Ullað á löggur 15. ágúst 2005 00:01 Allt frá því að Víkingasveitin var sett hér á fót nokkru fyrir aldamót hefur sá félagsskapur liðið fyrir skort á verðugum og raunverulegum andstæðingum. Einhvern tímann hringdi reyndar ölóður maður úr Vogunum í Reykjavík og sagðist vera með byssu en þegar vongóðir sérsveitarmenn höfðu skundað á vettvang, lokað götunni og umkringt húsið í velheppnaðri aðgerð – albúnir að leggja til atlögu - bárust þær fregnir af byssumanninum að hann væri sofnaður. Flest dæmi af umsvifum víkingasveitarinnar hafa verið af svipuðum toga – séu glæpamennirnir ekki hreinlega sofnaðir þegar loksins á eitthvað að fara að gerast þá eru þeir að minnsta kosti ævinlega gersamlega óverðugir þessari harðsnúnu sveit. Víkingasveitin er þannig svolítið eins og Grettir sterki áður en hann glímdi við Glám og fór um gersamlega viðþolslaus og leitaði eftir því hvar hann mætti reyna afl sitt. Það þótti því aldeilis bera vel í veiði þegar bárust fregnir af því að hingað til lands hygðust streyma útlenskir umhverfisverndarsinnar. Eins og kunnugt er þykir slíkt fólk alveg sérstaklega viðsjárvert samkvæmt hugmyndum íslenskra ráðamanna. Á sínum tíma voru meira að segja haldnar hér á landi sérstakar Nató-heræfingar þar sem hermenn frá ýmsum löndum ímynduðu sér að þeir ættu í höggi við öfgasinnaða umhverfisverndarskæruliða sem hefðu hreiðrað um sig í fjöllunum – þessi undarlegi stríðsleikur mun hafa farið fram samkvæmt sérstakri ósk frá íslenskum ráðamönnum sem eftir fall kommúnismans gátu ekki ímyndað sér neitt hættulegra og hryllilegra en fólk sem var andvígt hvalveiðum Íslendinga – sú skoðun þótti og þykir sjálfsagt enn skelfilegustu öfgar sem hægt var að láta sér detta í hug. Allt síðan hvalamálið kom upp hefur það verið nokkurs konar ríkistrú hér á landi að höfuðóvinir þjóðarinnar séu andstæðingar hvalveiða. Fólk sem svo er komið fyrir að skilja ekki þá miklu hugsjón að drepa þessi spendýr – þótt enginn markaður sé fyrir afurðirnar – slíkt fólk hlýtur að vera til alls víst. Slíkt fólk hlýtur eiginlega að vera nokkurs konar hryðjuverkamenn. Um leið og fregnir bárust af þeirri ósvinnu að útlendingar hefðu í hyggju að mótmæla Kárahnjúkavirkjun – og við þyrftum að upplifa niðurlægingu hvalveiðimálsins enn á ný – þá hófust stórfelldir liðsflutningar á vegum Ríkislögreglustjóra austur á land með viðkomu á Akureyri undir því yfirskini að þar í bæ væru mikil umsvif eiturlyfjasala. Óhætt er að segja að menn hafi beðið spenntir eftir hinum útlensku öfgamönnum, enda gafst hér nú í fyrsta sinn kærkomið tækifæri til að kljást við raunverulega atvinnu-öfgamenn. Maður getur ímyndað sér að vonbrigðin hafi verið sár þegar téðir öfgamenn - þegar þeir loksins fundust - gerðu ekki annað en að hlekkja sig við vinnuvélar og príla upp í krana og gera ýmsar aðrar dramatískar pósur fyrir myndavélar. Viðbrögð lögreglunnar við þessum meinlitlu óspektum bera vitni um uppsafnaða gremju yfir því að enn á ný hafa andstæðingarnir brugðist Víkingasveitinni... Allt í einu er fólk hætt að hlæja að mótmælendum og farið að hlæja að lögreglunni... Ríkislögreglustjóra hefur tekist það sem fyrr í sumar virtast nær ógerningur: að búa til raunverulegt afl úr því fólki sem fyrr í sumar virtist afar ósennilegt til að velgja nokkrum undir uggum þar sem það var norpandi á hálendinu. Fram að aðgerðum lögreglunnar var þetta barátta sem flestum virtist töpuð, mótmælabrölt sem almennt var litið á sem athyglissýki þess sem velur sér glataðan málstað til að hreiðra um sig í hægindum ósigursins – aðgerðir sem enginn tók alvarlega. Nema Ríkislögreglustjóri og hans menn og fyrir vikið eru skyndilega allir farnir að taka þessa baráttu alvarlega á ný. Með yfirdrifnum aðgerðum sínum, sem líkjast mest ofsóknum ríkislögreglu í alræðisríkjum, hefur Ríkislögreglustjóri komið þeim skilaboðum á framfæri að vænlegast til árangurs fyrir náttúruverndarfólk sé að ulla á löggur, fremur en að standa í kærum og blaðaskrifum og öðrum lögformlegum aðferðum til að vekja athygli á rétti jarðarinnar og rétti ókominna kynslóða til ósnortinnar náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Hvað er friður? Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun
Allt frá því að Víkingasveitin var sett hér á fót nokkru fyrir aldamót hefur sá félagsskapur liðið fyrir skort á verðugum og raunverulegum andstæðingum. Einhvern tímann hringdi reyndar ölóður maður úr Vogunum í Reykjavík og sagðist vera með byssu en þegar vongóðir sérsveitarmenn höfðu skundað á vettvang, lokað götunni og umkringt húsið í velheppnaðri aðgerð – albúnir að leggja til atlögu - bárust þær fregnir af byssumanninum að hann væri sofnaður. Flest dæmi af umsvifum víkingasveitarinnar hafa verið af svipuðum toga – séu glæpamennirnir ekki hreinlega sofnaðir þegar loksins á eitthvað að fara að gerast þá eru þeir að minnsta kosti ævinlega gersamlega óverðugir þessari harðsnúnu sveit. Víkingasveitin er þannig svolítið eins og Grettir sterki áður en hann glímdi við Glám og fór um gersamlega viðþolslaus og leitaði eftir því hvar hann mætti reyna afl sitt. Það þótti því aldeilis bera vel í veiði þegar bárust fregnir af því að hingað til lands hygðust streyma útlenskir umhverfisverndarsinnar. Eins og kunnugt er þykir slíkt fólk alveg sérstaklega viðsjárvert samkvæmt hugmyndum íslenskra ráðamanna. Á sínum tíma voru meira að segja haldnar hér á landi sérstakar Nató-heræfingar þar sem hermenn frá ýmsum löndum ímynduðu sér að þeir ættu í höggi við öfgasinnaða umhverfisverndarskæruliða sem hefðu hreiðrað um sig í fjöllunum – þessi undarlegi stríðsleikur mun hafa farið fram samkvæmt sérstakri ósk frá íslenskum ráðamönnum sem eftir fall kommúnismans gátu ekki ímyndað sér neitt hættulegra og hryllilegra en fólk sem var andvígt hvalveiðum Íslendinga – sú skoðun þótti og þykir sjálfsagt enn skelfilegustu öfgar sem hægt var að láta sér detta í hug. Allt síðan hvalamálið kom upp hefur það verið nokkurs konar ríkistrú hér á landi að höfuðóvinir þjóðarinnar séu andstæðingar hvalveiða. Fólk sem svo er komið fyrir að skilja ekki þá miklu hugsjón að drepa þessi spendýr – þótt enginn markaður sé fyrir afurðirnar – slíkt fólk hlýtur að vera til alls víst. Slíkt fólk hlýtur eiginlega að vera nokkurs konar hryðjuverkamenn. Um leið og fregnir bárust af þeirri ósvinnu að útlendingar hefðu í hyggju að mótmæla Kárahnjúkavirkjun – og við þyrftum að upplifa niðurlægingu hvalveiðimálsins enn á ný – þá hófust stórfelldir liðsflutningar á vegum Ríkislögreglustjóra austur á land með viðkomu á Akureyri undir því yfirskini að þar í bæ væru mikil umsvif eiturlyfjasala. Óhætt er að segja að menn hafi beðið spenntir eftir hinum útlensku öfgamönnum, enda gafst hér nú í fyrsta sinn kærkomið tækifæri til að kljást við raunverulega atvinnu-öfgamenn. Maður getur ímyndað sér að vonbrigðin hafi verið sár þegar téðir öfgamenn - þegar þeir loksins fundust - gerðu ekki annað en að hlekkja sig við vinnuvélar og príla upp í krana og gera ýmsar aðrar dramatískar pósur fyrir myndavélar. Viðbrögð lögreglunnar við þessum meinlitlu óspektum bera vitni um uppsafnaða gremju yfir því að enn á ný hafa andstæðingarnir brugðist Víkingasveitinni... Allt í einu er fólk hætt að hlæja að mótmælendum og farið að hlæja að lögreglunni... Ríkislögreglustjóra hefur tekist það sem fyrr í sumar virtast nær ógerningur: að búa til raunverulegt afl úr því fólki sem fyrr í sumar virtist afar ósennilegt til að velgja nokkrum undir uggum þar sem það var norpandi á hálendinu. Fram að aðgerðum lögreglunnar var þetta barátta sem flestum virtist töpuð, mótmælabrölt sem almennt var litið á sem athyglissýki þess sem velur sér glataðan málstað til að hreiðra um sig í hægindum ósigursins – aðgerðir sem enginn tók alvarlega. Nema Ríkislögreglustjóri og hans menn og fyrir vikið eru skyndilega allir farnir að taka þessa baráttu alvarlega á ný. Með yfirdrifnum aðgerðum sínum, sem líkjast mest ofsóknum ríkislögreglu í alræðisríkjum, hefur Ríkislögreglustjóri komið þeim skilaboðum á framfæri að vænlegast til árangurs fyrir náttúruverndarfólk sé að ulla á löggur, fremur en að standa í kærum og blaðaskrifum og öðrum lögformlegum aðferðum til að vekja athygli á rétti jarðarinnar og rétti ókominna kynslóða til ósnortinnar náttúru.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun