VG og endalok R-listans 16. ágúst 2005 00:01 Vinstri grænum tekst stundum að snúa hlutunum einkennilega á hvolf. Nú er línan frá þeim sú að prófkjör séu "leiðtogastjórnmál", en ef ekki fari fram prófkjör þá sé það "hugmyndastjórnmál". Það er semsé skrum ef almenningur fær að koma nálægt því hvernig er raðað á lista – nánast einhvers konar saurgun – en í hinu orðinu tala Vinstri grænir um að það sé frágangsatriði í að borgarbúar séu þátttakendur í pólitískum ákvörðunum. --- --- --- Jú, vissulega. En það verður þó seint hægt að segja að Vinstri grænir hafi nokkuð sem geta talist sérstök einkenni fjöldaflokks með opna og lýðræðislega stjórnarhætti. Flokkurinn virðist alveg jafn þröngur og klíkulegur og almennt er um stjórnmálaflokka á Íslandi. Forvera hans, Alþýðubandalaginu, var stjórnað af hópi sem á sínum tíma var kallaður "flokkseigendafélagið". Þetta þóttu engir snillingar í lýðræðislegum vinnubrögðum. Margt af þessu fólki hefur öðlast áframhaldandi pólítískt líf í VG – auk þess sem afkomendur þess hafa verið að bætast í hópinn. --- --- --- Þess verður líka að gæta að þessi málflutningur kemur frá flokki sem hefur átt í talsverðum erfiðleikum með að setja saman framboðslista. Í síðustu alþingiskosningum voru veikir framboðslistar víða um landið eitt af því sem háði Vinstri grænum mest. Skilaði sér í mjög lélegu fylgi. Á lista þessa var handvalið á skrifstofum flokksins. Samt voru þeir ekkert að slá af kröfunum í samningaviðræðunum um R-listann. Þeir vildu fá jafnmarga borgarfulltrúa og Samfylkingin, alveg burtséð frá fylgi; önnur krafa var svo að sett yrðu á laggirnar embætti þriggja varaborgarstjóra. Enn ein hugmynd sem barst úr herbúðum VG var að borgarfulltrúum yrði fjölgað. --- --- --- Annars eru það hálfgerðar ekkifréttir að R-listinn leysist upp. Ég get ekki ímyndað mér að aðrir en Steinunn Valdís, Alfreð Þ. og Stefán Jón sakni hans sárt. Þau vilja heldur ekki alveg viðurkenna endalokin; láta sig dreyma um að hægt verði að þráast við að halda samstarfinu áfram með einhverju móti – kannski með VG-urum sem gerast flóttamenn úr villta vinstrinu. Á það hefur raunar verið bent að Björk Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi sé býsna höll undir Samfylkinguna; það sé eins og hver önnur óheppileg tilviljun að hún hafi lent hjá Vinstri grænum. Kannski væri hún tilleiðanleg – en varla finnst manni að það geti breytt ýkja miklu. --- --- --- Úr því sem komið er best að flokkarnir bjóði hver fram í sínu lagi. Hver veit nema einhverjir góðir hlutir kæmu út úr því – ný viðhorf og skýrari átakalínur – andstætt þeim grautfúla og staðnaða lágmarkssamnefnara sem R-listinn er orðinn. --- --- --- Ein samsæriskenning – að sönnu nokkuð langsótt – er að nú muni Vilhjálmur Þ. Villhjálmsson sjá sér leik á borði. Hann geti reynt að mynda samsteypustjórn með Vinstri grænum eða þá vini sínum Alfreð – og sest í borgarstjórastólinn rúmu hálfu ári fyrir kosningar. Þannig gæti hann hugsanlega skákað Gísla Marteini Baldurssyni sem ætlar að reyna að leggja hann í prófkjöri. --- --- --- Við Kári höfum áhyggjur af því að það eru alltof margir ljótir barnatímar í sjónvarpinu – mikil læti og fígúrur sem vekja ótta. Kári orðar þetta ágætlega: "Ég vil góðan barnatíma með litlum kisum og böngsum og mörgum hvölum, bara góðum, og sniglum og brabra og litlum grísum." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Vinstri grænum tekst stundum að snúa hlutunum einkennilega á hvolf. Nú er línan frá þeim sú að prófkjör séu "leiðtogastjórnmál", en ef ekki fari fram prófkjör þá sé það "hugmyndastjórnmál". Það er semsé skrum ef almenningur fær að koma nálægt því hvernig er raðað á lista – nánast einhvers konar saurgun – en í hinu orðinu tala Vinstri grænir um að það sé frágangsatriði í að borgarbúar séu þátttakendur í pólitískum ákvörðunum. --- --- --- Jú, vissulega. En það verður þó seint hægt að segja að Vinstri grænir hafi nokkuð sem geta talist sérstök einkenni fjöldaflokks með opna og lýðræðislega stjórnarhætti. Flokkurinn virðist alveg jafn þröngur og klíkulegur og almennt er um stjórnmálaflokka á Íslandi. Forvera hans, Alþýðubandalaginu, var stjórnað af hópi sem á sínum tíma var kallaður "flokkseigendafélagið". Þetta þóttu engir snillingar í lýðræðislegum vinnubrögðum. Margt af þessu fólki hefur öðlast áframhaldandi pólítískt líf í VG – auk þess sem afkomendur þess hafa verið að bætast í hópinn. --- --- --- Þess verður líka að gæta að þessi málflutningur kemur frá flokki sem hefur átt í talsverðum erfiðleikum með að setja saman framboðslista. Í síðustu alþingiskosningum voru veikir framboðslistar víða um landið eitt af því sem háði Vinstri grænum mest. Skilaði sér í mjög lélegu fylgi. Á lista þessa var handvalið á skrifstofum flokksins. Samt voru þeir ekkert að slá af kröfunum í samningaviðræðunum um R-listann. Þeir vildu fá jafnmarga borgarfulltrúa og Samfylkingin, alveg burtséð frá fylgi; önnur krafa var svo að sett yrðu á laggirnar embætti þriggja varaborgarstjóra. Enn ein hugmynd sem barst úr herbúðum VG var að borgarfulltrúum yrði fjölgað. --- --- --- Annars eru það hálfgerðar ekkifréttir að R-listinn leysist upp. Ég get ekki ímyndað mér að aðrir en Steinunn Valdís, Alfreð Þ. og Stefán Jón sakni hans sárt. Þau vilja heldur ekki alveg viðurkenna endalokin; láta sig dreyma um að hægt verði að þráast við að halda samstarfinu áfram með einhverju móti – kannski með VG-urum sem gerast flóttamenn úr villta vinstrinu. Á það hefur raunar verið bent að Björk Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi sé býsna höll undir Samfylkinguna; það sé eins og hver önnur óheppileg tilviljun að hún hafi lent hjá Vinstri grænum. Kannski væri hún tilleiðanleg – en varla finnst manni að það geti breytt ýkja miklu. --- --- --- Úr því sem komið er best að flokkarnir bjóði hver fram í sínu lagi. Hver veit nema einhverjir góðir hlutir kæmu út úr því – ný viðhorf og skýrari átakalínur – andstætt þeim grautfúla og staðnaða lágmarkssamnefnara sem R-listinn er orðinn. --- --- --- Ein samsæriskenning – að sönnu nokkuð langsótt – er að nú muni Vilhjálmur Þ. Villhjálmsson sjá sér leik á borði. Hann geti reynt að mynda samsteypustjórn með Vinstri grænum eða þá vini sínum Alfreð – og sest í borgarstjórastólinn rúmu hálfu ári fyrir kosningar. Þannig gæti hann hugsanlega skákað Gísla Marteini Baldurssyni sem ætlar að reyna að leggja hann í prófkjöri. --- --- --- Við Kári höfum áhyggjur af því að það eru alltof margir ljótir barnatímar í sjónvarpinu – mikil læti og fígúrur sem vekja ótta. Kári orðar þetta ágætlega: "Ég vil góðan barnatíma með litlum kisum og böngsum og mörgum hvölum, bara góðum, og sniglum og brabra og litlum grísum."
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun