Gutta cavat lapidem? 29. júlí 2005 00:01 Hjarðmennska fjölmiðla er vel þekkt. Það eru sömu hlutirnir sem fjallað er um á vel felstum miðlum. Ef einn byrjar að tala um eitthvað, þá er viðbúið að aðrir komi á eftir með sinn vinkil á málinu. Stundum er þetta fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt, sérstaklega í fréttum þar sem nokkur samhljómur er í skilgreiningu á því hvað telst frétt. Hins vegar gengur þetta stundum mun lengra. Öll þekkjum við klisjur sem fjölmiðlar fjalla árvisst um í löngu máli og enginn skilur í rauninni hvers vegna. Iðulega tengist slík umfjöllun tilteknum dögum og verður viðamest í dagskrárgerð útvarpsstöðvanna þar sem dagskrárgerðarmenn spjalla daginn út og inn um málið – eins og þeir hafi himin höndum tekið að hafa loksins fengið eitthvað að tala um. Þorláksmessuskatan er dæmi um þetta, konudagurinn, bóndadagurinn og mæðradagurinn. Því miður er þessi umfjöllun iðulega auglýsingatengd í þokkabót. Verslunarmannahelgin er á góðri leið með að verða að svona fyrirbæri enda miklir fjárhagshagsmunir í húfi – þrátt fyrir að ýmiss konar raunverulegt fréttaefni tengist raunar þeirri helgi líka. Látlaus síbylja á nær öllum rásum gegn hraðakstri, nauðgunum, unglingadrykkju í bland við misvel dulbúinn áróður og auglýsingar fyrir útihátíðum og bjórdrykkju er að komast á það stig verða að suði í eyrum fólks. Suði sem fer inn um annað eyrað og út um hitt. Óvíst er hversu miklum árangri réttmætar forvarnir og viðvörunarorð eru að ná í þessu mótsagnakennda áróðursstríði – en miðað við frétt í Fréttablaðinu í gær virðist áfengisáróðurinn ná tilætluðum árangri. Nú stefnir í nýtt sölumet hjá ÁTVR, 700 þúsund lítrar á einni viku eða meira en tveir lítrar áfengis á hvert einasta bannsbarn í landinu. Grænlendingar hvað?! Þegar síðan fréttir berast af því að hraðakstur tíðkist enn í stórum stíl og að tugir séu teknir á hverjum sólarrhing nálægt þéttbýlissöðum, vaknar grunur um að forvarnar- og viðvörunarskilaboðin séu mun síður að ná í gegn en glansmyndir töffaraskaparins. Ein frétt úr hinu hannaða verslunarmannarhelgar-fréttaflóði vakti öðrum fréttum frekar athygli vegna þess að hún hafði ekki verið sögð mjög oft áður. Sú frétt kom frá tryggingafélaginu Sjóva, sem hafði tekið saman áætlaðan heildarkostnað vegna umferðarslysa síðustu fimm verslunarmannahelgar. Tölurnar eru byggðar á málum sem komu til félagsins og eru því í raun áætlaður kostnaður tryggingafélaganna. Niðurstaðan er að umferðarslysin þessar fimm verslunarmannahelga kosta ekki undir 1,5 milljarði króna eða um 300 miljónir hverja helgi. Þetta eru háar tölur og erfitt fyrir okkur, þetta venjulega fólk, að átta sig á þeim. Hins vegar er ég sannfærður um, að ef það bankaði upp hjá mér maður frá tryggingafélaginu mínu eftir helgina og rukkaði mig um 1000 kr. umferðartoll fyrir hvern fjölskyldumeðlim vegna umferðarslysa helgarinnar – samtals 4.000 kr. í mínu tilfelli – yrði mér brugðið. Reikni nú hver fyrir sig. Hér er þó einungis um að ræða þann peningalega kostnað sem verslunarmannahelgarflóðið kostar. Inni í þessum tölum leynast vitaskuld ómældir harmleikir fólks sem hefur örkumlast, dáið, eða misst í slysum. Síbylja forvarnarskilaboðanna virðist ekki vera að ná þeim árangri sem vonast er eftir og ugglaust eru margir hættir að heyra þau eða hreinlega slökka á tækjunum þegar síendurtekin varnaðarorð félagslega meðvitaðra embættismanna, lögreglu og útvarps Umferðarráðs koma enn einu sinni og segja sömu hlutina og þeir sögðu í fyrra og árið þar áður. Hjá Umferðarráði er þetta vandamál raunar ekki bundið við verslunarmannahelgina þótt umferðarþunginn sé augljóslega mestur þá. Þeir starfa á heilsársgrundvelli og þurfa því að slást um athyglina alla daga. Nýleg og umdeild auglýsingaherferð þeirra var einmitt dæmi um tilraun til að yfirtrompa á því sviði, þótt þau hafi raunar náð athyglinni á annan hátt en þau bjuggust við, þ.e. með því að krafist var banns á auglýsingar þeirra. Hins vegar er því ekki að neita að það eru miklir kraftar sem vinna gegn forvarnar- og viðvörunarskilaboðunum. Kraftar tísku og augýsinga og efnahagslegir hagsmunir sem tengjast sölu á vörum og þjónustu. Því er nauðsynlegt að velta fyrir sér hvar við stæðum ef ekki hefðu komið til þessar hvimleiðu síendurteknu forvarnir og viðvaranir? Slíkt verður vitaskuld aldrei mælt af neinu viti. Rómverjar til forna sögðu "Gutta cavat lapidem", að dropinn holaði steininn. Út á það gengur þessi forvarnarhugmyndafræði, að skilaboðin komist til skila séu þau endurtekin nægjanlega oft. Vonandi er það rétt, og í því ljósi hljóta menn að sætta sig við þau. En er ekki kominn tími til að auglýsa eftir nýrri hugmyndafræði í þessum efnum - einhverju sem kynni að virka betur og gerði um leið pirruðum fjölmiðlafíklum aðeins bærilegra að hlusta á útvarp? Góða verslunarmannahelgi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hjarðmennska fjölmiðla er vel þekkt. Það eru sömu hlutirnir sem fjallað er um á vel felstum miðlum. Ef einn byrjar að tala um eitthvað, þá er viðbúið að aðrir komi á eftir með sinn vinkil á málinu. Stundum er þetta fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt, sérstaklega í fréttum þar sem nokkur samhljómur er í skilgreiningu á því hvað telst frétt. Hins vegar gengur þetta stundum mun lengra. Öll þekkjum við klisjur sem fjölmiðlar fjalla árvisst um í löngu máli og enginn skilur í rauninni hvers vegna. Iðulega tengist slík umfjöllun tilteknum dögum og verður viðamest í dagskrárgerð útvarpsstöðvanna þar sem dagskrárgerðarmenn spjalla daginn út og inn um málið – eins og þeir hafi himin höndum tekið að hafa loksins fengið eitthvað að tala um. Þorláksmessuskatan er dæmi um þetta, konudagurinn, bóndadagurinn og mæðradagurinn. Því miður er þessi umfjöllun iðulega auglýsingatengd í þokkabót. Verslunarmannahelgin er á góðri leið með að verða að svona fyrirbæri enda miklir fjárhagshagsmunir í húfi – þrátt fyrir að ýmiss konar raunverulegt fréttaefni tengist raunar þeirri helgi líka. Látlaus síbylja á nær öllum rásum gegn hraðakstri, nauðgunum, unglingadrykkju í bland við misvel dulbúinn áróður og auglýsingar fyrir útihátíðum og bjórdrykkju er að komast á það stig verða að suði í eyrum fólks. Suði sem fer inn um annað eyrað og út um hitt. Óvíst er hversu miklum árangri réttmætar forvarnir og viðvörunarorð eru að ná í þessu mótsagnakennda áróðursstríði – en miðað við frétt í Fréttablaðinu í gær virðist áfengisáróðurinn ná tilætluðum árangri. Nú stefnir í nýtt sölumet hjá ÁTVR, 700 þúsund lítrar á einni viku eða meira en tveir lítrar áfengis á hvert einasta bannsbarn í landinu. Grænlendingar hvað?! Þegar síðan fréttir berast af því að hraðakstur tíðkist enn í stórum stíl og að tugir séu teknir á hverjum sólarrhing nálægt þéttbýlissöðum, vaknar grunur um að forvarnar- og viðvörunarskilaboðin séu mun síður að ná í gegn en glansmyndir töffaraskaparins. Ein frétt úr hinu hannaða verslunarmannarhelgar-fréttaflóði vakti öðrum fréttum frekar athygli vegna þess að hún hafði ekki verið sögð mjög oft áður. Sú frétt kom frá tryggingafélaginu Sjóva, sem hafði tekið saman áætlaðan heildarkostnað vegna umferðarslysa síðustu fimm verslunarmannahelgar. Tölurnar eru byggðar á málum sem komu til félagsins og eru því í raun áætlaður kostnaður tryggingafélaganna. Niðurstaðan er að umferðarslysin þessar fimm verslunarmannahelga kosta ekki undir 1,5 milljarði króna eða um 300 miljónir hverja helgi. Þetta eru háar tölur og erfitt fyrir okkur, þetta venjulega fólk, að átta sig á þeim. Hins vegar er ég sannfærður um, að ef það bankaði upp hjá mér maður frá tryggingafélaginu mínu eftir helgina og rukkaði mig um 1000 kr. umferðartoll fyrir hvern fjölskyldumeðlim vegna umferðarslysa helgarinnar – samtals 4.000 kr. í mínu tilfelli – yrði mér brugðið. Reikni nú hver fyrir sig. Hér er þó einungis um að ræða þann peningalega kostnað sem verslunarmannahelgarflóðið kostar. Inni í þessum tölum leynast vitaskuld ómældir harmleikir fólks sem hefur örkumlast, dáið, eða misst í slysum. Síbylja forvarnarskilaboðanna virðist ekki vera að ná þeim árangri sem vonast er eftir og ugglaust eru margir hættir að heyra þau eða hreinlega slökka á tækjunum þegar síendurtekin varnaðarorð félagslega meðvitaðra embættismanna, lögreglu og útvarps Umferðarráðs koma enn einu sinni og segja sömu hlutina og þeir sögðu í fyrra og árið þar áður. Hjá Umferðarráði er þetta vandamál raunar ekki bundið við verslunarmannahelgina þótt umferðarþunginn sé augljóslega mestur þá. Þeir starfa á heilsársgrundvelli og þurfa því að slást um athyglina alla daga. Nýleg og umdeild auglýsingaherferð þeirra var einmitt dæmi um tilraun til að yfirtrompa á því sviði, þótt þau hafi raunar náð athyglinni á annan hátt en þau bjuggust við, þ.e. með því að krafist var banns á auglýsingar þeirra. Hins vegar er því ekki að neita að það eru miklir kraftar sem vinna gegn forvarnar- og viðvörunarskilaboðunum. Kraftar tísku og augýsinga og efnahagslegir hagsmunir sem tengjast sölu á vörum og þjónustu. Því er nauðsynlegt að velta fyrir sér hvar við stæðum ef ekki hefðu komið til þessar hvimleiðu síendurteknu forvarnir og viðvaranir? Slíkt verður vitaskuld aldrei mælt af neinu viti. Rómverjar til forna sögðu "Gutta cavat lapidem", að dropinn holaði steininn. Út á það gengur þessi forvarnarhugmyndafræði, að skilaboðin komist til skila séu þau endurtekin nægjanlega oft. Vonandi er það rétt, og í því ljósi hljóta menn að sætta sig við þau. En er ekki kominn tími til að auglýsa eftir nýrri hugmyndafræði í þessum efnum - einhverju sem kynni að virka betur og gerði um leið pirruðum fjölmiðlafíklum aðeins bærilegra að hlusta á útvarp? Góða verslunarmannahelgi!
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun