Sport

Stoke með fjölmiðlafund á morgun

Stoke hefur boðað til fréttamannafundar á morgun miðvikudag en þá er búist við að kynntur verði nýr knattspyrnustjóri. Tony Pulis var í hádeginu í dag óvænt rekinn frá félaginu eftir 30 mánaða starf. Tregða við að skoða erlenda leikmannamarkaði er ástæðan fyrir brottrekstrinum að sögn stjórnarformanns Stoke City, Gunnars Þórs Gíslasonar. Yfirmaður fótboltamála hjá Stoke, John Rudge, tók tímabundið við stjórninni en jafnvel þó ekki nema til morguns. George Burley fyrrverandi stjóri hjá Ipswich er sterklega orðaður við stöðuna en hann hefur áður verið á óskalista Stoke. En miðað við útskýringar Gunnars má þó einnig teljast líklegt að erlendur knattspyrnustjóri taki við liðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×