Hiroshima og samhengið 8. ágúst 2005 00:01 Bandaríkjahatur fær útrás á 60 ára afmæli kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki. Ögmundur Jónasson skrifar um Bandaríkin sem hryðjuverkaríki, Múrinn um Hiroshima sem mesta glæpaverk sögunnar. Þetta endurómar náttúrlega umræðu víða um heim, til dæmis á þessari vefsíðu sem er haldið úti á Kúbu. --- --- --- Merkilegt rannsóknarefni er hvernig Japanir notuðu Hiroshima til að forðast að horfast í augu við glæpaverk sín í heimstyrjöldinni – sem nokkurs konar skálkaskjól. Sagnfræðingurinn Ian Buruma skrifaði um þetta merkilega bók sem nefnist The Wages of Guilt. Hún fjallar um hvernig öxulveldin, Japan og Þýskaland, gerðu upp sakirnar eftir stríðið – eða forðuðust að gera það. Fyrir Japani hefur Hiroshima verið helsta tákn styrjaldarinnar, tákn um píslarvætti. Það hefur verið notað til að sýna fram á að Japanir hafi í raun verið fórnarlömb í stríðinu; að það hafi verið þeir sem þjáðust. Ekkert er auðvitað fjær sannleikanum. Fátt er viðbjóðslegra en hernaðarandinn og ofstækið sem ríkti í Japan á tíma styrjaldarinnar. Glæpaverk japönsku herjanna voru mörg og margvísleg; japönsku herirnir eru taldir hafa slátrað 35 milljónum manna í Kína, Malasíu, Burma, Filippseyjum, Vietnam, Kambódíu og Indónesíu – að miklum hluta óbreyttum borgurum. --- --- --- Löndin sem þeir hernámu voru hneppt í þrældóm, íbúarnir látnir strita fyrir herraþjóðina. Þrjátíu prósent stríðsfanga sem lentu í vist hjá Japönum létu lífið vegna illrar meðferðar. Læknar stunduðu hroðalegar "vísindatilraunir" á föngum. Mörg hundruð þúsund konur voru neyddar til vistar á vændishúsum japanska hersins þar sem voru stundaðar skipulagðar nauðganir. Siðferðinu hafði verið snúið svo á hvolf að morð töldust dyggð í japanska herveldinu – nokkurs konar íþrótt. Meðan á fjöldamorðunum hroðalegu í Nanking stóð fóru tveir ungir japanskir liðsforingjar í keppni um hver gæti safnað fleiri höfuðleðrum. M náði 106, N náði 105. Frá þessu var sagt í blöðum í heimalandinu með glaðhlakkalegum fyrirsögnum. Í Nanking slátruðu japanskir hermenn allt að 360 þúsund saklausum íbúm síðla árs 1937 og snemma árið 1938. Talið er að um 80 þúsund konum hafi verið nauðgað á þessum tíma. Margar þeirra voru þvínæst drepnar af kvölurum sínum. Það var til að binda enda á þetta stríðsbrjálæði að kjarnorkusprengjunum var varpað. Það kom aldrei annað til greina en að neyða Japani til skilyrðislausrar uppgjafar – rétt eins og ekki var hægt að semja við Þjóðverja. --- --- --- Ian Buruma rekur deilur um að komið yrði upp "horni árásaraðilans" í hinu gríðarmikla friðarsafni í Hiroshima. Þar var ætlunin að yrðu rakin glæpaverk Japana í heimstyrjöldinni. Þessu var hafnað. Japanir vildu halda í mýtuna um sakleysi sitt – eða þá hugmynd að þjóðin hafi hreinsast vegna Hiroshima. Þeir töldu ekki henta að setja atburðinn í samhengi. Það er betra að líta á hann sem einstakt fólskuverk. Ennþá einkennir þetta mikið af umræðunni um Hiroshima – út um allan heim. --- --- --- Buruma segir frá verksmiðju sem framleiddi eiturgas og var staðsett á eyjunni Okunojima stutt frá Hiroshima. Mörg þúsund starfsmenn, konur og börn, létu lífið við framleiðslu þessara efna. Þau voru síðan notuð í Kína og þar dóu 80 þúsund manns af völdum þeirra. Hluti af eitrinu var geymt í Hiroshima. Verksmiðjunni var haldið svo leyndri að eyjan beinlínis hvarf af landakortum eftir stríðið. Hver er munurinn, er það stigsmunur eða alls enginn munur? --- --- --- Merkilegt er líka hvað tók við í hernámi Bandaríkjamanna eftir stríðið. Hernámsliðið var heldur slappt við að gera upp sakirnar; stór reikningsskil voru einhvern veginn ekki í eðli hinna bjartsýnu Bandaríkjamanna. Keisarinn fékk að sitja áfram. Stríðsglæpamenn fengu stutta dóma eða sluppu við réttarhöld. Bandaríkjamenn höfðu heldur ekki áhuga á að mergsjúga Japan – ólíkt því sem Sovétmenn gerðu við hernámssvæði sín. Batinn var ótrúlega skjótur. Það var dælt út peningum í fjárhagsaðstoð; fljótt komust á laggirnar lýðræðisstjórnir, bæði í Japan og Vestur-Þýskalandi. Aðeins fáum árum síðar voru þessi lönd komin í hóp auðugustu ríkja í heimi. --- --- --- Hiroshima hefur verið haldið á lofti sem tákni um hreina illsku. Vissulega breyttist heimurinn þegar menn fréttu fyrst af þessu skelfilega vopni. En það er auðvitað merkilegt að kjarnorkuvopn hafa ekki verið notuð síðan í lok Kyrrahafsstríðsins. Í 60 ár hefur beiting þeirra verið algjört tabú. Það má færa rök fyrir því að ógnarjafnvægið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hafi komið í veg fyrir meiriháttar átök í kalda stríðinu – jafnvel þriðju heimstyrjöldina. Hins vegar ber það ekki vott um mikla visku að enn sé haldið áfram að þróa þessi vopn í heimi þar sem ógnirnar eru allt annars eðlis en í kalda stríðinu. Það er alveg rétt hjá Ögmundi Jónassyni að það er dapurt þegar Bandaríkjastjórn er að grafa undan samningum sem takmarka útbreiðslu kjarnorkuvopna. --- --- --- Truman forseti þurfti á sínum tíma að taka skelfilegar ákvarðanir. Flest bendir til að hann hafi verið ærlegur stjórnmálamaður; tilraunir hans til að endurreisa heiminn eftir stríðið bera vott um stjórnvisku manns sem varð forseti hérumbil óvart. Maður hefur hins vegar öllu meiri efasemdir um visku George Bush. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun
Bandaríkjahatur fær útrás á 60 ára afmæli kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki. Ögmundur Jónasson skrifar um Bandaríkin sem hryðjuverkaríki, Múrinn um Hiroshima sem mesta glæpaverk sögunnar. Þetta endurómar náttúrlega umræðu víða um heim, til dæmis á þessari vefsíðu sem er haldið úti á Kúbu. --- --- --- Merkilegt rannsóknarefni er hvernig Japanir notuðu Hiroshima til að forðast að horfast í augu við glæpaverk sín í heimstyrjöldinni – sem nokkurs konar skálkaskjól. Sagnfræðingurinn Ian Buruma skrifaði um þetta merkilega bók sem nefnist The Wages of Guilt. Hún fjallar um hvernig öxulveldin, Japan og Þýskaland, gerðu upp sakirnar eftir stríðið – eða forðuðust að gera það. Fyrir Japani hefur Hiroshima verið helsta tákn styrjaldarinnar, tákn um píslarvætti. Það hefur verið notað til að sýna fram á að Japanir hafi í raun verið fórnarlömb í stríðinu; að það hafi verið þeir sem þjáðust. Ekkert er auðvitað fjær sannleikanum. Fátt er viðbjóðslegra en hernaðarandinn og ofstækið sem ríkti í Japan á tíma styrjaldarinnar. Glæpaverk japönsku herjanna voru mörg og margvísleg; japönsku herirnir eru taldir hafa slátrað 35 milljónum manna í Kína, Malasíu, Burma, Filippseyjum, Vietnam, Kambódíu og Indónesíu – að miklum hluta óbreyttum borgurum. --- --- --- Löndin sem þeir hernámu voru hneppt í þrældóm, íbúarnir látnir strita fyrir herraþjóðina. Þrjátíu prósent stríðsfanga sem lentu í vist hjá Japönum létu lífið vegna illrar meðferðar. Læknar stunduðu hroðalegar "vísindatilraunir" á föngum. Mörg hundruð þúsund konur voru neyddar til vistar á vændishúsum japanska hersins þar sem voru stundaðar skipulagðar nauðganir. Siðferðinu hafði verið snúið svo á hvolf að morð töldust dyggð í japanska herveldinu – nokkurs konar íþrótt. Meðan á fjöldamorðunum hroðalegu í Nanking stóð fóru tveir ungir japanskir liðsforingjar í keppni um hver gæti safnað fleiri höfuðleðrum. M náði 106, N náði 105. Frá þessu var sagt í blöðum í heimalandinu með glaðhlakkalegum fyrirsögnum. Í Nanking slátruðu japanskir hermenn allt að 360 þúsund saklausum íbúm síðla árs 1937 og snemma árið 1938. Talið er að um 80 þúsund konum hafi verið nauðgað á þessum tíma. Margar þeirra voru þvínæst drepnar af kvölurum sínum. Það var til að binda enda á þetta stríðsbrjálæði að kjarnorkusprengjunum var varpað. Það kom aldrei annað til greina en að neyða Japani til skilyrðislausrar uppgjafar – rétt eins og ekki var hægt að semja við Þjóðverja. --- --- --- Ian Buruma rekur deilur um að komið yrði upp "horni árásaraðilans" í hinu gríðarmikla friðarsafni í Hiroshima. Þar var ætlunin að yrðu rakin glæpaverk Japana í heimstyrjöldinni. Þessu var hafnað. Japanir vildu halda í mýtuna um sakleysi sitt – eða þá hugmynd að þjóðin hafi hreinsast vegna Hiroshima. Þeir töldu ekki henta að setja atburðinn í samhengi. Það er betra að líta á hann sem einstakt fólskuverk. Ennþá einkennir þetta mikið af umræðunni um Hiroshima – út um allan heim. --- --- --- Buruma segir frá verksmiðju sem framleiddi eiturgas og var staðsett á eyjunni Okunojima stutt frá Hiroshima. Mörg þúsund starfsmenn, konur og börn, létu lífið við framleiðslu þessara efna. Þau voru síðan notuð í Kína og þar dóu 80 þúsund manns af völdum þeirra. Hluti af eitrinu var geymt í Hiroshima. Verksmiðjunni var haldið svo leyndri að eyjan beinlínis hvarf af landakortum eftir stríðið. Hver er munurinn, er það stigsmunur eða alls enginn munur? --- --- --- Merkilegt er líka hvað tók við í hernámi Bandaríkjamanna eftir stríðið. Hernámsliðið var heldur slappt við að gera upp sakirnar; stór reikningsskil voru einhvern veginn ekki í eðli hinna bjartsýnu Bandaríkjamanna. Keisarinn fékk að sitja áfram. Stríðsglæpamenn fengu stutta dóma eða sluppu við réttarhöld. Bandaríkjamenn höfðu heldur ekki áhuga á að mergsjúga Japan – ólíkt því sem Sovétmenn gerðu við hernámssvæði sín. Batinn var ótrúlega skjótur. Það var dælt út peningum í fjárhagsaðstoð; fljótt komust á laggirnar lýðræðisstjórnir, bæði í Japan og Vestur-Þýskalandi. Aðeins fáum árum síðar voru þessi lönd komin í hóp auðugustu ríkja í heimi. --- --- --- Hiroshima hefur verið haldið á lofti sem tákni um hreina illsku. Vissulega breyttist heimurinn þegar menn fréttu fyrst af þessu skelfilega vopni. En það er auðvitað merkilegt að kjarnorkuvopn hafa ekki verið notuð síðan í lok Kyrrahafsstríðsins. Í 60 ár hefur beiting þeirra verið algjört tabú. Það má færa rök fyrir því að ógnarjafnvægið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hafi komið í veg fyrir meiriháttar átök í kalda stríðinu – jafnvel þriðju heimstyrjöldina. Hins vegar ber það ekki vott um mikla visku að enn sé haldið áfram að þróa þessi vopn í heimi þar sem ógnirnar eru allt annars eðlis en í kalda stríðinu. Það er alveg rétt hjá Ögmundi Jónassyni að það er dapurt þegar Bandaríkjastjórn er að grafa undan samningum sem takmarka útbreiðslu kjarnorkuvopna. --- --- --- Truman forseti þurfti á sínum tíma að taka skelfilegar ákvarðanir. Flest bendir til að hann hafi verið ærlegur stjórnmálamaður; tilraunir hans til að endurreisa heiminn eftir stríðið bera vott um stjórnvisku manns sem varð forseti hérumbil óvart. Maður hefur hins vegar öllu meiri efasemdir um visku George Bush.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun