Sport

Gerrard áfram hjá Liverpool?

Óstaðfestar fréttir frá Liverpool herma að Steven Gerrard fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins verði eftir allt saman um kyrrt hjá félaginu. Gerrard fundaði með Rafael Benitez knattspyrnustjóra og Rick Parry stjórnarformanni Liverpool fyrr í kvöld og sást yfirgefa Anfield um klukkustund síðar. Á stuðningsmannavef Liverpool, This is Anfield, segja aðilar tengdir inn í félagið að sögusagnir hafi verið uppi um að umboðsskrifstofa Gerrards, SFX hafi komið af stað rógi sem hratt af stað írafárinu í kringum leikmanninn í dag. Aðilar frá SFX voru ekki viðstaddir fundinn í kvöld og þykir það benda til að einhver maðkur sé í mysunni. Það var talsmaður SFX sem tilkynnti fjölmiðlum í dag að Gerrard myndi ekki hefja nýjar samningaviðræður við Liverpool aftur. Talið er að Gerrard hafi verið boðin 100.000 pund í vikulaun á fundinum í kvöld. Búist er við yfirlýsingu frá Liverpool síðar í vikunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×