Sumarbókmenntir 24. júní 2005 00:01 Einu sinni hafði ég Ulysses með mér í sumarfrí – ásamt með tilheyrandi uppflettiritum. Náði næstum að klára hana. Nokkrum árum síðar Moby Dick. Ég hallast að því að það sé mesta skáldsaga sem hefur verið skrifuð. Átján ára las ég Karamazov-bræðurna í miklum hitum Suður-Frakklandi. Kynntist þar amerískri stelpu, Lucy frá Idaho. Lá þunglyndur inni á herbergi og las. Hún var mjög hrifin af þessu og sagði: "Gee, you´ve got poetic hands!" Nú er með nokkrar bækur um alþjóðastjórnmál: Free World eftir Timothy Garton Ash, Colossus eftir Niall Ferguson. Og svo eru það reyfararnir – ég nenni ekki lengur að rogast með heimsbókmenntir í frí. --- --- --- En það eru alltaf vandræði að finna góða reyfara, ég verð fljótt uppiskroppa með þá. Ég hef reynt við Arnald Indriðason og Henning Mankell en það gekk ekki. Mér leiðast persónurnar í skandinavískum lögreglusögum – vindjakkamenn með bumbu. Bæði Arnaldur og Mankell eru að vinna úr þráðum frá Sjöwall og Wahlöö. Ég hef heldur ekki smekk fyrir John Grisham og amerískri lögfræði. Ekki heldur enskum lögreglusögum sem gerast í sveit. Svo þetta er dálítið þröngt. --- --- --- Skemmtilegastar finnst mér spennusögur með pólitísku ívafi – ég datt ofan í það fyrr í sumar að endurlesa bækur Martin Cruz Smith um rússneska lögreglumanninn Renko. Þær eru fínar, lýsa merkilega vel hruni Sovétríkjanna og vandræðaástandinu í Rússlandi. Nýjasta bókin, Wolves Eat Dogs, gerist í Tsjernobýl. Frægasta bók hans er auðvitað Gorky Park, en Polar Star sem kom þar á eftir er líka firnagóð. Annar góður spennusagnahöfundur er Michael Dibdin sem skrifar bókaflokk um ítalska lögreglumanninn Aurelio Zen. Dibdin hefur furðu góðan skilning á hinni djúpu og ævagömlu spillingu á Ítalíu, vænisýkinni og klíkuskapnum – landi þar sem lögunum er einfaldlega breytt ef forsætisráðherrann hefur orðið uppvís að afbrotum. Zen er skemmtilega margbrotin persóna; mótaður af því að vera upprunninn í hinum ævagömlu og dularfullu Feneyjum. Ég get líka nefnt Boris Akúnin sem skrifar bækurnar um rússneska leyndarráðið Erast Fandorin, en þær gerast á seinni hluta 19. aldar og fjalla um alþjóðleg undirferli, hryðjuverkamenn, glæpakónga og löngu gleymd stríð. Fandorin hefur verið lýst sem blöndu af James Bond og persónu úr bókum Dostoévskís. Árni Bergmann hefur verið að þýða þessar bækur á íslensku og á skildar þakkir fyrir. Ég set þó þann fyrirvara að síðasta bókin sem kom út á Íslandi, Tyrknesk refskák, er leiðinleg þótt sögusviðið sé áhugavert. --- --- --- Úrvalið í búðunum hérna í Grikklandi er ekki merkilegt. Bókaverslanirnar fá greinilega kassa með af helsta metsölulitteratúr ársins, ástarsögum og glæpabókum. En það fyrirfinnast líka búðir með gömlum bókum; sums staðar er jafnvel er hægt að skipta. Í svoleiðis búð varð ég mér úti um bók sem Jóhann Páll gaf út fyrir jólin og gat töfrað upp í metsölu með því að hengja hana utan á Da Vinci lykilinn. Jói kallaði hana Belladonnaskjalið, á ensku heitir hún Rule of Four. Þeir hjá Bjarti voru heldur fúlir yfir þessu. Þetta telst vera afrek í markaðssetningu, því sjálf getur bókin ekki talist vera afrek á neinn hátt. Þetta er hrútleiðinlegt gums, blanda af hálfmeltum fornlærdómi, ástum milli fólks sem er ekki hægt að hafa áhuga á og vináttu sviplítilla ungra manna. Á kápu er bókin sögð vera blanda af Dan Brown og F. Scott Fitzgerald. Jæja. Ég hljóp yfir aðra hverja síðu, en það kom ekki að sök því fléttan sem lofaði nokkuð góðu í upphafi endaði úti í móa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Einu sinni hafði ég Ulysses með mér í sumarfrí – ásamt með tilheyrandi uppflettiritum. Náði næstum að klára hana. Nokkrum árum síðar Moby Dick. Ég hallast að því að það sé mesta skáldsaga sem hefur verið skrifuð. Átján ára las ég Karamazov-bræðurna í miklum hitum Suður-Frakklandi. Kynntist þar amerískri stelpu, Lucy frá Idaho. Lá þunglyndur inni á herbergi og las. Hún var mjög hrifin af þessu og sagði: "Gee, you´ve got poetic hands!" Nú er með nokkrar bækur um alþjóðastjórnmál: Free World eftir Timothy Garton Ash, Colossus eftir Niall Ferguson. Og svo eru það reyfararnir – ég nenni ekki lengur að rogast með heimsbókmenntir í frí. --- --- --- En það eru alltaf vandræði að finna góða reyfara, ég verð fljótt uppiskroppa með þá. Ég hef reynt við Arnald Indriðason og Henning Mankell en það gekk ekki. Mér leiðast persónurnar í skandinavískum lögreglusögum – vindjakkamenn með bumbu. Bæði Arnaldur og Mankell eru að vinna úr þráðum frá Sjöwall og Wahlöö. Ég hef heldur ekki smekk fyrir John Grisham og amerískri lögfræði. Ekki heldur enskum lögreglusögum sem gerast í sveit. Svo þetta er dálítið þröngt. --- --- --- Skemmtilegastar finnst mér spennusögur með pólitísku ívafi – ég datt ofan í það fyrr í sumar að endurlesa bækur Martin Cruz Smith um rússneska lögreglumanninn Renko. Þær eru fínar, lýsa merkilega vel hruni Sovétríkjanna og vandræðaástandinu í Rússlandi. Nýjasta bókin, Wolves Eat Dogs, gerist í Tsjernobýl. Frægasta bók hans er auðvitað Gorky Park, en Polar Star sem kom þar á eftir er líka firnagóð. Annar góður spennusagnahöfundur er Michael Dibdin sem skrifar bókaflokk um ítalska lögreglumanninn Aurelio Zen. Dibdin hefur furðu góðan skilning á hinni djúpu og ævagömlu spillingu á Ítalíu, vænisýkinni og klíkuskapnum – landi þar sem lögunum er einfaldlega breytt ef forsætisráðherrann hefur orðið uppvís að afbrotum. Zen er skemmtilega margbrotin persóna; mótaður af því að vera upprunninn í hinum ævagömlu og dularfullu Feneyjum. Ég get líka nefnt Boris Akúnin sem skrifar bækurnar um rússneska leyndarráðið Erast Fandorin, en þær gerast á seinni hluta 19. aldar og fjalla um alþjóðleg undirferli, hryðjuverkamenn, glæpakónga og löngu gleymd stríð. Fandorin hefur verið lýst sem blöndu af James Bond og persónu úr bókum Dostoévskís. Árni Bergmann hefur verið að þýða þessar bækur á íslensku og á skildar þakkir fyrir. Ég set þó þann fyrirvara að síðasta bókin sem kom út á Íslandi, Tyrknesk refskák, er leiðinleg þótt sögusviðið sé áhugavert. --- --- --- Úrvalið í búðunum hérna í Grikklandi er ekki merkilegt. Bókaverslanirnar fá greinilega kassa með af helsta metsölulitteratúr ársins, ástarsögum og glæpabókum. En það fyrirfinnast líka búðir með gömlum bókum; sums staðar er jafnvel er hægt að skipta. Í svoleiðis búð varð ég mér úti um bók sem Jóhann Páll gaf út fyrir jólin og gat töfrað upp í metsölu með því að hengja hana utan á Da Vinci lykilinn. Jói kallaði hana Belladonnaskjalið, á ensku heitir hún Rule of Four. Þeir hjá Bjarti voru heldur fúlir yfir þessu. Þetta telst vera afrek í markaðssetningu, því sjálf getur bókin ekki talist vera afrek á neinn hátt. Þetta er hrútleiðinlegt gums, blanda af hálfmeltum fornlærdómi, ástum milli fólks sem er ekki hægt að hafa áhuga á og vináttu sviplítilla ungra manna. Á kápu er bókin sögð vera blanda af Dan Brown og F. Scott Fitzgerald. Jæja. Ég hljóp yfir aðra hverja síðu, en það kom ekki að sök því fléttan sem lofaði nokkuð góðu í upphafi endaði úti í móa.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun