Leikjavísir

Fyrsta Singstar keppnin haldin

Á fimmtudaginn 16. júní var fyrsta Singstar keppnin haldin á veitingastaðnum Glaumbar. Færri komust að en vildu og myndaðist góð stemming í salnum þegar keppnin hófst. Jafnt kynjahlutfall var í keppendahópnum og voru rokklög vinsæl hjá keppendum. Allir keppendur fengu Singstar varning til gefins eins og boli, gleraugu og VIP passa svo eitthvað sé nefnt. Verðlaunin voru svo að sjálfsögðu Singstar POP pakkinn ásamt Singstar vindsæng frá Senu og Corona úttekt frá Glaumbar. Sigurvegari kvöldsins var Hafdís Eyjadrottning. Skráning í næstu keppni hófst á meðan keppendur renndu í gegnum lögin sín og fylltist skráningin á svipstundu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.