur ekki á íslenskan markað fyrr en 1. september. Við vorum hinsvegar svo heppnir að við gátum útvegað okkur eitt eintak og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður handfjatlar PSP tölvuna í fyrsta sinn er gífurlega falleg hönnun. Stór glær skjárinn þekur u.þ.b 70% af allri framhliðinni á tölvunni og þessi mikla stærð á skjánum hentar fullkomlega til að koma þeirri frábæru grafík sem vélin býður uppá til skila. Vélin er með 11cm breiðan 16:9 LCD TFT skjá með 480x272 upplausn, 4 örvatakka, einn stýripinna, tvo axlartakka og gömlu góðu vini okkar X, kassann, hringinn og þríhyrninginn. Auk þess eru þarna Home takki, 2 Volume takkar og takki sem stýrir baklýsingunni. Með því að ýta á Home takkann ferð þú beint út úr leiknum og inní í upphafsskjá tölvunnar. Volume takkarnir tveir breyta hljóðstyrknum (sem getur verið ansi kröftugur á hæsta styrk), og takkinn sem stýrir baklýsingunni gerir akkúrat það sem nafnið bendir til, hann stýrir því hversu sterk lýsing er í bakgrunninum á skjánum. Hann hefur 3 mismunandi stillingar sem henta misvel við mismunandi aðstæður. Lægsta stillingin sparar mesta orku og hentar vel þegar maður situr í vel upplýstu herbergi. Miðstillingin er hentar best í venjulegu dagsljósi og svo er sterkasta ljósið góður kostur þegar myrkva tekur. Tölvan er mjög létt og hentar mjög vel í jakkavasa eða buxnavasa. Hún er hinsvegar aðeins of stór til að hún henti í band utan um hálsinn, en það er einmitt nokkuð sem margir Japanir hafa verið að gera (þá má nefna það að það er krókur á einu horninu á vélinni þar sem hægt er að festa band eða keðju). Það eru samt því miður nokkrir ókostir við svona flottan og sléttan skjá. Hann verður alveg gífurlega fljótt kámugur og óhreinn, og það getur verið þreytandi til lengdar að vera sífellt að þurrka af skjánum ef maður hefur verið að handfjatla vélina mikið. Svo rispast skjárinn líka auðveldlega ef að maður gengur með hann í vasanum án hlífðarveskis. Við vonum það innilega og reiknum með því að það komi fljótt á markað hlíf fyrir svona skjái, eða þá auka skjár úr plasti sem er þá hægt að skipta um. PSP vélin notast við nýja tegund af geisladiskum sem Sony hafa sérhannað fyrir vélina og kallast UMD diskar (Universal Media Disc). Þessir diskar geta geymt allt að 1.8 Gb af efni, og þeir eru því næstum því tvöfalt stærri en minidiskarnir sem hafa verið svo vinsælir. Diskarnir sjálfir eru lokaðir inní plasthlíf sem kemur í veg fyrir allar rispur og aðskotahluti. Reyndar er gat á hlífinni á einum stað sem er ætluð linsunni til að geta lesið diskinn en þetta býður í raun bara upp á vesen því að þarna er greið leið fyrir sand, ryk og aðra aðskotahluti til að troðast inn og festast. Þetta er vandamál sem auðveldlega hefði getað verið komið í veg fyrir með því að setja litla málmplötu yfir þetta gat líkt og gert er á minidiskum. Þetta vandamál ættu flestir samt að vera lausir við, svo lengi sem þeir ganga ekki með diskana í vasanum án hulsturs eða fara óvarlega með hann. Sony hefur einnig í bígerð að kvikmyndir verði í miklum mæli gefnar út á UMD formi. Á bandaríska markaðinum fylgir eintak af Spiderman 2 á UMD með hverri PSP vél sem er keypt, og Sony hafa gert samning við mörg stór kvikmyndafyrirtæki um að myndirnar þeirra verði einnig gefnar út á UMD formi. Mennirnir hjá Sony ætla sér greinilega stóra hluti með nýju diskana sína, og vonast til að í framtíðinni verði UMD jafn algengur miðill og DVD og VHS. Við skulum síðan fylgjast með hvort þeim muni takast það. PSP vélin notar einnig nýja tegund af minniskubbum sem heita Memory Stick Pro Duo. Þetta er litlir kubbar sem eru í raun alveg eins og gömlu góðu Memory Stick Pro kubbarnir, en þeir eru aðeins minni að stærð. Sony hlýtur að vera að vonast til þess að Pro Stick Duo verði vinsæl vara því að PSP tölvan styður enga aðra tegund af minniskubbum en þessa einu. Kubbarnir eru notaðir á nákvæmlega sama hátt og minniskort fyrir PS2 en þeir eru notaðir til að vista leikina sem þú spilar. Þeir eru hinsvegar einnig til staðar fyrir öll skjöl sem þú vilt geyma í PSP tölvunni þinni, hvort sem það er tónlist, myndbönd eða einhver gögn sem þú ert að flytja á milli staða. Memory Pro Stick Duo kubbarnir eru til í nokkrum stærðum og 1 Gb kubburinn er stærstur. PSP vélin er með innbyggðan mp3 spilara og myndbandsspilara sem geta spilað allt það sem þú hleður inn á minniskubbinn með USB tenginu. Vélin er líka með sérvalmöguleika þar sem hægt er að skoða ljósmyndirnar sínar í myndaalbúminu. Allar ljósmyndir sem hlaðið er inná vélina eru “kroppaðar” þannig að þær falla alveg inní skjáinn og birtast í bestu gæðum sem möguleg eru. Hinsvegar þurfa allar myndar sem geymdar eru í vélinni að vera í JPG. formi því að vélin styður ekki aðrar tegundir. Eins og áður var sagt þá styður vélin mp3 skjöl og er með innbyggðan spilara. Hún er einnig fær um að spila ATRAC skjöl, en ATRAC skjöl eru tegund af tónlistarskjölum sem Sony hefur einkarétt á. Lög í ATRAC formi eru u.þ.b helmingi minni að stærð heldur en MP3 lög, en hingað til hafa Sony neytt viðskiptavini sína til að breyta lögunum yfir í ATRAC file vegna þess að spilararnir þeirra hafa hingað til ekki stutt neitt annað format. Núna hafa Sony hinsvegar loksins ákveðið að hlusta á óskir viðskiptavina sinna, og þess vegna er PSP vélin fær um að spila MP3 skjöl auk ATRAC skjalanna. Hljóðgæðin sjálf eru mjög góð. Hátalarnir eru undir vélinni og gefa frá sér alveg ágætis hljóm, þótt að það sé óneitanlega betra að hafa góð heyrnartól tengd í vélina sem eru fær um að gefa frá sér sterkari hljóm. Núna, mörgum vikum eftir að ég sá vélina í fyrsta sinn, er ég ennþá að jafna mig eftir þau áhrif sem þessi litli skjár hafði á mig. Grafíkin í leikjunum sem ég fékk tækifæri til að prófa er alveg stórkostleg. Hún er nákvæm og myndgæðin eru skörp, litirnir eru jafnir og þéttir og í raun má segja að gæðin jafnist á við grófa útgáfu af PS2. Nokkrir af leikjunum hafa óþægilega langa hleðslutíma en það má alveg búast við því að það verði ekki vandamál í leikjum framtíðarinnar þegar leikjaframleiðendur eru búnir að venjast tæknibúnaðinum betur. Gæðin á myndböndum eru hreint út sagt ótrúleg. Myndin er skörp, litirnir sterkir og myndirnar renna mjög mjúklega. Eini gallin er sá að það getur verið þreytandi til lengdar að halda á vélinni fyrir framan sig. Þið getið verið örugg um það að eitthvert fyrirtæki mun fljótt gefa út stand fyrir vélina til að hvíla á. PSP vélin er með innbyggðan 802.11b WiFi móttakara fyrir þráðlaust internet. Það er svo einfalt að það nægir að ýta á takka til að tengjast þráðlausu netsambandi sem er innan nálægðar. Þannig geta allt að 16 leikmenn spilað saman í einu herbergi, algjörlega lausir við allar snúrur. Mjög þægilegt kerfi sem er vel upp sett, og verður án efa gífurlega vinsælt í framtíðinni. Rafhlaðan sem fylgir með vélinni endist í u.þ.b 3.5 klukkustundir í stanslausri spilun, ef hljóðið er haft á meðalstyrk og ljósstyrkurinn í meðallagi. Þótt að 3.5 klukkustundir sé ekkert gífurlega langur tími, er það fullkomlega ásættanlegt og það er alltaf hægt að kaupa aukarafhlöður. Til að spara rafhlöðuna er hægt að stilla baklýsinguna á minnsta styrk og slökkva á hljóðinu. Þótt það breyti ekki miklu, þá ætti það að bæta u.þ.b 45 mínútum við endingartímann. Rafhlaðan er hlaðin með venjulegu hleðslutæki sem allir sem eiga farsíma ættu að kannast við og því er stungið í samband í neðra hægra horninu á vélinni. Meðan vélin er í sambandi er hægt að spila tölvuleiki og myndbönd viðstöðulaust, en snúran flækist samt stundum óþægilega fyrir manni í spilun. Ekkert merkilegt vandamál svosem, bara nokkuð sem maður tekur eftir. Þetta er hinsvegar ekkert vandamál þegar maður er með heyrnartól tengd við vélina. Eins og áður var sagt er tölvan með tengi fyrir mini USB. Það er staðsett ofan á vélinni, og í gegnum það er hægt að hlaða öllu því efni sem maður vill inná Memory Stick Pro Duo kubbinn. Það er hinsvegar ekki hægt að hlaða vélina á þá vegu líkt og með iPod, en það er líka óþarfi. Við hliðina á tenginu eru tvö göt sem eru greinilega ætluð einhverjum aukahlut sem mun koma út fyrir vélina seinna. Þarna verður líka hægt að tengja PSP vélina við PS3 vélina sem kemur út á næsta ári og þannig breytist PSP tölvan í fjarstýringu. Niðurstaða: Sony Playstation Portable er hörkugræja sem mun, og hefur, gjörsamlega hækkað allar viðmiðanir í tölvuleikjaiðnaðinum. Markaðurinn fyrir “vasavélar” er ekki lengur undir einræði Nintendo, og Nintendo menn mega fara að vara sig vegna þess að PSP er komin til að vera. Myndgæðin eru í hæsta mögulega gæðaflokki og hljóðgæðin líka. Auk þess að vera leikjatölva má búast við því að PSP verði staðalbúnaður sem ferðahljómflutningstæki og kvikmyndatæki í framtíðinni. Frábær græja sem er svo sannarlega peninganna virði. Ég mæli eindregið með PSP vélinni fyrir alla þá sem hafa vit í hausnum og hafa gaman af skemmtilegum græjum. Bráðnauðsynleg fyrir alla tölvunörda. Sony PSP aftan áAllur PakkinnMemory Stick Pro Duo kubburinnNýi UMD diskurinn
Árni Pétur Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira