Sport

Hatton vill berjast við Mayweather

IBF meistarinn Ricky Hatton vill ólmur fá að berjast við nýbakaðan WBC meistara Floyd Mayweather Jr og vill umfram allt fá stóra bardaga í Bandaríkjunum til að auka veg sinn og virðingu í íþróttinni. Hatton, sem er frá Manchester á Englandi, viðurkenndi að draumur sinn væri að berjast í Madison Square Garden í New York. "Madison er Mekka hnefaleikamanna og draumur minn er að keppa stóran bardaga þar. Mestu peningarnir og umtalið er á þessum slóðum og þangað vil ég komast," sagði Englendingurinn, sem hefur ákveðið að taka sér góða hvíld frá hnefaleikum eftir að hann sigraði Kostya Tszyu á dögunum. "Ég væri vel til í að mæta Floyd Mayweather í stórum bardaga og ég held að það yrði frábær slagur. Ég sá Mayweather sigra Arturo Gatti og frammistaða hans var ótrúleg, því Gatti er enginn pappakassi. Það sama má segja um sigur minn á Tszyu, hann þótti nokkuð sannfærandi og því held ég að það sé kjörið fyrir okkur að berjast næst," sagði Hatton.
Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×