Fullt af leikjum á útgáfudegi PSP 17. ágúst 2005 00:01 Sama dag og PSP leikjatölvan kemur út hér á landi þann fyrsta September næstkomandi, kemur út fjöldi leikja frá hinum ýmsu framleiðendum. Sjaldan eða aldrei hefur útgáfa verið jafn öflug í upphafi nokkurrar tölvu og PSP, þannig að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér birtir GEIM lista yfir helstu leiki :WipeOut Pure Sony Computer Entertainment Hraður og spennandi framtíðar kappakstursleikur þar sem leikmenn þurfa að stýra geimskipi sínu til sigurs. WipeOut Pure er nýjasti leikurinn í þessari þekktur seríu sem nú spannar meira en 10 ár. Leikurinn inniheldur fjölda brauta og geimskipa, ásamt því að leikmenn geta hlaðið á sig vopnum á brautunum til að hefta för andstæðinganna. Í WipeOut Pure geta leikmenn halað niður nýjum brautum og geimskipum, ásamt því að geta spilað við allt að 8 leikmenn í gegnum netið eða LAN. Ridge Racer Namco Vandaður bílaleikur og sá nýjasti í hinni geysivinsælu Ridge Racer seríu sem fylgt hefur PlayStation tölvunum frá upphafi. Hér geta leikmenn valið á milli fjölda mismunandi bíla, sem eru misgóðir í stýringu, hraða og hröðun. Leikurinn inniheldur allar brautirnar úr fyrri Ridge Racer leikjum eða 24 samtals sem allar eru settar upp í fullkominni þrívídd. Til að fá nitro kraft á bílinn þurfa leikmenn að ná tökum á því að láta bílana renna inní beygjurnar með látum, og því lengra sem rennslið er því meira hleðst upp af nitro. Everybody’s Golf Sony Computer Entertainment Hér geta leikmenn misst sig í alvöru “arcade” golf leik sem inniheldur fjöldan allan af litríkum persónum. Leikmenn geta breytt og bætt golfarana, bæði hæfileika þeirra og útlit, áður en lagt er af stað útá völl. Fjöldi brauta og áskorana í þessum skemmtilega golfleik sem að er engum líkur. Leikmenn geta svo spilað 2 saman þráðlaust á milli tölva. F1 Grand Prix Sony Computer Entertainment Raunverulegur og fullkominn leikur byggður á Formula 1 kappakstrinum. Leikurinn inniheldur alla bílstjórana, brautirnar, bílana og liðin sem eru í Formula 1 þetta tímabilið. Hægt er að keppa allt frá stuttu keppnum yfir í heilt tímabil. Leikmenn geta keppt við hvorn annan í gegnum þráðlaust net. World Tour Soccer Sony Computer Entertainment Vandaður fótboltaleikur frá framleiðendum This is Football leikjanna. Leikurinn inniheldur 128 félagslið, 86 landslið, 9 klassísk landslið, 9 klassísk félagslið, 7 all-star lið, 6 tilbúin ofur landslið og 8 mismunandi velli. Leikmenn geta spilað leikinn á fjölmarga vegu, allt frá vináttu leikjum að heilu tímabilunum. Einnig inniheldur leikurinn sérstakt “Challenge mode”, þar sem leikmenn spila við önnur lið og fá stig eftir því hversu vel þeir spila. Þar að auki geta allt að 8 keppt saman í gegnum þráðlaust net. MediEvil Resurrection Sony Computer Entertainment Eini platform leikurinn sem kemur út í upphafi fyrir PSP. Hér fara leikmenn í hlutverk beingrindarinnar Sir Daniel Fortesque, en hann er fyrrum gunga sem féll í bardaga fyrir eigin hugleysi. Leikurinn er í fullri þrívídd og inniheldur óborganlegan húmor. Að auki aðalleiksins er fullt af mini leikjum á disknum þar sem Sir Dan þarf að dunda sér í ýmsum hlutum. Fired Up Sony Computer Entertainment Öflugur þrívíddar skotleikur þarent sem leikmenn geysast um á bílum og þurfa að leysa hin ýmsu verkefni, ásamt því að rústa farartækjum andstæðingsins. Leikmenn fá fjölda vopna og geta valdið gríðarlegum sprengingum og látum. Hægt er að spila í gegnum söguþráð leiksins einn gegn tölvunni, en aðal partur leiksins er að spila gegn öðrum í gegnum internetið og geta þar allt að 16 leikmenn mæst á einu svæði og skotið þar hvor öðrum skelk í bringu. Grafíkin í leiknum er mjög vönduð og sprengingarnar gríðarlega flottar. NBA Street Showdown EA Sports BIG Hér geta leikmenn æft sig í að ná gríðarlegri leikni, og í framhaldinu skorað á allar stærstu stjörnur NBA körfuboltans fyrr og nú. Hér geta leikmenn troðið, sent boltann og skotið á óteljandi mismunandi vegu, en markmið leikmanna er að verða besti “street” spilarinn. Tónlistin og grafík leiksins eru í hæsta gæðaflokki og gefa PlayStation 2 útgáfu leiksins lítið eftir. Need for Speed Underground Rivals EA Games Hér þeysast leikmenn um neon lýstar göturnar með það að markmiði að verða aðal hetjan í heimi þeirra sem breyta bílum og keppa svo á þeim um nætur. Í þessum fyrsta Need for Speed leik á PSP geta leikmenn breytt og bætt bílana og vaðið svo með þá í sjóðheitar keppnir á götum úti. Vandaður leikur með fjölmarga möguleika. NFL Street 2 Unleashed EA Sports BIG Hér er ameríski fótboltinn tekinn og gerður “street style”. Undir öruggri handleiðslu Xzibit fá leikmenn kennslu í því hvernig spila eigi þessa íþrótt á götum úti. Leikurinn inniheldur allar helstu stjörnurnar úr NFL deildinni og geta leikmenn spilað leikinn á marga mismunandi vegu, þ.á.m. þráðlaust í gegnum netið. Midnight Club 3 DUB Edition Rockstar Vandaður leikur frá Rockstar þar sem leikmenn kaupa bíla, breyta þeim og bæta og keppa svo á götum úti eftir að myrkra tekur. Hér eru endalausir möguleikar í breytingum á bílunum og geta allt að 8 spilað leikinn saman í gegnum internetið. Í leiknum eru fólksbílar, mótorhjól, jeppar og fleiri farartæki sem leikmenn geta átt við og keppt á. Spiderman 2 The Movie Activision Hér berst Peter Parker sem Spiderman við marga af sínum verstu óvinum, þar á meðal Doc Ock. Leikurinn fylgir sögurþræði myndarinnar og geta leikmenn upplifað margar bestu senur hennar. En þar að auki inniheldur leikurinn mikið af atriðum sem ekki eru úr myndinni. Spiderman 2 The Movie er skemmtilegur hasar- og ævintýraleikur þar sem kóngulóa maðurinn sveiflar sér þvert og endilangt um New York borg. Untold Legends Activision Fyrsti hlutverkaleikurinn á PSP. Hér þurfa leikmenn að búa til sínar eigin persónur og láta þær berjast í ævintýraheimi. Leikurinn minnir um margt á Diablo leikina og þykir öflugur. Grafík leiksins og umhverfi er í fullri þrívídd og svo geta leikmenn spilað saman í gegnum hann með þráðlausri nettengingu. Einstakur leikur á PSP. Tony Hawks’ Underground 2 Remix Activision Þessi þekkta hjólabrettasería er mætt á PSP og þar er Tony Hawk og Bam Margera í aðalhlutverkum. Leikurinn gefur PlayStation 2 útgáfunni lítið eftir, en ásamt öllu því efni, hefur verið bætt við borgum sérstaklega fyrir PSP útgáfu leiksins. Metal Gear Acid Konami Nýjasti leikurinn í Metal Gear seríunni. Hér er á ferðinni “turn based” hernaðarleikur þar sem Solid Snake og félagar þurfa að stoppa enn og aftur hinn kjarnorkuknúna Metal Gear. Leikurinn inniheldur mjög glæsilega grafík sem er mjög í ætt við Metal Gear Solid 2 leikinn. Tveir geta svo spilað leikinn saman í gegnum þráðlaust net. World Snooker Championship SEGA Vandaður snóker leikur þar sem allir bestu leikmenn heims eru saman komnir til að taka þátt í heimsmeistarkeppninni í snóker. Leikmenn geta spilað nokkur afbrigði ásamt því að hægt er að framkvæma hin ýmsu “trick shot”. Virtua Tennis SEGA Hér eru saman komnir allir bestu tennisspilarar heimsins og geta þeir tekið þátt í öllum stærstu keppnum tennis heimsins. Grafíkin er í fullri þrívídd og er hægt að spila við aðra í gegnum þráðlaust net. Þetta er einn af þeim leikjum sem hafa verið að fá sem besta dóma hingað til á PSP. Tony Hawk UndergroundMidnight Club DUB 3World Tour SoccerNBA Street 2 ShowdownSpiderman 2World Snooker ChampionshipFired UpUntold Legends Franz Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Sama dag og PSP leikjatölvan kemur út hér á landi þann fyrsta September næstkomandi, kemur út fjöldi leikja frá hinum ýmsu framleiðendum. Sjaldan eða aldrei hefur útgáfa verið jafn öflug í upphafi nokkurrar tölvu og PSP, þannig að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér birtir GEIM lista yfir helstu leiki :WipeOut Pure Sony Computer Entertainment Hraður og spennandi framtíðar kappakstursleikur þar sem leikmenn þurfa að stýra geimskipi sínu til sigurs. WipeOut Pure er nýjasti leikurinn í þessari þekktur seríu sem nú spannar meira en 10 ár. Leikurinn inniheldur fjölda brauta og geimskipa, ásamt því að leikmenn geta hlaðið á sig vopnum á brautunum til að hefta för andstæðinganna. Í WipeOut Pure geta leikmenn halað niður nýjum brautum og geimskipum, ásamt því að geta spilað við allt að 8 leikmenn í gegnum netið eða LAN. Ridge Racer Namco Vandaður bílaleikur og sá nýjasti í hinni geysivinsælu Ridge Racer seríu sem fylgt hefur PlayStation tölvunum frá upphafi. Hér geta leikmenn valið á milli fjölda mismunandi bíla, sem eru misgóðir í stýringu, hraða og hröðun. Leikurinn inniheldur allar brautirnar úr fyrri Ridge Racer leikjum eða 24 samtals sem allar eru settar upp í fullkominni þrívídd. Til að fá nitro kraft á bílinn þurfa leikmenn að ná tökum á því að láta bílana renna inní beygjurnar með látum, og því lengra sem rennslið er því meira hleðst upp af nitro. Everybody’s Golf Sony Computer Entertainment Hér geta leikmenn misst sig í alvöru “arcade” golf leik sem inniheldur fjöldan allan af litríkum persónum. Leikmenn geta breytt og bætt golfarana, bæði hæfileika þeirra og útlit, áður en lagt er af stað útá völl. Fjöldi brauta og áskorana í þessum skemmtilega golfleik sem að er engum líkur. Leikmenn geta svo spilað 2 saman þráðlaust á milli tölva. F1 Grand Prix Sony Computer Entertainment Raunverulegur og fullkominn leikur byggður á Formula 1 kappakstrinum. Leikurinn inniheldur alla bílstjórana, brautirnar, bílana og liðin sem eru í Formula 1 þetta tímabilið. Hægt er að keppa allt frá stuttu keppnum yfir í heilt tímabil. Leikmenn geta keppt við hvorn annan í gegnum þráðlaust net. World Tour Soccer Sony Computer Entertainment Vandaður fótboltaleikur frá framleiðendum This is Football leikjanna. Leikurinn inniheldur 128 félagslið, 86 landslið, 9 klassísk landslið, 9 klassísk félagslið, 7 all-star lið, 6 tilbúin ofur landslið og 8 mismunandi velli. Leikmenn geta spilað leikinn á fjölmarga vegu, allt frá vináttu leikjum að heilu tímabilunum. Einnig inniheldur leikurinn sérstakt “Challenge mode”, þar sem leikmenn spila við önnur lið og fá stig eftir því hversu vel þeir spila. Þar að auki geta allt að 8 keppt saman í gegnum þráðlaust net. MediEvil Resurrection Sony Computer Entertainment Eini platform leikurinn sem kemur út í upphafi fyrir PSP. Hér fara leikmenn í hlutverk beingrindarinnar Sir Daniel Fortesque, en hann er fyrrum gunga sem féll í bardaga fyrir eigin hugleysi. Leikurinn er í fullri þrívídd og inniheldur óborganlegan húmor. Að auki aðalleiksins er fullt af mini leikjum á disknum þar sem Sir Dan þarf að dunda sér í ýmsum hlutum. Fired Up Sony Computer Entertainment Öflugur þrívíddar skotleikur þarent sem leikmenn geysast um á bílum og þurfa að leysa hin ýmsu verkefni, ásamt því að rústa farartækjum andstæðingsins. Leikmenn fá fjölda vopna og geta valdið gríðarlegum sprengingum og látum. Hægt er að spila í gegnum söguþráð leiksins einn gegn tölvunni, en aðal partur leiksins er að spila gegn öðrum í gegnum internetið og geta þar allt að 16 leikmenn mæst á einu svæði og skotið þar hvor öðrum skelk í bringu. Grafíkin í leiknum er mjög vönduð og sprengingarnar gríðarlega flottar. NBA Street Showdown EA Sports BIG Hér geta leikmenn æft sig í að ná gríðarlegri leikni, og í framhaldinu skorað á allar stærstu stjörnur NBA körfuboltans fyrr og nú. Hér geta leikmenn troðið, sent boltann og skotið á óteljandi mismunandi vegu, en markmið leikmanna er að verða besti “street” spilarinn. Tónlistin og grafík leiksins eru í hæsta gæðaflokki og gefa PlayStation 2 útgáfu leiksins lítið eftir. Need for Speed Underground Rivals EA Games Hér þeysast leikmenn um neon lýstar göturnar með það að markmiði að verða aðal hetjan í heimi þeirra sem breyta bílum og keppa svo á þeim um nætur. Í þessum fyrsta Need for Speed leik á PSP geta leikmenn breytt og bætt bílana og vaðið svo með þá í sjóðheitar keppnir á götum úti. Vandaður leikur með fjölmarga möguleika. NFL Street 2 Unleashed EA Sports BIG Hér er ameríski fótboltinn tekinn og gerður “street style”. Undir öruggri handleiðslu Xzibit fá leikmenn kennslu í því hvernig spila eigi þessa íþrótt á götum úti. Leikurinn inniheldur allar helstu stjörnurnar úr NFL deildinni og geta leikmenn spilað leikinn á marga mismunandi vegu, þ.á.m. þráðlaust í gegnum netið. Midnight Club 3 DUB Edition Rockstar Vandaður leikur frá Rockstar þar sem leikmenn kaupa bíla, breyta þeim og bæta og keppa svo á götum úti eftir að myrkra tekur. Hér eru endalausir möguleikar í breytingum á bílunum og geta allt að 8 spilað leikinn saman í gegnum internetið. Í leiknum eru fólksbílar, mótorhjól, jeppar og fleiri farartæki sem leikmenn geta átt við og keppt á. Spiderman 2 The Movie Activision Hér berst Peter Parker sem Spiderman við marga af sínum verstu óvinum, þar á meðal Doc Ock. Leikurinn fylgir sögurþræði myndarinnar og geta leikmenn upplifað margar bestu senur hennar. En þar að auki inniheldur leikurinn mikið af atriðum sem ekki eru úr myndinni. Spiderman 2 The Movie er skemmtilegur hasar- og ævintýraleikur þar sem kóngulóa maðurinn sveiflar sér þvert og endilangt um New York borg. Untold Legends Activision Fyrsti hlutverkaleikurinn á PSP. Hér þurfa leikmenn að búa til sínar eigin persónur og láta þær berjast í ævintýraheimi. Leikurinn minnir um margt á Diablo leikina og þykir öflugur. Grafík leiksins og umhverfi er í fullri þrívídd og svo geta leikmenn spilað saman í gegnum hann með þráðlausri nettengingu. Einstakur leikur á PSP. Tony Hawks’ Underground 2 Remix Activision Þessi þekkta hjólabrettasería er mætt á PSP og þar er Tony Hawk og Bam Margera í aðalhlutverkum. Leikurinn gefur PlayStation 2 útgáfunni lítið eftir, en ásamt öllu því efni, hefur verið bætt við borgum sérstaklega fyrir PSP útgáfu leiksins. Metal Gear Acid Konami Nýjasti leikurinn í Metal Gear seríunni. Hér er á ferðinni “turn based” hernaðarleikur þar sem Solid Snake og félagar þurfa að stoppa enn og aftur hinn kjarnorkuknúna Metal Gear. Leikurinn inniheldur mjög glæsilega grafík sem er mjög í ætt við Metal Gear Solid 2 leikinn. Tveir geta svo spilað leikinn saman í gegnum þráðlaust net. World Snooker Championship SEGA Vandaður snóker leikur þar sem allir bestu leikmenn heims eru saman komnir til að taka þátt í heimsmeistarkeppninni í snóker. Leikmenn geta spilað nokkur afbrigði ásamt því að hægt er að framkvæma hin ýmsu “trick shot”. Virtua Tennis SEGA Hér eru saman komnir allir bestu tennisspilarar heimsins og geta þeir tekið þátt í öllum stærstu keppnum tennis heimsins. Grafíkin er í fullri þrívídd og er hægt að spila við aðra í gegnum þráðlaust net. Þetta er einn af þeim leikjum sem hafa verið að fá sem besta dóma hingað til á PSP. Tony Hawk UndergroundMidnight Club DUB 3World Tour SoccerNBA Street 2 ShowdownSpiderman 2World Snooker ChampionshipFired UpUntold Legends
Franz Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira