Afríka, Nkrumah og harðstjórarnir 14. júní 2005 00:01 Naomi Klein, svarinn andstæðingur hnattvæðingarinnar, skrifaði grein í Guardian þar sem hún fullyrti að öll vandræði Afríku væru Vesturlöndum og kapítalismanum að kenna. Þetta er vissulega hentug kenning þegar þarf að efna til mótmæla. Hvernig skyldu Vesturlönd annars bera ábyrgð á stríðinu í Súdan? Eða hinu algjöra stjórnleysi sem ríkir í Sómalíu – eina landi í heiminum þar sem er engin ríkisstjórn? Við getum líka nefnt stríðið í Kongó sem talið er vera eitt hið blóðugasta frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari. Þar hafa barist herir átta Afríkuríkja, fyrir utan glæpalýð og sveitir hinna ýmsu herstjóra. Það má kannski ásaka Vesturlönd fyrir að hafa ekki gripið inn í af nógu mikilli hörku – nú eru það þó sveitir Sameinuðu þjóðanna sem reyna að gæta friðarins í Kongó í ástandi sem er ekki síður skelfilegt en það sem Conrad lýsti í Heart of Darkness. Eða efnahaginn í Tansaníu sem Julius Nyerere, gamall eftirlætismaður vinstri hreyfingarinnar, rústaði með furðulegri blöndu af sósíalisma og samvinnustefnu uns landsmenn lifðu í algjörri örbirgð? Eða þá Robert Mugabwe sem hefur hitað upp gamlar lummur úr baráttunni gegn nýlenduveldunum til að reyna að breiða yfir óstjórn sína í Zimbabwe? --- --- --- Svona má lengi telja. Það síðasta sem gerir Afríku gagn er upphefja á ný þulu ásakana um illsku Vesturlanda sem hefur verið svo notadrjúg fyrir harðstjóra og pópúlista álfunnar síðustu áratugina. Það fer best á því að verk Franz Fanon rykfalli. Mesta vonarstjarna Afríku í lok nýlendutímans var Kwame Nkrumah í Ghana. Þetta var fjarska áhrifamikill stjórnmálamaður og dáður víða um lönd, feikilega mælskur. Nkrumah missti hins vegar fljótt tökin á stjórn lands síns. Saga hans er saga margra afrískra stjórnmálamanna á síðustu öld. Nkrumah átti mikið af orðum en lítið af raunverulegum lausnum. Með óraunsæjum áætlunum lagði hann efnahag lands síns í rúst á undraskommum tíma. Þegar illa gekk fór hann að kenna gömlu nýlenduveldunum um allt sem aflaga fór. Í staðinn tók Nkrumah upp samband við kommúniststastjórnir í Austur-Evrópu og Asíu; hann vildi iðnvæða land sitt að sovéskum hætti. Það fór að bera á mikilmennskubrjálæði í fari hans; andstæðingar hans voru fangelsaðir í stórum stíl, hann hóf að þjálfa skæruliðasveitir sem hann ætlaði að nota til að berjast í öðrum Afríkuríkjum. . Samt eru ýmsir sem halda því fram að Nkrumah hafi verið stjórnvitringur – bara svona langt á undan sinni samtíð. Það var þó vel við hæfi að hann var einmitt í Peking þegar hann var settur af snemma árs 1966 – á leið í opinbera heimsókn til vina sinna í Norður-Vietnam. --- --- --- Draumurinn um frjálsa og velmegandi Afríku dó að vissu leyti með Nkrumah, bjartsýni fyrstu áranna eftir að ríki álfunnar fengu sjálfstæði með stuttu millibili leystist upp í hrylling. Eftir honum komu harðstjórar eins og Idi Amin í Úganda, Mobuto Sese Seko í Zaire, Jean Bedel Bokassa í Miðafríkulýðveldinu, Daniel Arap Moi í Kenýa, Haile Mariam Mengistu í Eþíópíu, Omar Al Bashir í Súdan, Charles Taylor í Líberíu, Paul Biya í Kamerún, Julius Nyerere í Tansaníu og Sekou Toure í Gíneu. Listinn er því miður endalaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Naomi Klein, svarinn andstæðingur hnattvæðingarinnar, skrifaði grein í Guardian þar sem hún fullyrti að öll vandræði Afríku væru Vesturlöndum og kapítalismanum að kenna. Þetta er vissulega hentug kenning þegar þarf að efna til mótmæla. Hvernig skyldu Vesturlönd annars bera ábyrgð á stríðinu í Súdan? Eða hinu algjöra stjórnleysi sem ríkir í Sómalíu – eina landi í heiminum þar sem er engin ríkisstjórn? Við getum líka nefnt stríðið í Kongó sem talið er vera eitt hið blóðugasta frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari. Þar hafa barist herir átta Afríkuríkja, fyrir utan glæpalýð og sveitir hinna ýmsu herstjóra. Það má kannski ásaka Vesturlönd fyrir að hafa ekki gripið inn í af nógu mikilli hörku – nú eru það þó sveitir Sameinuðu þjóðanna sem reyna að gæta friðarins í Kongó í ástandi sem er ekki síður skelfilegt en það sem Conrad lýsti í Heart of Darkness. Eða efnahaginn í Tansaníu sem Julius Nyerere, gamall eftirlætismaður vinstri hreyfingarinnar, rústaði með furðulegri blöndu af sósíalisma og samvinnustefnu uns landsmenn lifðu í algjörri örbirgð? Eða þá Robert Mugabwe sem hefur hitað upp gamlar lummur úr baráttunni gegn nýlenduveldunum til að reyna að breiða yfir óstjórn sína í Zimbabwe? --- --- --- Svona má lengi telja. Það síðasta sem gerir Afríku gagn er upphefja á ný þulu ásakana um illsku Vesturlanda sem hefur verið svo notadrjúg fyrir harðstjóra og pópúlista álfunnar síðustu áratugina. Það fer best á því að verk Franz Fanon rykfalli. Mesta vonarstjarna Afríku í lok nýlendutímans var Kwame Nkrumah í Ghana. Þetta var fjarska áhrifamikill stjórnmálamaður og dáður víða um lönd, feikilega mælskur. Nkrumah missti hins vegar fljótt tökin á stjórn lands síns. Saga hans er saga margra afrískra stjórnmálamanna á síðustu öld. Nkrumah átti mikið af orðum en lítið af raunverulegum lausnum. Með óraunsæjum áætlunum lagði hann efnahag lands síns í rúst á undraskommum tíma. Þegar illa gekk fór hann að kenna gömlu nýlenduveldunum um allt sem aflaga fór. Í staðinn tók Nkrumah upp samband við kommúniststastjórnir í Austur-Evrópu og Asíu; hann vildi iðnvæða land sitt að sovéskum hætti. Það fór að bera á mikilmennskubrjálæði í fari hans; andstæðingar hans voru fangelsaðir í stórum stíl, hann hóf að þjálfa skæruliðasveitir sem hann ætlaði að nota til að berjast í öðrum Afríkuríkjum. . Samt eru ýmsir sem halda því fram að Nkrumah hafi verið stjórnvitringur – bara svona langt á undan sinni samtíð. Það var þó vel við hæfi að hann var einmitt í Peking þegar hann var settur af snemma árs 1966 – á leið í opinbera heimsókn til vina sinna í Norður-Vietnam. --- --- --- Draumurinn um frjálsa og velmegandi Afríku dó að vissu leyti með Nkrumah, bjartsýni fyrstu áranna eftir að ríki álfunnar fengu sjálfstæði með stuttu millibili leystist upp í hrylling. Eftir honum komu harðstjórar eins og Idi Amin í Úganda, Mobuto Sese Seko í Zaire, Jean Bedel Bokassa í Miðafríkulýðveldinu, Daniel Arap Moi í Kenýa, Haile Mariam Mengistu í Eþíópíu, Omar Al Bashir í Súdan, Charles Taylor í Líberíu, Paul Biya í Kamerún, Julius Nyerere í Tansaníu og Sekou Toure í Gíneu. Listinn er því miður endalaus.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun