Gáfnafar kynjanna 26. ágúst 2005 00:01 Karlar eru gáfaðri en konur. Þetta hefur gáfaðri helmingur mannkyns svo sem alltaf vitað, en nú er komin vísindaleg staðfesting og það frá femínista. Það eru meiri líkur á því að karlmaður hljóti Nóbelsverðlaun en kvenmaður. Það eru líka meiri líkur á því að karl komist áfram í lífinu en kona. Ástæðan: karlar eru betur gefnir - eða því heldur í það minnsta Richard Lynn, ákaflega umdeildur sálfræðiprófessor fram. Hann hefur gert viðamikla rannsókn í slagtogi við Paul Irwing, annan og virtari sálfræðiprófessor sem segist vera femínisti. Niðurstöðurnar verða birtar í vísindatímaritinu British Journal of Psychology í nóvember. Ein meginniðurstaðan er sú að karlar hafa að jafnaði fimm stigum hærri greindarvísitölu en konur. Fyrir hverja konu sem er með greindarvísitölu yfir hundrað og þrjátíu eru þrír karlar, og fyrir hverja konu yfir hundrað fjörutíu og fimm eru fimm komma fimm karlar. Vísindamennirnir telja þetta skýra af hverju fleiri karlar eru stórmeistarar í skák en konur, fleiri stærðfræðiséní og Nóbelsverðlaunahafar. Ekki láta þó allir þessa rannsókn sannfæra sig, og benda til dæmis á að konur standi sig að jafnaði betur á prófum í skólum á Bretlandi, og að fleiri konur en karlar ljúki háskólaprófum að doktorsgráðum undanskildum. Vísindamennirnir hafa að sjálfsögðu skýringar, til að mynda að konur séu samviskusamari og eigi auðveldara með að standast mikið álag í lengri tíma. Og loks telja þeir að flest okkar hafi lítið að gera við greindarvísitölu yfir hundrað tuttugu og fimm, þar sem það nægi til að komast vel af í lífinu. Hærri greindarvísitölu þurfi í raun einungis til afreksverka. Einn efasemdarmaðurinn - kona - bendir raunar á að stundum hafi verið bent á að fleiri karlar en konur séu einhverfir og að hugsanlega séu tengsl á milli einhverfu og þeirrar sérkennilegu einbeitingar sem þurfi til að vera stærðfræðiséní eða stórmeistari í skák. Nóbelsverðlaun Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Karlar eru gáfaðri en konur. Þetta hefur gáfaðri helmingur mannkyns svo sem alltaf vitað, en nú er komin vísindaleg staðfesting og það frá femínista. Það eru meiri líkur á því að karlmaður hljóti Nóbelsverðlaun en kvenmaður. Það eru líka meiri líkur á því að karl komist áfram í lífinu en kona. Ástæðan: karlar eru betur gefnir - eða því heldur í það minnsta Richard Lynn, ákaflega umdeildur sálfræðiprófessor fram. Hann hefur gert viðamikla rannsókn í slagtogi við Paul Irwing, annan og virtari sálfræðiprófessor sem segist vera femínisti. Niðurstöðurnar verða birtar í vísindatímaritinu British Journal of Psychology í nóvember. Ein meginniðurstaðan er sú að karlar hafa að jafnaði fimm stigum hærri greindarvísitölu en konur. Fyrir hverja konu sem er með greindarvísitölu yfir hundrað og þrjátíu eru þrír karlar, og fyrir hverja konu yfir hundrað fjörutíu og fimm eru fimm komma fimm karlar. Vísindamennirnir telja þetta skýra af hverju fleiri karlar eru stórmeistarar í skák en konur, fleiri stærðfræðiséní og Nóbelsverðlaunahafar. Ekki láta þó allir þessa rannsókn sannfæra sig, og benda til dæmis á að konur standi sig að jafnaði betur á prófum í skólum á Bretlandi, og að fleiri konur en karlar ljúki háskólaprófum að doktorsgráðum undanskildum. Vísindamennirnir hafa að sjálfsögðu skýringar, til að mynda að konur séu samviskusamari og eigi auðveldara með að standast mikið álag í lengri tíma. Og loks telja þeir að flest okkar hafi lítið að gera við greindarvísitölu yfir hundrað tuttugu og fimm, þar sem það nægi til að komast vel af í lífinu. Hærri greindarvísitölu þurfi í raun einungis til afreksverka. Einn efasemdarmaðurinn - kona - bendir raunar á að stundum hafi verið bent á að fleiri karlar en konur séu einhverfir og að hugsanlega séu tengsl á milli einhverfu og þeirrar sérkennilegu einbeitingar sem þurfi til að vera stærðfræðiséní eða stórmeistari í skák.
Nóbelsverðlaun Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira