Ástin á götunni

Fréttamynd

Fram og Þór Ak. á­fram í bikarnum

Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fram á heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Þá er Þór Akureyri komið áfram eftir sigur á ÍR í alvöru Lengjudeildarslag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tveir fimm­tán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val

Sigurður Breki Kárason, sem varð á dögunum yngsti leikmaður til að byrja leik í sögu efstu deildar karla í fótbolta á dögunum, skoraði eitt marka KR sem flaug áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Alexander Rafn Pálmason, yngsti leikmaður í sögu efstu deildar karla í fótbolta hér á landi, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu í sama leik. Valsmenn komust einnig áfram, með sigri gegn Grindavík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viðar Örn að glíma við meiðsli

Viðar Örn Kjartansson, framherji KA í Bestu deild karla í fótbolta, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Víking á dögunum. Hallgrímur Jónasson staðfesti meiðslin í stuttu viðtali við Fótbolti.net.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Gott að vera komin heim“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld þegar þær kjöldrógu nágrana sína í Stjörnunni 6-1 í fyrstu umferð Bestu deild kvenna. Frábær byrjun á mótinu hjá Íslandsmeisturunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mark­menn Bestu deildar kvenna: Há­sætið laust

Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á morgun, þriðjudag. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í markmannsmálum deildarinnar og segja má að hásætið sé laust eftir að bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir yfirgáfu land og þjóð til að spila erlendis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Daði leggur skóna á hilluna

Daði Ólafsson, leikmaður Fylkis í Lengjudeild karla í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Hann sleit krossband árið 2023 og hefur ekki náð fullum bata þrátt fyrir að spila tvo leiki með Fylki í Bestu deildinni á síðustu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sorg og ó­vissa en ljós við enda ganganna

Aron Elís Þrándarson varð fyrir miklu áfalli þegar tímabili hans í fótboltanum lauk strax í fyrsta leik. Hann er enn að jafna sig á mesta sjokkinu og ná sáttum við það að hann spili ekki fótbolta fyrr en á næsta ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stúkan segir ekki rautt og fram­kvæmda­stjórinn æfur: „Má leggja hana niður“

Skiptar skoðanir eru á rauðu spjaldi Arons Sigurðarsonar, fyrirliða KR, í 2-2 jafntefli við KA á Akureyri um liðna helgi. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en var sýnt í Stúkunni í gær. Sérfræðingar þar virtust sammála um að Aron hefði ekki átt að fá reisupassann, við dræmar undirtektir Akureyringa sem létu í sér heyra á samfélagsmiðlum.

Íslenski boltinn