Lygar og launung 13. júlí 2005 00:01 Í kjölfar hryðjuverka í nágrannalöndum okkar smjúga klisjukenndar staðhæfingar inn um augu okkar og eyru: "Atlaga að vestrænum gildum, árás á okkar opna þjóðfélag og starfshætti hins frjálsa markaðar, tilræði öfgasinnaðra trúarofstækismanna við lýðræðið." Það er því ómaksins vert að staldra við um stund og kanna hverjir eru hornsteinarnir undir samfélagi okkar, lýðræðinu og hinum frjálsa markaði. Til þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir, verið meðábyrg um stjórn landsins og varið fé okkar með skynsamlegum hætti þurfum við að hafa greiðan aðgang að sönnum upplýsingum um gang mála og við verðum að geta treyst þeim, sem við um stundarsakir höfum falið stjórn landsins eða við höfum afhent fjármagn okkar til að ávaxta það í fyrirtækjum heima eða erlendis. Hornsteinar þessa opna samfélags okkar eru með öðrum orðum: sannleikur og traust. Og það eru ekki öfgasinnaðir trúarofstækismenn, sem eru sem óðast að grafa undan þessum hornsteinum með viðbjóðslegum árásum sínum á varnarlaust fólk. Það eru okkar eigin stjórnmálamenn og viðskiptajöfrar sem með daglegum gerðum sínum og framkomu mitt á meðal okkar, þögn og launung, lygi og blekkingum, uppspuna, hálfsannleika og útúrsnúningi eru að sá fræjum tortryggni og vantrausts, sem gætu orðið til að gera út af við lýðræðislegt og opið markaðsþjóðfélag. Nýlega áskotnaðist mér bókin The Rise of Political Lying, eða Uppgangur hinna pólitísku lyga. Höfundur hennar er Peter Oborne pólitískur ritstjóri breska stjórnmálatímaritsins Spectator. Þar rekur hann þróun pólitískra lyga og blekkinga í Bretlandi hin síðustu ár, í stjórnartíð Margrétar Thatchers og Tony Blairs. Hann staðhæfir að opinberar yfirlýsingar stjórnvalda byggist ekki lengur á fyrirliggjandi staðreyndum heldur miðist við þau áhrif, sem þeim er ætlað að hafa. Veruleikanum og pólitískum frásögnum af honum er hagrætt til samræmis við tilganginn hverju sinni. Þetta er nýtt, segir Oborne. Lygarar hafi að vísu áður komist í ríkisstjórnir og flestir stjórnmálamenn blekkja hver annan og almenning öðru hvoru. En á síðustu árum hafa lygar og blekkingar hætt að teljast afbrigðilegar og orðið fastur þáttur í breska stjórnkerfinu (eins og hinu bandaríska). Þessi þróun byrjaði undir Thatcher og hefur tvíeflst í höndum Tony Blairs og spunameistara hans. Á sama tíma hafa viðurlög verið stórlega hert, einkum þó í Bandaríkjunum, gegn hvers konar lygum, blekkingum, svikum og svindli í viðskiptum á hinum frjálsa markaði; hver hvítflibbakrimminn á fætur öðrum er sakfelldur og dæmdur til áratuga fangelsisvistar. Með þessu hefur traust almennings á starfsemi fjármálamannanna í City og í Wall Street verið endurreist eftir hvern skandalann á fætur öðrum á lokaárum síðustu aldar. Ímyndum okkur að hlutafélag afli sér fjár með útboði á almennum hlutafjármarkaði. Ímyndum okkur að skömmu eftir útboðið komi í ljós að að allt sem sagt var í kynningarbæklingi félagsins hafi verið haugalygi, eignirnar sem grobbað var af ekki verið til staðar og sjóðflæðið alger tilbúningur. Það er auðvelt að sjá að í slíku tilfelli yrði brugðist hart við. Fjölmiðlar, stjórnmálamenn og almenningur mundu í einum kór fordæma spillingu fjármálajöfranna, heimta opinbera rannsókn og stórhert viðurlög við fjármálaglæpum.Samt væri þarna aðeins um glataða fjármuni að ræða. Þegar stjórnmálamenn ljúga, draga okkur t.d. út í stríð á fölskum forsendum, eins og í Íraksmálinu, er um tugi þúsunda mannslífa að tefla. Hvers vegna ættum við þá að taka vægar á pólitískum lygum en viðskiptalygum? Bretar hafa reyndar sett ráðherrum sínum strangar reglur. Í fyrsta kafla í reglugerð um ráðherraábyrgð segir að "það hafi grundvallarþýðingu, að ráðherrar gefi þinginu nákvæmar upplýsingar og sannleikanum samkvæmar, og leiðrétti við fyrsta tækifæri hverja þá missögn, sem kann að slæðist inn í málflutning þeirra fyrir gáleysi." Hví skyldu löngu liðnir forystumenn breska þingsins hafa lagt á þetta slíka ofuráherslu? Vegna þess, eins og Oborne segir, að um leið og málflutningur ríkisstjórna fer að byggjast á ósannindum, þá missir öll almenn stjórnmálaumræða marks. Við erum meðhöndluð eins og óvitar. Okkur er ekki gert kleift að byggja ákvarðanir okkar á skynsemi og veita upplýst samþykki við ákvörðunum stjórnvalda. Og um leið og almenningur hefur gert sér grein fyrir að hann er bara ómerkilegur leiksoppur í augum stjórnmálamannanna og er hafður að ginningarfífli í pólitískum hráskinnsleik finnst honum réttilega sem hann hafi verið blekktur og svikinn. Hann missir allt traust á þeim og verður ónæmur fyrir fullyrðingum þeirra í framtíðinni. Oborne nefnir Íraksmálið sem dæmi. Hefði Tony Blair sagt breskum almenningi opinskátt, að markmið hans í Írak væri að hrekja Saddam Hussein frá völdum og skipta um stjórn og stjórnarhætti þar, væri vel hugsanlegt að fólkið hefði fylgt honum. En afleiðingin af blekkingum stjórnvalda verður djúpstæð og langvarandi tortryggni, sem mun gera hverjum þeim leiðtoga erfitt fyrir í framtíðinni, sem vill fylkja þjóðinni að baki sér til átaka. Þetta ættu íslenskir stjórnmálaleiðtogar og viðskiptajöfrar líka að hafa í huga þessa dagana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Í kjölfar hryðjuverka í nágrannalöndum okkar smjúga klisjukenndar staðhæfingar inn um augu okkar og eyru: "Atlaga að vestrænum gildum, árás á okkar opna þjóðfélag og starfshætti hins frjálsa markaðar, tilræði öfgasinnaðra trúarofstækismanna við lýðræðið." Það er því ómaksins vert að staldra við um stund og kanna hverjir eru hornsteinarnir undir samfélagi okkar, lýðræðinu og hinum frjálsa markaði. Til þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir, verið meðábyrg um stjórn landsins og varið fé okkar með skynsamlegum hætti þurfum við að hafa greiðan aðgang að sönnum upplýsingum um gang mála og við verðum að geta treyst þeim, sem við um stundarsakir höfum falið stjórn landsins eða við höfum afhent fjármagn okkar til að ávaxta það í fyrirtækjum heima eða erlendis. Hornsteinar þessa opna samfélags okkar eru með öðrum orðum: sannleikur og traust. Og það eru ekki öfgasinnaðir trúarofstækismenn, sem eru sem óðast að grafa undan þessum hornsteinum með viðbjóðslegum árásum sínum á varnarlaust fólk. Það eru okkar eigin stjórnmálamenn og viðskiptajöfrar sem með daglegum gerðum sínum og framkomu mitt á meðal okkar, þögn og launung, lygi og blekkingum, uppspuna, hálfsannleika og útúrsnúningi eru að sá fræjum tortryggni og vantrausts, sem gætu orðið til að gera út af við lýðræðislegt og opið markaðsþjóðfélag. Nýlega áskotnaðist mér bókin The Rise of Political Lying, eða Uppgangur hinna pólitísku lyga. Höfundur hennar er Peter Oborne pólitískur ritstjóri breska stjórnmálatímaritsins Spectator. Þar rekur hann þróun pólitískra lyga og blekkinga í Bretlandi hin síðustu ár, í stjórnartíð Margrétar Thatchers og Tony Blairs. Hann staðhæfir að opinberar yfirlýsingar stjórnvalda byggist ekki lengur á fyrirliggjandi staðreyndum heldur miðist við þau áhrif, sem þeim er ætlað að hafa. Veruleikanum og pólitískum frásögnum af honum er hagrætt til samræmis við tilganginn hverju sinni. Þetta er nýtt, segir Oborne. Lygarar hafi að vísu áður komist í ríkisstjórnir og flestir stjórnmálamenn blekkja hver annan og almenning öðru hvoru. En á síðustu árum hafa lygar og blekkingar hætt að teljast afbrigðilegar og orðið fastur þáttur í breska stjórnkerfinu (eins og hinu bandaríska). Þessi þróun byrjaði undir Thatcher og hefur tvíeflst í höndum Tony Blairs og spunameistara hans. Á sama tíma hafa viðurlög verið stórlega hert, einkum þó í Bandaríkjunum, gegn hvers konar lygum, blekkingum, svikum og svindli í viðskiptum á hinum frjálsa markaði; hver hvítflibbakrimminn á fætur öðrum er sakfelldur og dæmdur til áratuga fangelsisvistar. Með þessu hefur traust almennings á starfsemi fjármálamannanna í City og í Wall Street verið endurreist eftir hvern skandalann á fætur öðrum á lokaárum síðustu aldar. Ímyndum okkur að hlutafélag afli sér fjár með útboði á almennum hlutafjármarkaði. Ímyndum okkur að skömmu eftir útboðið komi í ljós að að allt sem sagt var í kynningarbæklingi félagsins hafi verið haugalygi, eignirnar sem grobbað var af ekki verið til staðar og sjóðflæðið alger tilbúningur. Það er auðvelt að sjá að í slíku tilfelli yrði brugðist hart við. Fjölmiðlar, stjórnmálamenn og almenningur mundu í einum kór fordæma spillingu fjármálajöfranna, heimta opinbera rannsókn og stórhert viðurlög við fjármálaglæpum.Samt væri þarna aðeins um glataða fjármuni að ræða. Þegar stjórnmálamenn ljúga, draga okkur t.d. út í stríð á fölskum forsendum, eins og í Íraksmálinu, er um tugi þúsunda mannslífa að tefla. Hvers vegna ættum við þá að taka vægar á pólitískum lygum en viðskiptalygum? Bretar hafa reyndar sett ráðherrum sínum strangar reglur. Í fyrsta kafla í reglugerð um ráðherraábyrgð segir að "það hafi grundvallarþýðingu, að ráðherrar gefi þinginu nákvæmar upplýsingar og sannleikanum samkvæmar, og leiðrétti við fyrsta tækifæri hverja þá missögn, sem kann að slæðist inn í málflutning þeirra fyrir gáleysi." Hví skyldu löngu liðnir forystumenn breska þingsins hafa lagt á þetta slíka ofuráherslu? Vegna þess, eins og Oborne segir, að um leið og málflutningur ríkisstjórna fer að byggjast á ósannindum, þá missir öll almenn stjórnmálaumræða marks. Við erum meðhöndluð eins og óvitar. Okkur er ekki gert kleift að byggja ákvarðanir okkar á skynsemi og veita upplýst samþykki við ákvörðunum stjórnvalda. Og um leið og almenningur hefur gert sér grein fyrir að hann er bara ómerkilegur leiksoppur í augum stjórnmálamannanna og er hafður að ginningarfífli í pólitískum hráskinnsleik finnst honum réttilega sem hann hafi verið blekktur og svikinn. Hann missir allt traust á þeim og verður ónæmur fyrir fullyrðingum þeirra í framtíðinni. Oborne nefnir Íraksmálið sem dæmi. Hefði Tony Blair sagt breskum almenningi opinskátt, að markmið hans í Írak væri að hrekja Saddam Hussein frá völdum og skipta um stjórn og stjórnarhætti þar, væri vel hugsanlegt að fólkið hefði fylgt honum. En afleiðingin af blekkingum stjórnvalda verður djúpstæð og langvarandi tortryggni, sem mun gera hverjum þeim leiðtoga erfitt fyrir í framtíðinni, sem vill fylkja þjóðinni að baki sér til átaka. Þetta ættu íslenskir stjórnmálaleiðtogar og viðskiptajöfrar líka að hafa í huga þessa dagana.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun