Sport

Brasilía vann Argentínu

Brasilíumenn sigruðu Argentínumenn með fjórum mörkum gegn einu í úrslitaleik álfukeppninnar í knattspyrnu í Frankfurt í Þýskalandi í gærkvöldi. Adriano og Kaka skoruðu í fyrri hálfleik og Ronaldinho kom Brasilíumönnum í 3-0 í byrjun síðari hálfleiks. Adriano bætti öðru marki sínu við á 63. mínútu en tveimur mínútum síðar minnkaði Pablo Aimar muninn. Þetta var stærsti sigur Brasilíumanna á Argentínumönnum í 37 ár. Þjóðverjar urðu í þriðja sæti í keppninni eftir sigur á Mexikóum 4-3 í framlengdum leik. Brasilíumaðurinn Adriano varð markakongur álfukeppninnar, skoraði 5 mörk. Flestir eru sammála um að álfukeppnin hafi verið mjög skemmtileg. Í leikjunum 16 voru skoruð 56 mörk eða 3 og hálft mark að meðaltali í leik. 580 þúsund miðar voru seldir á leikina en áætlun mótshaldara gerði ráð fyrir að um 420 þúsund miðar yrðu seldir. Áhuginn var mikill og mættu 12 þúsund manns á fyrstu æfingu Brasilíumanna. Þetta lofar góðu fyrir úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem verður í Þýskalandi á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×