Kommaferlíki dæmt til niðurrifs 15. september 2005 00:01 Þeir ætla að fara að rífa Palast der Republik í Berlín. Húsið hefur verið lokað í mörg ár – að sögn vegna asbestmengunar. Margir segja að það sé fyrirsláttur. Heima á ég heila bók um þessa miklu byggingu – keypti hana á fornbókamarkaði í austurhluta Berlínar í fyrra. Bókin sýnir stolt nýtt hús, fullt af flokksbroddum og ungum kommúnistum í hátíðarskapi. Húsið skreytt stórum veggmálverkum sem fjalla um baráttu alþýðunnar og húsbúnaði sem er svo retró að Wallpaperliðið myndi deyja fyrir svona dót. Þarna inni voru líka ráðstefnusalir sem gátu rúmað gervallt þing kommúnistaflokksins, veislusalir með miklum kristalsljósakrónum til að taka á móti erlendum pótintátum, kvikmyndasalir, diskótek og keiluhöll. Flokkurinn hélt fjöldagöngur á torginu og breiðgötunum þarna í kring. Allt í gígantískum kommastíl – þegar ekki var verið að marséra stóðu Trabantar í röðum á bílastæðinu fyrir utan. --- --- --- Að utanverðu er húsið náttúrlega ógurlegt ferlíki og varla til prýði i miðborginni. Kannski ekki eftirsjá að því. Á þessum tíma var helsta áhugamál gamalla stalínista eins og Honeckers að koma allri þjóðinni í stórar blokkir, plattenbau sem risu út um allt og settu þjóðina nánast á hausinn á endanum. Byggingastíllinn ber ekki bara vitni um smekkleysið sem var kommum líkt og í blóð borið, heldur má segja að þarna hafi módernísk hönnun eftirstríðsáranna endanlega gengið af göflunum. Fólkið fékk að sönnu íbúðir og nokkuð öryggi, hver sinn kassa. Honecker trúði því til dauðadags að þetta hefðu verið framfarir, en hverfin virka hræðilega mannfjandsamleg nú nokkrum áratugum síðar. --- --- --- Samt finnst manni dapurt þegar reynt er að þurrka út fortíðina. Berlín er borg sögunnar – ör hinnar blóðugu tuttugustu aldar er alls staðar að finna. Helstefnur aldarinnar gerðu borgina að því sem hún er núna – heillandi og dularfullri blöndu af löskuðum gömlum húsum og nútímalegum byggingum, ljótleika og krafti. Berlín verður seint talin falleg borg, en hún er að ýmsu leyti áhugaverðari en hin íðilfagra París. Palast der Republik stendur á sama torgi og gamla keisarahöllin sem var sprengd í stríðinu og síðar rifin af kommúnistastjórninni. Í Berlín hefur verið hreyfing sem vill endurbyggja gömlu höllina. Það er ekki góð hugmynd – getur varla orðið annað en einhvers konar Disneyland. --- ---- --- Fyrir nokkrum árum kom ég til Berlínar í fyrsta skipti eftir að Múrinn féll. Gekk um borgina dögum saman og starði hugfanginn á minjar eftir nasista og kommúnista. Lengst gekk ég á risastórri en fámennri breiðgötu í austrinu sem eitt sinn hét Stalinallé. Hún var byggð á árunum upp úr 1950 sem tákn um nýtt Þýskaland sósíalismans. Allir áttu að leggja sitt af mörkum. Vinnusveitir komu víða að til að hreinsa burt rústir og reisa stórhýsin; loks var fólkinu nóg boðið og gerði uppreisn sem er kennd við 17. júní 1953. Byggingarstíllinn er sætabrauð – það sem Þjóðverjar kalla zuckerbäck. Stalín hafði smekk fyrir svona þessari útgáfu af nýklassísisma – smekkur Hitlers var ekki ýkja ólíkur en dálítið harðneskjulegri þó. Samt er í þessu einhver annarleg fegurð; eins og maður sé að horfa á bústaði fólks sem var hálfgerðar geimverur. En svo hvarf styttan af Stalín sem stóð við götuna eina nótt, nafni strætisis var breytt. Við rússneska stríðsminnismerkið í Treptower-park eru þó einn stóreflis steinahnullungar með áletrunum úr ræðum