Margrét Lára með fimm mörk

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fimm mörk þegar lið hennar Valur kjöldró ÍA 9-0 í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöld. Dóra María Lárusdóttir, Rakel Logadóttir, Laufey Ólafsdóttir og Málfríður Sigurðardóttir skoruðu hin mörkin. Valur er í öðru sæti með 21 stig, þremur minna en Breiðablik sem á leik til góða. Skagastúlkur eru neðstar án stiga.