Stöðnun mitt í sköpun 4. ágúst 2005 00:01 Aðstaða til einokunar, fákeppni og innheimtu pólitískt varinna fríðinda er lokisins hætt að vera langhelsta uppspretta auðs einstaklinga á Íslandi. Ný kynslóð manna hefur snúið sér að viðskiptum í opnum heimi þar sem ímyndunarafl, áræði og fagmennska ræður árangri en ekki pólitísk tengsl og klíkuskapur eins áður var. Íslenskt atvinnulíf hefur breyst í grundvallaratriðum á fáum árum. Öfugt við það sem menn virðast stundum álykta hafa allar þessar byltingar og breytingar ekki gert íslenskt atvinnulíf sérstakara á heimsvísu en það var áður. Þvert á móti. Íslenskt atvinnulíf hefur á síðustu árum orðið líkara viðskiptalífi annarra vel stæðra landa í heiminum. Það hefur þó auðvitað enn sín sérkenni. Sum þeirra eru góð, önnur eitthvað verri og einstaka sérkenni gætu beinlínis verið hættuleg ef heppni þrýtur. Ef menn líta nokkur ár aftur í tímann sjá þeir hins vegar að sérkennunum hefur fækkað og að hið alþjóðlega og almenna mótar sífellt meira það sérstaka og staðbundna. Það er ekki aðeins atvinnulífið á Íslandi sem hefur orðið líkara því sem best gerist á alþjóðavísu. Það sama má segja um listir og menntir af öllu tagi. Aftur er það opnun út í heim sem ekki aðeins býr til möguleikana, heldur knýr og mótar þá sköpun sem á sér stað. Íslenskt listalíf hefur raunar miklu lengur líkst umheiminum en viðskiptalífið. Sömu sögu má segja um æðri menntir og rannsóknir á Íslandi. Þar er opnunin til umheimsins ekki ný. Stóraukin alþjóðavæðing síðustu ára hefur hins vegar knúið umfangsmiklar og djúpstæðar breytingar sem flestar einkennast af því að við lærum af þeim sem best kunna til verka og sköpum um leið eitthvað sem er sérstakt og hefur í leiðinni skírskotun langt út fyrir okkar samfélag. Getum við sagt eitthvað af þessu sama um stjórnmál á Íslandi? Einkennast þau af stóraukinni fagmennsku, þekkingu og opnun til umheimsins? Mótast þau af hinu almenna og alþjóðlega eða af því sértæka og lokaða? Er þar að finna nýja kynslóð vel menntaðra manna sem með ímyndunarafli, sköpunarkrafti, áræði, fagmennsku og þekkingu á veröldinni gerir hlutina eins og þeir eru best gerðir úti í heimi? Er einhver sem segir já við því? Mótmælir einhver þeirri staðhæfingu að í íslensku atvinnulífi, íslenskum listaheimi og íslenskum menntaheimi séu hlutir nú gerðir eins vel og þar sem þeir eru best gerðir? Telur einhver að eitthvað svipað megi segja um íslenska stjórnmálaheiminn? Hvers vegna skyldu stjórnmálin sitja eftir með svo nöturlega áberandi hætti þegar flest annað í þjóðfélaginu einkennist af vaxandi þekkingu á veröldinni, aukinni fagmennsku og skapandi samkeppni? Svarið við því er sjálfsagt ekki einfalt. Einhver sagði að einn anga af skýringunni mætti finna í því hvað stjórnmálamenn eru hlutfallslega margir á Íslandi. Ef aðrar þjóðir hefðu hlutfallslega eins marga stjórnmálamenn og við væru nokkuð á fjórða þúsund ráðherrar í þýsku stjórninni og tólf þúsund í þeirri bandarísku að ekki sé talað um þingmenn sem myndu skipta tugum þúsunda í þessum og öðrum stórum ríkjum. En einhvern veginn höfum við eignast fjölda færra manna í atvinnulífi, listum og menntun. Er hugsanlegt að íslendingar geri minni kröfur til stjórnmálamanna en nálægar þjóðir? Eða eru stjórnmál á Íslandi svo ómerkileg að fáir vilja leggja þau fyrir sig? Eða eru aðrir hlutir svo spennandi að stjórnmálin standist ekki samanburð? Kannski er einhverra skýringa að leita í aflvökum þeirrar nýsköpunar sem átt hefur sér stað í atvinnulífi og menningu. Þar hefur sköpunin verið knúin áfram af opnun til umheimsins sem býr ekki aðeins til nýja möguleika heldur eyðir þeim gömlu með því að svipta menn vernd heimahaga. Íslenskir stjórnmálamenn verða líklega seint að útflutningsvöru en heim stjórnmálanna þarf með einhverjum hætti að opna, þó ekki væri nema út í þjóðfélagið. Hæfasta og menntaðasta kynslóð Íslandssögunnar virðist vilja sniðganga heim stjórnmálanna. Menn finna að hann lýtur ekki lögmálum opinnar samkeppni um þekkingu, færni og fagmennsku sem hafa endurskapað atvinnulíf og menningu á Íslandi. Þetta framlengir líf heimóttarlegra og klíkukendra einkenna hans sem sífellt verða nöturlegri í þjóðfélagi sem einkennist af stóraukinni þekkingu, fagmennsku og sköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Aðstaða til einokunar, fákeppni og innheimtu pólitískt varinna fríðinda er lokisins hætt að vera langhelsta uppspretta auðs einstaklinga á Íslandi. Ný kynslóð manna hefur snúið sér að viðskiptum í opnum heimi þar sem ímyndunarafl, áræði og fagmennska ræður árangri en ekki pólitísk tengsl og klíkuskapur eins áður var. Íslenskt atvinnulíf hefur breyst í grundvallaratriðum á fáum árum. Öfugt við það sem menn virðast stundum álykta hafa allar þessar byltingar og breytingar ekki gert íslenskt atvinnulíf sérstakara á heimsvísu en það var áður. Þvert á móti. Íslenskt atvinnulíf hefur á síðustu árum orðið líkara viðskiptalífi annarra vel stæðra landa í heiminum. Það hefur þó auðvitað enn sín sérkenni. Sum þeirra eru góð, önnur eitthvað verri og einstaka sérkenni gætu beinlínis verið hættuleg ef heppni þrýtur. Ef menn líta nokkur ár aftur í tímann sjá þeir hins vegar að sérkennunum hefur fækkað og að hið alþjóðlega og almenna mótar sífellt meira það sérstaka og staðbundna. Það er ekki aðeins atvinnulífið á Íslandi sem hefur orðið líkara því sem best gerist á alþjóðavísu. Það sama má segja um listir og menntir af öllu tagi. Aftur er það opnun út í heim sem ekki aðeins býr til möguleikana, heldur knýr og mótar þá sköpun sem á sér stað. Íslenskt listalíf hefur raunar miklu lengur líkst umheiminum en viðskiptalífið. Sömu sögu má segja um æðri menntir og rannsóknir á Íslandi. Þar er opnunin til umheimsins ekki ný. Stóraukin alþjóðavæðing síðustu ára hefur hins vegar knúið umfangsmiklar og djúpstæðar breytingar sem flestar einkennast af því að við lærum af þeim sem best kunna til verka og sköpum um leið eitthvað sem er sérstakt og hefur í leiðinni skírskotun langt út fyrir okkar samfélag. Getum við sagt eitthvað af þessu sama um stjórnmál á Íslandi? Einkennast þau af stóraukinni fagmennsku, þekkingu og opnun til umheimsins? Mótast þau af hinu almenna og alþjóðlega eða af því sértæka og lokaða? Er þar að finna nýja kynslóð vel menntaðra manna sem með ímyndunarafli, sköpunarkrafti, áræði, fagmennsku og þekkingu á veröldinni gerir hlutina eins og þeir eru best gerðir úti í heimi? Er einhver sem segir já við því? Mótmælir einhver þeirri staðhæfingu að í íslensku atvinnulífi, íslenskum listaheimi og íslenskum menntaheimi séu hlutir nú gerðir eins vel og þar sem þeir eru best gerðir? Telur einhver að eitthvað svipað megi segja um íslenska stjórnmálaheiminn? Hvers vegna skyldu stjórnmálin sitja eftir með svo nöturlega áberandi hætti þegar flest annað í þjóðfélaginu einkennist af vaxandi þekkingu á veröldinni, aukinni fagmennsku og skapandi samkeppni? Svarið við því er sjálfsagt ekki einfalt. Einhver sagði að einn anga af skýringunni mætti finna í því hvað stjórnmálamenn eru hlutfallslega margir á Íslandi. Ef aðrar þjóðir hefðu hlutfallslega eins marga stjórnmálamenn og við væru nokkuð á fjórða þúsund ráðherrar í þýsku stjórninni og tólf þúsund í þeirri bandarísku að ekki sé talað um þingmenn sem myndu skipta tugum þúsunda í þessum og öðrum stórum ríkjum. En einhvern veginn höfum við eignast fjölda færra manna í atvinnulífi, listum og menntun. Er hugsanlegt að íslendingar geri minni kröfur til stjórnmálamanna en nálægar þjóðir? Eða eru stjórnmál á Íslandi svo ómerkileg að fáir vilja leggja þau fyrir sig? Eða eru aðrir hlutir svo spennandi að stjórnmálin standist ekki samanburð? Kannski er einhverra skýringa að leita í aflvökum þeirrar nýsköpunar sem átt hefur sér stað í atvinnulífi og menningu. Þar hefur sköpunin verið knúin áfram af opnun til umheimsins sem býr ekki aðeins til nýja möguleika heldur eyðir þeim gömlu með því að svipta menn vernd heimahaga. Íslenskir stjórnmálamenn verða líklega seint að útflutningsvöru en heim stjórnmálanna þarf með einhverjum hætti að opna, þó ekki væri nema út í þjóðfélagið. Hæfasta og menntaðasta kynslóð Íslandssögunnar virðist vilja sniðganga heim stjórnmálanna. Menn finna að hann lýtur ekki lögmálum opinnar samkeppni um þekkingu, færni og fagmennsku sem hafa endurskapað atvinnulíf og menningu á Íslandi. Þetta framlengir líf heimóttarlegra og klíkukendra einkenna hans sem sífellt verða nöturlegri í þjóðfélagi sem einkennist af stóraukinni þekkingu, fagmennsku og sköpun.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun