Jenni dæmir Midnight Club 3 23. júní 2005 00:01 Rockstar games þeir hinir sömu og færðu okkur Grand theft auto eru hér komnir með nýjan leik í Midnight club seríunni eða Midnight club 3 dub edition. Midnight club er bílaleikur þar sem keppt er inn í borgum í brjálaðri umferð á ýmist sportbílum, eðalvögnum, chopperum, götuhjólum, hummerum eða jeppum. Umgjörð Hægt er að spila leikinn á nokkra vegu í arcade mode með multiplayer option, netspilun (eitthvað sem ég veit ekkert hvernig virkar) eða byggt upp þinn eigin feril sem er alveg málið. Allt viðmót á leiknum er mjög einfalt og þægilegt og í nógu að fikta. Hægt er að pimpa bílinn á allan mögulegan hátt. Bleikur hummer er kannski eitthvað sem kveikir í þér eða mitt uppáhald grænn charger með tveim röndum yfir húddið, svörtu áklæði, tvöföldu pústi, ítölskum álfelgum og alvöru stuðurum. Þetta er næstum því of mikið af valmöguleikum því treystu mér áður en þú veist af ertu búinn að týna þér í nokkra tíma án þess að taka eitt einasta race. Spilun Þegar búið er að gera bílinn eins og best verður á kosið er hægt að krúsa um borgina og leita uppi einhver fórnarlömb. Það kom mér á óvart að það er töluvert af mismunandi keppnum í gangi. Þá er annaðhvort hægt að skora á einhvern á götunni eða taka þátt í mismunandi keppnum. Hægt er að fá upp kort af borginni en annars ertu með lítið kort niðri í horninu sem minnir mikið á Grand theft auto og virkar vel. Race-inn sjálf eru ekkert allt of erfið þrátt fyrir mikinn hraða og jafnvel þótt umferðin komi á fleygiferð á móti þér. Hver bílaflokkur hefur sín mismunandi move t.a.m. að ryðja bílum af veginum eða að taka nákvæmar beygjur. Hjólin eru einnig búin þeim eiginleika að hægt er að nota líkamsþyngdina til að stjórna þeim betur og taka krappari beygjur. Allt skemmtilegir fídusar sem njóta sín vel og gera leikinn að einum besta bílaleik sem ég hef prófað. Grafík og hljóð Tónlistinn í leiknum er fjölbreytt og geta ábyggilega flestir fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem um ræðir rokk rapp, thechno eða dub. Fékk samt fljótt leið á henni og hafði oftast slökkt á henni og hlustaði bara á öskrin í bílunum. Grafíkin er mjög góð og eru borgirnar vel unnar allt niður í hvert smáatriði t.d. brotna staurar og ýmislegt annað ef keyrt er á það. Myndskeiðin renna líka vel og virka einnig sem góð kennsla ábílana og á öll auka múv sem fylgja leiknum. Niðurstaða Midnicht club 3 Dub edition er leikur sem ég mæli með ekki bara fyrir fólk sem fílar bíla. Ég er sjálfur búinn að festast margar nætur og er ekki ennþá hættur að spila þrátt fyrir að vera ekki mesti bílaleikja aðdáandinn. 4 af 5 mögulegum Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: Rockstar San Diego Útgefandi: Rockstar Games Heimasíða: http://www.rockstargames.com/midnightclub3/ Jenni söngvari í Brain Police skrifaði þennan gestadóm fyrir Geim. Þú getur sótt um að gerast gestadómari með því að skrá þig í Geimklúbbinn og senda okkur póst á geim@visir.is Franz Gestadómarar Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Rockstar games þeir hinir sömu og færðu okkur Grand theft auto eru hér komnir með nýjan leik í Midnight club seríunni eða Midnight club 3 dub edition. Midnight club er bílaleikur þar sem keppt er inn í borgum í brjálaðri umferð á ýmist sportbílum, eðalvögnum, chopperum, götuhjólum, hummerum eða jeppum. Umgjörð Hægt er að spila leikinn á nokkra vegu í arcade mode með multiplayer option, netspilun (eitthvað sem ég veit ekkert hvernig virkar) eða byggt upp þinn eigin feril sem er alveg málið. Allt viðmót á leiknum er mjög einfalt og þægilegt og í nógu að fikta. Hægt er að pimpa bílinn á allan mögulegan hátt. Bleikur hummer er kannski eitthvað sem kveikir í þér eða mitt uppáhald grænn charger með tveim röndum yfir húddið, svörtu áklæði, tvöföldu pústi, ítölskum álfelgum og alvöru stuðurum. Þetta er næstum því of mikið af valmöguleikum því treystu mér áður en þú veist af ertu búinn að týna þér í nokkra tíma án þess að taka eitt einasta race. Spilun Þegar búið er að gera bílinn eins og best verður á kosið er hægt að krúsa um borgina og leita uppi einhver fórnarlömb. Það kom mér á óvart að það er töluvert af mismunandi keppnum í gangi. Þá er annaðhvort hægt að skora á einhvern á götunni eða taka þátt í mismunandi keppnum. Hægt er að fá upp kort af borginni en annars ertu með lítið kort niðri í horninu sem minnir mikið á Grand theft auto og virkar vel. Race-inn sjálf eru ekkert allt of erfið þrátt fyrir mikinn hraða og jafnvel þótt umferðin komi á fleygiferð á móti þér. Hver bílaflokkur hefur sín mismunandi move t.a.m. að ryðja bílum af veginum eða að taka nákvæmar beygjur. Hjólin eru einnig búin þeim eiginleika að hægt er að nota líkamsþyngdina til að stjórna þeim betur og taka krappari beygjur. Allt skemmtilegir fídusar sem njóta sín vel og gera leikinn að einum besta bílaleik sem ég hef prófað. Grafík og hljóð Tónlistinn í leiknum er fjölbreytt og geta ábyggilega flestir fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem um ræðir rokk rapp, thechno eða dub. Fékk samt fljótt leið á henni og hafði oftast slökkt á henni og hlustaði bara á öskrin í bílunum. Grafíkin er mjög góð og eru borgirnar vel unnar allt niður í hvert smáatriði t.d. brotna staurar og ýmislegt annað ef keyrt er á það. Myndskeiðin renna líka vel og virka einnig sem góð kennsla ábílana og á öll auka múv sem fylgja leiknum. Niðurstaða Midnicht club 3 Dub edition er leikur sem ég mæli með ekki bara fyrir fólk sem fílar bíla. Ég er sjálfur búinn að festast margar nætur og er ekki ennþá hættur að spila þrátt fyrir að vera ekki mesti bílaleikja aðdáandinn. 4 af 5 mögulegum Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: Rockstar San Diego Útgefandi: Rockstar Games Heimasíða: http://www.rockstargames.com/midnightclub3/ Jenni söngvari í Brain Police skrifaði þennan gestadóm fyrir Geim. Þú getur sótt um að gerast gestadómari með því að skrá þig í Geimklúbbinn og senda okkur póst á geim@visir.is
Franz Gestadómarar Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira