Ef þú ert svangur... en samt ekki 15. júlí 2005 00:01 Gunnar Karl Gíslason yfirmatreiðslumaður segir að stefnan sé að bjóða upp á allt í senn, stílhreint og afslappað umhverfi og flottan en frjálslegan matseðil. "Við skilgreinum okkur sem skandinavískt bistro og tilgangurinn er að höfða til breiðs hóps. Hér erum við með hádegis- og kvöldmatseðil og mikið úrval af smáréttum," segir Gunnar og bendir á yfirskrift smáréttanna: "Svangur... en samt ekki...." sem er ástand sem margir kannast við. Á matseðlinum kennir ýmissa grasa en ásamt léttu og skemmtilegu smáréttunum svífur rammíslenskur andi yfir vötnum og meðal annars er hægt að panta sér lambaskanka, salkjöt, þorsk, skyr, rjóma og rabarbara. "Við reynum að hafa þetta sem fjölbreyttast og finnum að það höfðar til fólks. Brasseraðir lambaskankar eru til dæmis alltaf klassískir.Hvernig eru þeir matreiddir? Þeir eru brúnaðir í ofni og settir í pott með miklu grænmeti og kryddjurtum. Þetta fær svo að malla í um það bil fimm tíma. Þá er vökvinn sigtaður frá og soðið oní kjarnann og soðið bakað upp með smjöri. Þá fer kjötið út í ásamt gróft skornu rótargrænmetinu og þetta er svo borið fram á kartöflumús með stökkum gljáðum kartöflum og miklu dilli. Þetta er alveg dásamlegur réttur," segir Gunnar brosandi. Þeim á B5 finnst líka gaman að geta boðið upp á saltkjöt, skyr, rjóma og rabarbara, svo eitthvað sé nefnt, enda hefur matseðillinn mælst vel fyrir, bæði hjá útlendum og innfæddum. "Þetta á að vera huggulegt og ljúft, starfsfólkið er frjálslegt og "casual" og maturinn í stíl við það."Lambaskankinn er borinn fram með gljáðum kartöflum og miklu dilliPáll BergmannSmáréttir fyrir þá sem eru svangir.... en samt ekki...Páll Bergmann Matur Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Gunnar Karl Gíslason yfirmatreiðslumaður segir að stefnan sé að bjóða upp á allt í senn, stílhreint og afslappað umhverfi og flottan en frjálslegan matseðil. "Við skilgreinum okkur sem skandinavískt bistro og tilgangurinn er að höfða til breiðs hóps. Hér erum við með hádegis- og kvöldmatseðil og mikið úrval af smáréttum," segir Gunnar og bendir á yfirskrift smáréttanna: "Svangur... en samt ekki...." sem er ástand sem margir kannast við. Á matseðlinum kennir ýmissa grasa en ásamt léttu og skemmtilegu smáréttunum svífur rammíslenskur andi yfir vötnum og meðal annars er hægt að panta sér lambaskanka, salkjöt, þorsk, skyr, rjóma og rabarbara. "Við reynum að hafa þetta sem fjölbreyttast og finnum að það höfðar til fólks. Brasseraðir lambaskankar eru til dæmis alltaf klassískir.Hvernig eru þeir matreiddir? Þeir eru brúnaðir í ofni og settir í pott með miklu grænmeti og kryddjurtum. Þetta fær svo að malla í um það bil fimm tíma. Þá er vökvinn sigtaður frá og soðið oní kjarnann og soðið bakað upp með smjöri. Þá fer kjötið út í ásamt gróft skornu rótargrænmetinu og þetta er svo borið fram á kartöflumús með stökkum gljáðum kartöflum og miklu dilli. Þetta er alveg dásamlegur réttur," segir Gunnar brosandi. Þeim á B5 finnst líka gaman að geta boðið upp á saltkjöt, skyr, rjóma og rabarbara, svo eitthvað sé nefnt, enda hefur matseðillinn mælst vel fyrir, bæði hjá útlendum og innfæddum. "Þetta á að vera huggulegt og ljúft, starfsfólkið er frjálslegt og "casual" og maturinn í stíl við það."Lambaskankinn er borinn fram með gljáðum kartöflum og miklu dilliPáll BergmannSmáréttir fyrir þá sem eru svangir.... en samt ekki...Páll Bergmann
Matur Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira