Big Mutha Truckers 2 9. ágúst 2005 00:01 Truck me Harder er eins og titillinn bendir til, framhaldsleikur Big Mutha Truckers. Núna höldum við áfram að fylgja Jackson fjölskyldunni í gegnum öll hennar ævintýri. Ættmóðirin sjálf hefur verið handtekinn fyrir skattsvik, og nú þurfa börnin hennar að finna leið til að múta kviðdómendunum svo Ma Jackson sleppi við fangelsisvist. Í leiknum getur þú ferðast á 18 hjóla trukknum þínum í gegnum alla Hick sýslu, sinnt verkefnum og keypt eða selt vörur, allt til þess að afla peninga. Byrjum á grafíkinni. Þótt hún skari ekkert fram úr er ekki hægt að segja að hún sé slæm. Hún er hinsvegar miklu betri þegar þú ert úti á veginum í góðum akstri, heldur en þegar þú ert inni á bar eða í verslun. Þegar þú ert inni á bar þá eru allar manneskjur hálf grófar í útliti og allir veggir og allt umhverfið virðist við það að hrynja. Þegar þú ert hinsvegar úti að aka þá er raunin önnur. Grafíkin er mjúk og vel vönduð og sæmir sér vel. Leikurinn rennur mjög mjúklega án vandamála, og grafíkin er bara mjög fín á flesta vegu, ef maður lítur fram hjá þessum göllum sem fylgja stoppistöðvunum. Leikurinn býður upp á ágætis skemmtun í þau fáu skipti sem maður er úti á veginum. Því miður eyðir maður samt mestum tímanum í leiknum í alls ekki neitt. Bara það að koma sér inn á bar til að fá verkefni, kaupa og selja vörur og afla upplýsinga getur verið fáránlega tímafrekt. Þetta orsakast vegna þess að leikurinn er hræðilega lengi að “loadast”, og hann þarf að hlaða sig ansi oft. Þetta væri ekki jafn stórt vesen ef að fjarlægðirnar á milli bæja væri lengri því það er hundleiðinlegt að eyða 5 mínútum á einum stað, keyra síðan á næsta stað í u.þ.b 2 mín, og þurfa svo að stoppa aftur. Eins og áður kemur fram gengur leikurinn út á það að múta kviðdómendum í máli Ma Jackson svo að hún fái sýknudóm. Þess vegna þarftu að kaupa ýmsar vörur á þeim stoppistöðvum sem þú kemur við á, og selja þær á hærra verði annarsstaðar. Til að geta flutt mismunandi vörur þarft þú oft að breyta um tank á trukknum þínum. T.d þarftu að kaupa þér kælivagn til þess að geta flutt matvæli, en svo þarftu aftur að breyta um vagn ef þú vilt flytjast með gull, stál og aðra hluti í þeim dúr. Svo geturðu líka sinnt ýmsum verkefnum fyrir mismunandi einstaklinga, og í staðinn færðu misháar peningaupphæðir. Þvi miður er samt takmarkaður fjöldi verkefna sem hægt er að sinna í hvert skipti, og ef þú ert ekki búinn að safna þeim pening sem þú þarft áður en þú klárar öll verkefnin þá endar það þannig að þú neyðist til að keyra fram og aftur um alla sýsluna til að reyna að selja vörur og safna pening. Það verður hræðilega langdregið að keyra sömu stuttu vegina aftur og aftur. Þessi stutti tími sem maður eyðir á veginum er svo sannarlega skemmtilegur, en eins og áður sagði er hann alltaf aðeins of stuttur. Áður en þú skellur þér á veginn aftur getur þú valið erfiðleikastig. Því erfiðara sem stigið er, því minni tíma hefurðu til að koma þér á næsta áfangastað. Þú ert síðan verðlaunaður fyrir það erfiðleikastig sem þú valdir á þann hátt að sá bónus peningur sem þú aflaðir þér á veginum er margfaldaður með þeirri tölu sem þú valdir. Ef þú valdir t.d erfiðleikastig 1 þá færðu upphæðina bara beint, en ef þú valdir erfiðleikastig 3 þá er sá peningur sem þú fékkst margfaldaður með 3. Þú getur fengið pening á veginum með því að eyðileggja aðra bíla, gefa flækingum far, keyra hraðar en á hámarkshraða, forðast geimverur og margt meira. Til að vera fær um að geta eyðilagt aðra bíla og byggingar, án þess að skaða vélina þína, þarft þú að geta sveiflað afturvagninum þínum í þá hluti sem þú vilt eyðileggja. Til þess notarðu R1 og L1 takkana. Í fyrstu er svolítið erfitt að fullkomna þessa tækni, en eftir að það tekst þá er það gífurlega gaman að “keyra” berserksgang á þjóðvegunum. Svo færðu líka meiri pening eftir því hvað þú skilur mikla eyðileggingu eftir þig. Spilunin er mjög fín. Hún er alls ekki flókin, bara þessi gamla góða. X er bensíngjöfin, kassi er bremsa/bakkgír, og svo eru nokkrir aðrir aukatakkar. Leikurinn rennur mjög mjúklega, en það má nú búast við því miðað við þá gífurlegu hleðslutíma sem leikurinn hefur. Í fyrstu er mjög erfitt að ná almennilegri stjórn á trukknum, vegna þess að 18 hjóla trukkar eru ögn þyngri í meðferð heldur en fólksbílar en það tekur samt ekki langan tíma að venjast leiknum, og eftir það býður hann upp á ansi góða skemmtun. Einn af þeim hlutum sem leikurinn stærir sig af eru þær “fjölmörgu” útvarpsstöðvar sem þú getur hlustað á. Þetta er ekkert nema léleg eftirherma af útvarpsstöðvunum í GTA leikjunum. Jújú, þær bjóða upp á ágætis tónlist, en alls ekki jafn víðfeðmt úrval og GTA leikirnir. Svo eru líka útvarpsstöðvar sem hafa enga tónlist, heldur eru þar bara spjallþættir. Þessir spjallþættir reyna mjög mikið að vera fyndnir, en enda bara hálf dapurlega. Húmorinn er annaðhvort hundlélegur, eða alltof óþroskaður til að geta verið skemmtilegur. Sjálfur kýs ég bara mína eigin tónlist, og lækka bara í sjónvarpinu hvenær sem ég er úti að keyra. Niðurstaða: Big Mutha Truckers 2: Truck me Harder er ágætis leikur sem á sín góðu augnablik, en nær samt einfaldlega ekki að skríða yfir meðalmennskulínuna. Þetta er aðallega vegna þeirra gríðarlega löngu hleðslutíma sem leikurinn hefur, skort á áskorun og góðum húmor og ósköp venjuleg grafík. Ágætis leikur, en hann stendur ekki upp úr. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi Leiks: Eutechnyx Limited Útgefandi Leiks: Empire Interactive Heimasíða Leiks: www.bigmuthatruckers2.com Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Truck me Harder er eins og titillinn bendir til, framhaldsleikur Big Mutha Truckers. Núna höldum við áfram að fylgja Jackson fjölskyldunni í gegnum öll hennar ævintýri. Ættmóðirin sjálf hefur verið handtekinn fyrir skattsvik, og nú þurfa börnin hennar að finna leið til að múta kviðdómendunum svo Ma Jackson sleppi við fangelsisvist. Í leiknum getur þú ferðast á 18 hjóla trukknum þínum í gegnum alla Hick sýslu, sinnt verkefnum og keypt eða selt vörur, allt til þess að afla peninga. Byrjum á grafíkinni. Þótt hún skari ekkert fram úr er ekki hægt að segja að hún sé slæm. Hún er hinsvegar miklu betri þegar þú ert úti á veginum í góðum akstri, heldur en þegar þú ert inni á bar eða í verslun. Þegar þú ert inni á bar þá eru allar manneskjur hálf grófar í útliti og allir veggir og allt umhverfið virðist við það að hrynja. Þegar þú ert hinsvegar úti að aka þá er raunin önnur. Grafíkin er mjúk og vel vönduð og sæmir sér vel. Leikurinn rennur mjög mjúklega án vandamála, og grafíkin er bara mjög fín á flesta vegu, ef maður lítur fram hjá þessum göllum sem fylgja stoppistöðvunum. Leikurinn býður upp á ágætis skemmtun í þau fáu skipti sem maður er úti á veginum. Því miður eyðir maður samt mestum tímanum í leiknum í alls ekki neitt. Bara það að koma sér inn á bar til að fá verkefni, kaupa og selja vörur og afla upplýsinga getur verið fáránlega tímafrekt. Þetta orsakast vegna þess að leikurinn er hræðilega lengi að “loadast”, og hann þarf að hlaða sig ansi oft. Þetta væri ekki jafn stórt vesen ef að fjarlægðirnar á milli bæja væri lengri því það er hundleiðinlegt að eyða 5 mínútum á einum stað, keyra síðan á næsta stað í u.þ.b 2 mín, og þurfa svo að stoppa aftur. Eins og áður kemur fram gengur leikurinn út á það að múta kviðdómendum í máli Ma Jackson svo að hún fái sýknudóm. Þess vegna þarftu að kaupa ýmsar vörur á þeim stoppistöðvum sem þú kemur við á, og selja þær á hærra verði annarsstaðar. Til að geta flutt mismunandi vörur þarft þú oft að breyta um tank á trukknum þínum. T.d þarftu að kaupa þér kælivagn til þess að geta flutt matvæli, en svo þarftu aftur að breyta um vagn ef þú vilt flytjast með gull, stál og aðra hluti í þeim dúr. Svo geturðu líka sinnt ýmsum verkefnum fyrir mismunandi einstaklinga, og í staðinn færðu misháar peningaupphæðir. Þvi miður er samt takmarkaður fjöldi verkefna sem hægt er að sinna í hvert skipti, og ef þú ert ekki búinn að safna þeim pening sem þú þarft áður en þú klárar öll verkefnin þá endar það þannig að þú neyðist til að keyra fram og aftur um alla sýsluna til að reyna að selja vörur og safna pening. Það verður hræðilega langdregið að keyra sömu stuttu vegina aftur og aftur. Þessi stutti tími sem maður eyðir á veginum er svo sannarlega skemmtilegur, en eins og áður sagði er hann alltaf aðeins of stuttur. Áður en þú skellur þér á veginn aftur getur þú valið erfiðleikastig. Því erfiðara sem stigið er, því minni tíma hefurðu til að koma þér á næsta áfangastað. Þú ert síðan verðlaunaður fyrir það erfiðleikastig sem þú valdir á þann hátt að sá bónus peningur sem þú aflaðir þér á veginum er margfaldaður með þeirri tölu sem þú valdir. Ef þú valdir t.d erfiðleikastig 1 þá færðu upphæðina bara beint, en ef þú valdir erfiðleikastig 3 þá er sá peningur sem þú fékkst margfaldaður með 3. Þú getur fengið pening á veginum með því að eyðileggja aðra bíla, gefa flækingum far, keyra hraðar en á hámarkshraða, forðast geimverur og margt meira. Til að vera fær um að geta eyðilagt aðra bíla og byggingar, án þess að skaða vélina þína, þarft þú að geta sveiflað afturvagninum þínum í þá hluti sem þú vilt eyðileggja. Til þess notarðu R1 og L1 takkana. Í fyrstu er svolítið erfitt að fullkomna þessa tækni, en eftir að það tekst þá er það gífurlega gaman að “keyra” berserksgang á þjóðvegunum. Svo færðu líka meiri pening eftir því hvað þú skilur mikla eyðileggingu eftir þig. Spilunin er mjög fín. Hún er alls ekki flókin, bara þessi gamla góða. X er bensíngjöfin, kassi er bremsa/bakkgír, og svo eru nokkrir aðrir aukatakkar. Leikurinn rennur mjög mjúklega, en það má nú búast við því miðað við þá gífurlegu hleðslutíma sem leikurinn hefur. Í fyrstu er mjög erfitt að ná almennilegri stjórn á trukknum, vegna þess að 18 hjóla trukkar eru ögn þyngri í meðferð heldur en fólksbílar en það tekur samt ekki langan tíma að venjast leiknum, og eftir það býður hann upp á ansi góða skemmtun. Einn af þeim hlutum sem leikurinn stærir sig af eru þær “fjölmörgu” útvarpsstöðvar sem þú getur hlustað á. Þetta er ekkert nema léleg eftirherma af útvarpsstöðvunum í GTA leikjunum. Jújú, þær bjóða upp á ágætis tónlist, en alls ekki jafn víðfeðmt úrval og GTA leikirnir. Svo eru líka útvarpsstöðvar sem hafa enga tónlist, heldur eru þar bara spjallþættir. Þessir spjallþættir reyna mjög mikið að vera fyndnir, en enda bara hálf dapurlega. Húmorinn er annaðhvort hundlélegur, eða alltof óþroskaður til að geta verið skemmtilegur. Sjálfur kýs ég bara mína eigin tónlist, og lækka bara í sjónvarpinu hvenær sem ég er úti að keyra. Niðurstaða: Big Mutha Truckers 2: Truck me Harder er ágætis leikur sem á sín góðu augnablik, en nær samt einfaldlega ekki að skríða yfir meðalmennskulínuna. Þetta er aðallega vegna þeirra gríðarlega löngu hleðslutíma sem leikurinn hefur, skort á áskorun og góðum húmor og ósköp venjuleg grafík. Ágætis leikur, en hann stendur ekki upp úr. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi Leiks: Eutechnyx Limited Útgefandi Leiks: Empire Interactive Heimasíða Leiks: www.bigmuthatruckers2.com
Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira