Bjarnargreiði við náttúruvernd 27. júlí 2005 00:01 Mótmælendur hlekkja sig við tæki og trufla vinnu starfsmanna Impregilo við Kárahnjúkavirkjun, þeir lenda í átökum við lögreglu og skemma vinnuvélar. Eru þetta ekki fréttir sem hefði mátt búast við síðsumars 2003 þegar framkvæmdir hófust við virkjunina fremur en nú, tveimur árum síðar þegar stíflan er komin langleiðina upp á bakka Dimmugljúfra? Sá fámenni en harðsnúni hópur mótmælenda sem fulltrúar sýslumannsins á Seyðisfirði fjarlægði af vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar í fyrrinótt gerir náttúrurvernd á Íslandi lítinn greiða með framferði sínu. Erfitt er að átta sig á hvað fólkinu gengur til með þessu háttalagi. Hefur það virkilega ekkert betra að gera? Það hljóta að vera aðrar framkvæmdir í undirbúningi á jarðarkringlunni sem er líklegra að hægt sé að hafa áhrif á með mótmælum en Kárahnjúkavirkjun. Tíma og orku þessa fólks hlýtur að vera betur varið annars staðar en á hálendinu fyrir austan Vatnajökul. Burt séð frá þeim skoðunum sem maður hefur á framkvæmdunum sem þar standa yfir, liggur í augum uppi að þær verða ekki stöðvaðar úr þessu. Auðvitað hefur fólk almennt áttað sig á þeirri staðreynd, fyrir utan þær fáu hræður sem hafa dvalist í tjaldbúðum mótmælenda. Það er reyndar hálfgerð ofrausn að kalla tjöldin sem mótmælendur reistu tjaldbúðir. Áform um mannmörg mótmæli og fjölmennar tjaldbúðir hafa brugðist. Fjöldi þeirra sem mest hafa haft sig frammi og farið inn á bannsvæði við virkjunina er rétt um tuttugu manns. Einn af þeim þremur sem lögreglan handtók í fyrrinótt er maður sem einnig var handtekinn við mótmælaaðgerðir þegar þjóðarleiðtogar átta helstu iðnríkja heims funduðu í Edinborg nú í júní. Þennan mann má kalla atvinnumótmælanda sem ferðast um heiminn í leit að mótmælum, líkt og málaliði í leit að stríði. Hann á sér marga kollega sem hafa skilið eftir sig sviðna jörð í Davos, Genúa, Seattle og fleiri stöðum þar sem þeir hafa komið saman og blásið til átaka við lögreglu undir yfirskini mótmælaaðgerða. Nú er auðvitað langt frá því að nokkuð sé við það að athuga að fólk mótmæli, þvert á móti mættum við Íslendingar oftar láta hraustlegar í okkur heyra í stað þess að tuða hvert í sínu horni þegar okkur ofbýður, en þegar mótmælin virðast eingöngu vera mótmælanna vegna, og eru algjörlega sneydd því að geta haft nokkur áhrif, er betur heima setið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Mótmælendur hlekkja sig við tæki og trufla vinnu starfsmanna Impregilo við Kárahnjúkavirkjun, þeir lenda í átökum við lögreglu og skemma vinnuvélar. Eru þetta ekki fréttir sem hefði mátt búast við síðsumars 2003 þegar framkvæmdir hófust við virkjunina fremur en nú, tveimur árum síðar þegar stíflan er komin langleiðina upp á bakka Dimmugljúfra? Sá fámenni en harðsnúni hópur mótmælenda sem fulltrúar sýslumannsins á Seyðisfirði fjarlægði af vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar í fyrrinótt gerir náttúrurvernd á Íslandi lítinn greiða með framferði sínu. Erfitt er að átta sig á hvað fólkinu gengur til með þessu háttalagi. Hefur það virkilega ekkert betra að gera? Það hljóta að vera aðrar framkvæmdir í undirbúningi á jarðarkringlunni sem er líklegra að hægt sé að hafa áhrif á með mótmælum en Kárahnjúkavirkjun. Tíma og orku þessa fólks hlýtur að vera betur varið annars staðar en á hálendinu fyrir austan Vatnajökul. Burt séð frá þeim skoðunum sem maður hefur á framkvæmdunum sem þar standa yfir, liggur í augum uppi að þær verða ekki stöðvaðar úr þessu. Auðvitað hefur fólk almennt áttað sig á þeirri staðreynd, fyrir utan þær fáu hræður sem hafa dvalist í tjaldbúðum mótmælenda. Það er reyndar hálfgerð ofrausn að kalla tjöldin sem mótmælendur reistu tjaldbúðir. Áform um mannmörg mótmæli og fjölmennar tjaldbúðir hafa brugðist. Fjöldi þeirra sem mest hafa haft sig frammi og farið inn á bannsvæði við virkjunina er rétt um tuttugu manns. Einn af þeim þremur sem lögreglan handtók í fyrrinótt er maður sem einnig var handtekinn við mótmælaaðgerðir þegar þjóðarleiðtogar átta helstu iðnríkja heims funduðu í Edinborg nú í júní. Þennan mann má kalla atvinnumótmælanda sem ferðast um heiminn í leit að mótmælum, líkt og málaliði í leit að stríði. Hann á sér marga kollega sem hafa skilið eftir sig sviðna jörð í Davos, Genúa, Seattle og fleiri stöðum þar sem þeir hafa komið saman og blásið til átaka við lögreglu undir yfirskini mótmælaaðgerða. Nú er auðvitað langt frá því að nokkuð sé við það að athuga að fólk mótmæli, þvert á móti mættum við Íslendingar oftar láta hraustlegar í okkur heyra í stað þess að tuða hvert í sínu horni þegar okkur ofbýður, en þegar mótmælin virðast eingöngu vera mótmælanna vegna, og eru algjörlega sneydd því að geta haft nokkur áhrif, er betur heima setið.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun