Sport

Poulis vonsvikinn

"Ég vill taka það fram að litarháttur eða þjóðerni hafa aldrei haft áhrif á hvernig ég stilli upp mínu liði," sagði vonsvikinn Tony Pulis í samtali við breska fjölmiðla í gær, daginn eftir að hafa verið rekinn frá enska knattspyrnufélaginu Stoke City, sem er að mestu í eigu íslenska fjárfesta. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Stoke, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að stjórnin hefði tekið þá ákvörðun um að láta Pulis fara vegna tregðu hans við að leita á erlenda markaði eftir nýjum leikmönnum. Pulis gefur lítið fyrir þær ástæður. "Ég hef unnið með erlendum leikmönnum á tíma mínum hér hjá Stoke sem hafa verið að spila í mínu liði. Þetta snýst ekki um að kaupa til félagsins erlenda leikmenn, þetta snýst um að kaupa til félagsins góða leikmenn," sagði Pulis, sem mun þó fá mánaðarlegan launatékka frá Stoke næsta árið þar sem hann hafði skrifað undir nýjan samning við félagið í lok apríl sl. Leikmenn og aðdáendur Stoke eru furðu lostnir yfir starfsaðferðum íslensku stjórnarinnar og kvaðst Gerry Taggart, fyrrverandi leikmaður Leicester en núverandi leikmaður Stoke, að hann væri í sjokki yfir fréttunum. "Þetta er hryllingur. Þetta sýnir einfaldlega að það er aldrei hægt að vita hvað er í gangi á bakvið tjöldin," sagði Taggart.Það er því ljóst að það er ekki auðvelt starf sem bíður Johan Boskamp, nýjum knattspyrnustjóra félagsins sem skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gær. Boskamp þessi stjórnaði meðal annars Anderlecht til þriggja meistaratitla í Belgíu fyrir rúmum áratug áður hann tók við Genk og gerði þá að bikarmeisturum í landinu. Þar þjálfaði hann meðal annars Þórð Guðjónsson, núverandi leikmann Stoke, með góðum árangri.Fyrsta verk Boskamp verður að vinna traust leikmanna og áhangenda liðsins, en að sögn fjölmiðla í Stoke gæti reynst afar erfitt þar sem ekki beri á öðru en að stjórn félagsins sé að skiptast í tvær fylkingar, þá íslensku og þá ensku, þar sem flestir sem að félaginu koma séu á bandi þeirra síðarnefndu. Stjórnarmaðurinn Peter Coates, sá hinn sami og gerði Íslendingunum tilboð í félagið í fyrradag upp á 500 milljónir sem var umsvifalaust hafnað," kveðst óttast um framtíð félagsins í kjölfarið á atburðum síðustu daga. "Að reka Pulis var einhver furðulegasta ákvörðun sem ég hef vitað til í enskri fótboltasögu. Ég hef miklar áhyggjur af því hvert þetta félag er að stefna," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×