Stalíns – þeir fengu að standa. --- --- --- Síðasta daginn sem ég var í Berlín þetta sumar, árið 2000, var haldin Love Parade, rave-partí með hálfri milljón ungmenna á Unter den Linden og Siegesallé. Margir voru með blátt hár, hringi í nefi og eyrum; sumir drukknir og dópaðir. Maður hefði vel getað hneykslast á ólifnaðnum. Mitt í mannþrönginni hugsaði maður þó að þetta væri allmiklu skárra en fjöldagöngur nasista og kommúnista sem höfðu þrammað um þessar sömu götur öldina á undan. --- --- --- Steinkumbaldar frá tíma kommúnista eru víðar vandamál en í Berlín. Hugmyndaríkasti borgarstjóri í Evrópu þessa dagana er sagður vera Edi Rama – hann stjórnar í Tirana í Albaníu af öllum stöðum. Um Rama hefur mikið verið fjallað í fjölmiðlum síðustu misseri; það er sagt að honum sé að takast breyta Tirana úr ruslahaug í nokkuð fallega borg sem íbúarnir geta verið stoltir af. Í fyrra var hann til dæmis kosinn "borgarstjóri ársins" í alþjóðlegri kosningu. Verkefnið ekki þó auðvelt eftir tíma Envers Hoxa sem skildi eftir sig allt í niðurníðslu, lét reisa hryllileg blokkahverfi en hafði þó aðallega áhuga á að byggja sprengjubyrgi sem gætu rúmað alla íbúa landsins. Eftir Hoxa kom skeið algjörlega stjórnlauss kapítalisma þar sem fólk flykktist til Tirana, íbúum borgarinnar fjölgaði mjög, en rusl var ekki losað og fráveitur virkuðu ekki. Mesta afrek Rama er sagt að hafa tekist að telja Albönum trú um að þessu væri hægt að breyta. Hann hefur meðal annnars látið mála hina grámyglulegu borg í fjölbreyttum litum og hefur haft her manna til að þrífa borgina og útbúa græn svæði inni í henni. Fyrir þetta er hann svo vinsæll að hann er sagður vera "dásamlegasti maður í Albaníu". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Þeir ætla að fara að rífa Palast der Republik í Berlín. Húsið hefur verið lokað í mörg ár – að sögn vegna asbestmengunar. Margir segja að það sé fyrirsláttur. Heima á ég heila bók um þessa miklu byggingu – keypti hana á fornbókamarkaði í austurhluta Berlínar í fyrra. Bókin sýnir stolt nýtt hús, fullt af flokksbroddum og ungum kommúnistum í hátíðarskapi. Húsið skreytt stórum veggmálverkum sem fjalla um baráttu alþýðunnar og húsbúnaði sem er svo retró að Wallpaperliðið myndi deyja fyrir svona dót. Þarna inni voru líka ráðstefnusalir sem gátu rúmað gervallt þing kommúnistaflokksins, veislusalir með miklum kristalsljósakrónum til að taka á móti erlendum pótintátum, kvikmyndasalir, diskótek og keiluhöll. Flokkurinn hélt fjöldagöngur á torginu og breiðgötunum þarna í kring. Allt í gígantískum kommastíl – þegar ekki var verið að marséra stóðu Trabantar í röðum á bílastæðinu fyrir utan. --- --- --- Að utanverðu er húsið náttúrlega ógurlegt ferlíki og varla til prýði i miðborginni. Kannski ekki eftirsjá að því. Á þessum tíma var helsta áhugamál gamalla stalínista eins og Honeckers að koma allri þjóðinni í stórar blokkir, plattenbau sem risu út um allt og settu þjóðina nánast á hausinn á endanum. Byggingastíllinn ber ekki bara vitni um smekkleysið sem var kommum líkt og í blóð borið, heldur má segja að þarna hafi módernísk hönnun eftirstríðsáranna endanlega gengið af göflunum. Fólkið fékk að sönnu íbúðir og nokkuð öryggi, hver sinn kassa. Honecker trúði því til dauðadags að þetta hefðu verið framfarir, en hverfin virka hræðilega mannfjandsamleg nú nokkrum áratugum síðar. --- --- --- Samt finnst manni dapurt þegar reynt er að þurrka út fortíðina. Berlín er borg sögunnar – ör hinnar blóðugu tuttugustu aldar er alls staðar að finna. Helstefnur aldarinnar gerðu borgina að því sem hún er núna – heillandi og dularfullri blöndu af löskuðum gömlum húsum og nútímalegum byggingum, ljótleika og krafti. Berlín verður seint talin falleg borg, en hún er að ýmsu leyti áhugaverðari en hin íðilfagra París. Palast der Republik stendur á sama torgi og gamla keisarahöllin sem var sprengd í stríðinu og síðar rifin af kommúnistastjórninni. Í Berlín hefur verið hreyfing sem vill endurbyggja gömlu höllina. Það er ekki góð hugmynd – getur varla orðið annað en einhvers konar Disneyland. --- ---- --- Fyrir nokkrum árum kom ég til Berlínar í fyrsta skipti eftir að Múrinn féll. Gekk um borgina dögum saman og starði hugfanginn á minjar eftir nasista og kommúnista. Lengst gekk ég á risastórri en fámennri breiðgötu í austrinu sem eitt sinn hét Stalinallé. Hún var byggð á árunum upp úr 1950 sem tákn um nýtt Þýskaland sósíalismans. Allir áttu að leggja sitt af mörkum. Vinnusveitir komu víða að til að hreinsa burt rústir og reisa stórhýsin; loks var fólkinu nóg boðið og gerði uppreisn sem er kennd við 17. júní 1953. Byggingarstíllinn er sætabrauð – það sem Þjóðverjar kalla zuckerbäck. Stalín hafði smekk fyrir svona þessari útgáfu af nýklassísisma – smekkur Hitlers var ekki ýkja ólíkur en dálítið harðneskjulegri þó. Samt er í þessu einhver annarleg fegurð; eins og maður sé að horfa á bústaði fólks sem var hálfgerðar geimverur. En svo hvarf styttan af Stalín sem stóð við götuna eina nótt, nafni strætisis var breytt. Við rússneska stríðsminnismerkið í Treptower-park eru þó einn stóreflis steinahnullungar með áletrunum úr ræðum Stalíns – þeir fengu að standa. --- --- --- Síðasta daginn sem ég var í Berlín þetta sumar, árið 2000, var haldin Love Parade, rave-partí með hálfri milljón ungmenna á Unter den Linden og Siegesallé. Margir voru með blátt hár, hringi í nefi og eyrum; sumir drukknir og dópaðir. Maður hefði vel getað hneykslast á ólifnaðnum. Mitt í mannþrönginni hugsaði maður þó að þetta væri allmiklu skárra en fjöldagöngur nasista og kommúnista sem höfðu þrammað um þessar sömu götur öldina á undan. --- --- --- Steinkumbaldar frá tíma kommúnista eru víðar vandamál en í Berlín. Hugmyndaríkasti borgarstjóri í Evrópu þessa dagana er sagður vera Edi Rama – hann stjórnar í Tirana í Albaníu af öllum stöðum. Um Rama hefur mikið verið fjallað í fjölmiðlum síðustu misseri; það er sagt að honum sé að takast breyta Tirana úr ruslahaug í nokkuð fallega borg sem íbúarnir geta verið stoltir af. Í fyrra var hann til dæmis kosinn "borgarstjóri ársins" í alþjóðlegri kosningu. Verkefnið ekki þó auðvelt eftir tíma Envers Hoxa sem skildi eftir sig allt í niðurníðslu, lét reisa hryllileg blokkahverfi en hafði þó aðallega áhuga á að byggja sprengjubyrgi sem gætu rúmað alla íbúa landsins. Eftir Hoxa kom skeið algjörlega stjórnlauss kapítalisma þar sem fólk flykktist til Tirana, íbúum borgarinnar fjölgaði mjög, en rusl var ekki losað og fráveitur virkuðu ekki. Mesta afrek Rama er sagt að hafa tekist að telja Albönum trú um að þessu væri hægt að breyta. Hann hefur meðal annnars látið mála hina grámyglulegu borg í fjölbreyttum litum og hefur haft her manna til að þrífa borgina og útbúa græn svæði inni í henni. Fyrir þetta er hann svo vinsæll að hann er sagður vera "dásamlegasti maður í Albaníu".
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun