Sport

KR áfram eftir bráðabana

KR komst naumlega áfram í 8 liða úrslit VISA bikarkeppni karla eftir sigur á 1. deildarliði Víkings í vítaspyrnukeppni og bráðabana. Gunnar Kristjánsson skoraði úr síðustu vítaspyrnunni fyrir KR eftir að Kristján Finnbogason hafði varið vítaspyrnu frá markverði Víkinga í bráðabana. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 3-3. KR-ingar komust í 2-0 eftir 27 mínútna leik með mörkum Garðars Jóhannssonar og Gunnars Kristjánssonar. Heimamenn í Víkingi náðu að jafna með mörkum frá Davíð Þór Rúnarssyni og Agli Atlasyni fyrir hálfleik þegar staðan var 2-2. Grétar Hjartarson kom KR-ingum í 3-2 en Hörður Bjarnason jafnaði metin 12 mínútum fyrir leikslok. Víkingar voru betri aðilinn í leiknum og geta KR-ingar þakkað Kristjáni Finnbogasyni markverði fyrir að fá ekki á sig fleiri mörk en heimamenn sóttu þungt undir lok leiks sem og í framlengingunni. Þróun vítaspyrnukeppninnar. Daníel Hjaltason 1-0 Víkingur Sigurvin Ólafsson 1-1 KR Höskuldur Einarsson 2-1 Víkingur Garðar Jóhannsson 2-2 KR Jóhann Hreiðarsson 3-2 Víkingur Gestur Pálsson VARIÐ 3-2 KR Hörður Bjarnason VARIÐ 3-2 Víkingur Grétar Hjartarson 3-3 KR Elmar D Sigþórsson 4-3 Víkingur Kristján Finnbogason 4-4 KR Bráðabani Egill Atlason 5-4 Víkingur Jökull Elísabetarson 5-5 KR Ingvar Kale VARIÐ 5-5 Víkingur Gunnar Kristjánsson 5-6 KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×