Krúsi skrifar um Tekken 5 22. júní 2005 00:01 Jæja þá er hann loksins kominn Tekken 5. Eftir hrikalega bardaga svefnlausar nætur og mikið Adrenalín var maður sannfærður um að ekki væri hægt að toppa þetta...Það voru tímarnir. Adrenalínið byrjar þegar maður heldur á leiknum og er að setja hann í tölvuna. Að spila þennan leik er hreint út sagt magnað, hraðinn og grafíkin er geðveik. Greinilegt er að þeir nýta Playstation 2 tæknina í botn og hvað gerist þegar PS3 kemur.. uss! Spilun Það er hægt að velja yfir 30 bardagamenn og þrjár nýjar persónur líta dagsins ljós, Raven (bullandi Blade) greinilegt er að þeir halda áfram að notast við þekktar persónur úr hinum ýmsu áttum, FengWei og Asuka Kazama en ég hef grun um að það leynist einhver í viðbót! Einnig gamlar hetjur sem snúa aftur í nýju útliti, ásamt nýjum brögðum. Hægt er að safna peningum með því að sigra í hinum ýmsum keppnum til að kaupa nýja búninga á hetjurnar fyrir þá sem fíla það, getur samt orðið nokkuð fyndin útkoma á þeim. Tékkið á því. Einnig sem er skemmtilegt við þennan frábæra leik er möguleikinn að fara aftur í tímann og spila Tekken eins og hann kom fyrst út á Playstation fyrir næstum 10 árum síðan ásamt Tekken 2 og 3 og fleiri keppnum til að fá hina ýmsu bardagamenn. Tónlistin í leiknum er allt í lagi en frekar þreytandi til lengdar finnst mér. Grafík Vígvellirnir eru mjög flottir og mjög mikið lagt í þá eins og öll umgjörðin á leiknum t.d. smáatriðunum fjölgar sem um munar og til að gera umhverfið sem raunverulegast getur maður t.d fleygt blómum með snöggu hreyfingum. Niðurstaða Besti slagsmála leikur sem ég hef spilað hingað til! K-man gefur þessu 4,5 af 5 ekki spurning.K-man Tips . Ef þið fáið leið á tónlistini lækið þá bara og setjið ykkar stöff. Framleiðandi: Namco Útgefandi: Namco Heimasíða: www.tekken-official.jp Þessi dómur er gestadómur skrifaður af Krúsa. Ef þú vilt eiga séns á að skrifa gestadóm, skráðu þig í Geimklúbbinn og sendu sýnisdóm á geim@visir.is. Þú gætir fengið nýjan leik til að dæma. Franz Gestadómarar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Jæja þá er hann loksins kominn Tekken 5. Eftir hrikalega bardaga svefnlausar nætur og mikið Adrenalín var maður sannfærður um að ekki væri hægt að toppa þetta...Það voru tímarnir. Adrenalínið byrjar þegar maður heldur á leiknum og er að setja hann í tölvuna. Að spila þennan leik er hreint út sagt magnað, hraðinn og grafíkin er geðveik. Greinilegt er að þeir nýta Playstation 2 tæknina í botn og hvað gerist þegar PS3 kemur.. uss! Spilun Það er hægt að velja yfir 30 bardagamenn og þrjár nýjar persónur líta dagsins ljós, Raven (bullandi Blade) greinilegt er að þeir halda áfram að notast við þekktar persónur úr hinum ýmsu áttum, FengWei og Asuka Kazama en ég hef grun um að það leynist einhver í viðbót! Einnig gamlar hetjur sem snúa aftur í nýju útliti, ásamt nýjum brögðum. Hægt er að safna peningum með því að sigra í hinum ýmsum keppnum til að kaupa nýja búninga á hetjurnar fyrir þá sem fíla það, getur samt orðið nokkuð fyndin útkoma á þeim. Tékkið á því. Einnig sem er skemmtilegt við þennan frábæra leik er möguleikinn að fara aftur í tímann og spila Tekken eins og hann kom fyrst út á Playstation fyrir næstum 10 árum síðan ásamt Tekken 2 og 3 og fleiri keppnum til að fá hina ýmsu bardagamenn. Tónlistin í leiknum er allt í lagi en frekar þreytandi til lengdar finnst mér. Grafík Vígvellirnir eru mjög flottir og mjög mikið lagt í þá eins og öll umgjörðin á leiknum t.d. smáatriðunum fjölgar sem um munar og til að gera umhverfið sem raunverulegast getur maður t.d fleygt blómum með snöggu hreyfingum. Niðurstaða Besti slagsmála leikur sem ég hef spilað hingað til! K-man gefur þessu 4,5 af 5 ekki spurning.K-man Tips . Ef þið fáið leið á tónlistini lækið þá bara og setjið ykkar stöff. Framleiðandi: Namco Útgefandi: Namco Heimasíða: www.tekken-official.jp Þessi dómur er gestadómur skrifaður af Krúsa. Ef þú vilt eiga séns á að skrifa gestadóm, skráðu þig í Geimklúbbinn og sendu sýnisdóm á geim@visir.is. Þú gætir fengið nýjan leik til að dæma.
Franz Gestadómarar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira