Lýðræðislegi lífsmátinn 15. júlí 2005 00:01 Eðlilega ræðir fólk mikið um hryðjuverkin í London fyrir viku síðan. Í útvarpi í gær mátti heyra dagskrárgerðarmenn brydda upp á þessu umræðuefni og oftar en einu sinni barst talið að frammistöðu bresku lögreglunnar. Þykir flestum að þegar skuli vera búið að finna tilræðismennina, flokka þá og skilgreina nokkurn veginn hverjir þetta voru. Það er full ástæða til að taka undir þessa aðdáun á árangri lögreglunnar, þrátt fyrir að allir geri sér vissulega grein fyrir að málið er fjarri því upplýst enn. Vinnubrögð af þessu tagi veita okkur almennum borgurum snert af öryggistilfinningu á tímum þegar öryggisleysi og ótti er dagskipun andstæðinga samfélagsgerðarinnar. Þetta hjálpar okkur líka til að trúa því að til sé vörn við baráttuaðferðum hryðjuverkamannanna og við eigum auðveldara með að taka undir með öllum sem stigið hafa á stokk og strengt þess heit að ofstækismenn muni ekki ná að eyðileggja lífsmáta okkar, lýðræðiskerfi, gildismat og grundvallarlífssýn. Þess vegna hlýtur maður að taka undir með útvarpsfólkinu, sem hrífst af árangri og yfirvegun bresku lögreglunnar. En mitt í þessari huggandi aðdáun læðist þó að nagandi óþægindaefi. Efi um hvort í þessu felist eingöngu góð tíðindi. Er góður árangur lögreglunnar í raun einhver varanleg vörn gegn hnyðjuverkum? Er það rétt hjá landsfeðrum Vesturlanda að öfgamenn muni ekki skemma grundvallargildi lýðræðissamfélagsins? Það er nefnilega full ástæða til að ætla að hryðjuverk verði ekki stöðvuð með þessum hætti einum og ennfremur að þegar sé farið að bresta í ýmsum stoðum í gildakerfi okkar. Þó lögregluaðgerðir séu nauðsynlegar og brýnar þá er ljóst að hryðjuverk eru af pólitískum, félagslegum og menningarlegum rótum og það er á þeim vettvangi sem hin mikilvæga barátta hlýtur að vera háð. Þetta hafa menn eins og Tony Blair raunar bent á síðustu daga. Spurningin um stöðu sjálfs lýðræðiskerfisins er ekki síður áleitin. Augljóslega verður hin félagslega og pólitíska barátta gegn hryðjuverkum ekki unnin á skömmum tíma og í millitíðinni verða yfirvöld að treysta á lögregluaðgerðir til að tryggja hinn "lýðræðislega lífsmáta". En það getur skipt öllu máli hvernig þessi lífsmáti er tryggður og hvernig að honum er hlúð. Hið opna samfélag er viðkvæmt og lítið þarf út af að bera til að lýðræði breytist í alræði. Þótt lögregla og eftirlit séu lýðræðinu nauðsynleg, þá eru þau enn nauðsynlegri alræðinu. Auknar heimildir til lögreglu, aukið eftirlit með persónuupplýsingum - hvort heldur eru símtöl, tölvupóstur eða annað - og þrengri skorður einstaklingsfrelsis eru allt viðbrögð sem talin eru "eðlileg" við hryðjuverkaárásum eins og þeim sem dunið hafa yfir síðustu árin. Út á þetta ganga tillögur breskra stjórnvalda nú og þetta var raunar eitt af því fyrsta sem íslenski forsætisráðherrann talaði um eftir sprengingarnar í síðustu viku. Sífellt er verið að ganga lengra í þessum efnum og hefur mörgum þótt nóg um samt. Síðan er eins og bylgja stjórnlyndis - sem kannski má kenna við stjórn Bush í Bandaríkjunum - fylgi í kjölfarið eða komi samhliða þessum öryggisráðstöfunum sem túlka þröngt öll álitamál stjórnsemi í hag en einstaklingsfrelsinu í óhag. Skemmst er að minnast skýrslu sem birt var á alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis í byrjum maí síðastliðins. Þar fullyrtu mannréttindasamtökin Statewatch og Alþjóða blaðamannasambandið (IFJ) beinlínis að viðvörunarbjöllur hjá öllum hugsandi mönnum ættu að vera farnar að hringja vegna viðbragðanna við 11. september 2001. Í skýrslunni er yfirlit frá um 20 löndum og komist að þeirri niðurstöðu að um helmingur þeirra staðla um lágmarksmannréttindi, sem sett eru fram í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna séu í hættu vegna stríðsins gegn hryðjuverkum. Um þetta sagði Aidan White, framkvæmdastjóri IFJ, í frétt á heimasíðu Blaðamannafélags Íslands: "Það er verið að skapa andrúmsloft óvissu og borgaraleg réttindi eru virt að vettugi, jafnvel í löndum sem búið hafa við fjölbreytni og umbyrðarlyndi." Merkin eru enda allstaðar um þessa lokun samfélagsins. Í síðustu viku var fimmtugri konu, Judith Miller virðulegum blaðamanni við New York Times, varpað í fangelsi fyrir að virða nafnleynd við heimildarmann sinn og svipaða strauma má greina í ýmsum Evrópulöndum. Það er fráleitt að gera lítið úr nauðsyn þess að tryggja öryggi almennra borgara í opnum lýðræðissamfélögum. Stundum er það hægt með lögregluaðgerðum og mikilvirku eftirliti og full ástæða er til að fagna árangri bresku lögreglunnar til þessa. En það er ekki síður mikilvægt að miklast ekki um of af litlum sigrum sem þessum og láta þá verða til þess að við göngumst sjálfviljug og í nafni öryggis á hönd lögreglu - og eftirlitssamfélaginu. Vegurinn til glötunar er of varðaður göfugum ásetningi ekki síst þegar stjórnvaldið sem fjöreggsins á að gæta er rammt að afli og þekkir ógjarnan takmörk sín - og minnir um margt á Lenna úr Músum og mönnum Steinbecks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Eðlilega ræðir fólk mikið um hryðjuverkin í London fyrir viku síðan. Í útvarpi í gær mátti heyra dagskrárgerðarmenn brydda upp á þessu umræðuefni og oftar en einu sinni barst talið að frammistöðu bresku lögreglunnar. Þykir flestum að þegar skuli vera búið að finna tilræðismennina, flokka þá og skilgreina nokkurn veginn hverjir þetta voru. Það er full ástæða til að taka undir þessa aðdáun á árangri lögreglunnar, þrátt fyrir að allir geri sér vissulega grein fyrir að málið er fjarri því upplýst enn. Vinnubrögð af þessu tagi veita okkur almennum borgurum snert af öryggistilfinningu á tímum þegar öryggisleysi og ótti er dagskipun andstæðinga samfélagsgerðarinnar. Þetta hjálpar okkur líka til að trúa því að til sé vörn við baráttuaðferðum hryðjuverkamannanna og við eigum auðveldara með að taka undir með öllum sem stigið hafa á stokk og strengt þess heit að ofstækismenn muni ekki ná að eyðileggja lífsmáta okkar, lýðræðiskerfi, gildismat og grundvallarlífssýn. Þess vegna hlýtur maður að taka undir með útvarpsfólkinu, sem hrífst af árangri og yfirvegun bresku lögreglunnar. En mitt í þessari huggandi aðdáun læðist þó að nagandi óþægindaefi. Efi um hvort í þessu felist eingöngu góð tíðindi. Er góður árangur lögreglunnar í raun einhver varanleg vörn gegn hnyðjuverkum? Er það rétt hjá landsfeðrum Vesturlanda að öfgamenn muni ekki skemma grundvallargildi lýðræðissamfélagsins? Það er nefnilega full ástæða til að ætla að hryðjuverk verði ekki stöðvuð með þessum hætti einum og ennfremur að þegar sé farið að bresta í ýmsum stoðum í gildakerfi okkar. Þó lögregluaðgerðir séu nauðsynlegar og brýnar þá er ljóst að hryðjuverk eru af pólitískum, félagslegum og menningarlegum rótum og það er á þeim vettvangi sem hin mikilvæga barátta hlýtur að vera háð. Þetta hafa menn eins og Tony Blair raunar bent á síðustu daga. Spurningin um stöðu sjálfs lýðræðiskerfisins er ekki síður áleitin. Augljóslega verður hin félagslega og pólitíska barátta gegn hryðjuverkum ekki unnin á skömmum tíma og í millitíðinni verða yfirvöld að treysta á lögregluaðgerðir til að tryggja hinn "lýðræðislega lífsmáta". En það getur skipt öllu máli hvernig þessi lífsmáti er tryggður og hvernig að honum er hlúð. Hið opna samfélag er viðkvæmt og lítið þarf út af að bera til að lýðræði breytist í alræði. Þótt lögregla og eftirlit séu lýðræðinu nauðsynleg, þá eru þau enn nauðsynlegri alræðinu. Auknar heimildir til lögreglu, aukið eftirlit með persónuupplýsingum - hvort heldur eru símtöl, tölvupóstur eða annað - og þrengri skorður einstaklingsfrelsis eru allt viðbrögð sem talin eru "eðlileg" við hryðjuverkaárásum eins og þeim sem dunið hafa yfir síðustu árin. Út á þetta ganga tillögur breskra stjórnvalda nú og þetta var raunar eitt af því fyrsta sem íslenski forsætisráðherrann talaði um eftir sprengingarnar í síðustu viku. Sífellt er verið að ganga lengra í þessum efnum og hefur mörgum þótt nóg um samt. Síðan er eins og bylgja stjórnlyndis - sem kannski má kenna við stjórn Bush í Bandaríkjunum - fylgi í kjölfarið eða komi samhliða þessum öryggisráðstöfunum sem túlka þröngt öll álitamál stjórnsemi í hag en einstaklingsfrelsinu í óhag. Skemmst er að minnast skýrslu sem birt var á alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis í byrjum maí síðastliðins. Þar fullyrtu mannréttindasamtökin Statewatch og Alþjóða blaðamannasambandið (IFJ) beinlínis að viðvörunarbjöllur hjá öllum hugsandi mönnum ættu að vera farnar að hringja vegna viðbragðanna við 11. september 2001. Í skýrslunni er yfirlit frá um 20 löndum og komist að þeirri niðurstöðu að um helmingur þeirra staðla um lágmarksmannréttindi, sem sett eru fram í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna séu í hættu vegna stríðsins gegn hryðjuverkum. Um þetta sagði Aidan White, framkvæmdastjóri IFJ, í frétt á heimasíðu Blaðamannafélags Íslands: "Það er verið að skapa andrúmsloft óvissu og borgaraleg réttindi eru virt að vettugi, jafnvel í löndum sem búið hafa við fjölbreytni og umbyrðarlyndi." Merkin eru enda allstaðar um þessa lokun samfélagsins. Í síðustu viku var fimmtugri konu, Judith Miller virðulegum blaðamanni við New York Times, varpað í fangelsi fyrir að virða nafnleynd við heimildarmann sinn og svipaða strauma má greina í ýmsum Evrópulöndum. Það er fráleitt að gera lítið úr nauðsyn þess að tryggja öryggi almennra borgara í opnum lýðræðissamfélögum. Stundum er það hægt með lögregluaðgerðum og mikilvirku eftirliti og full ástæða er til að fagna árangri bresku lögreglunnar til þessa. En það er ekki síður mikilvægt að miklast ekki um of af litlum sigrum sem þessum og láta þá verða til þess að við göngumst sjálfviljug og í nafni öryggis á hönd lögreglu - og eftirlitssamfélaginu. Vegurinn til glötunar er of varðaður göfugum ásetningi ekki síst þegar stjórnvaldið sem fjöreggsins á að gæta er rammt að afli og þekkir ógjarnan takmörk sín - og minnir um margt á Lenna úr Músum og mönnum Steinbecks.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun