Hjáróma rödd 16. september 2005 00:01 Þegar Davíð Oddsson tilkynnti, að hann ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum, mæltu gamlir andstæðingar hlýlega til hans, jafnvel þau Jónas Kristjánsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Aðeins heyrðist ein hjáróma rödd, Þorvalds Gylfasonar prófessors, sem hefur raunar ekki látið neitt tækifæri ónotað til að hnýta í Davíð Oddsson hin síðari ár. Hér í blaðinu nýliðinn föstudag líkti Þorvaldur Davíð við Kim Il Sung, sagði, að við brottför hans úr stjórnmálum myndi létta þar til, en það væri hneyksli, að Davíð hefði verið ráðinn seðlabankastjóri. Mér dettur ekki í hug að taka undir það,sem haldið hefur verið fram opinberlega, að augljós óvild Þorvalds í garð Davíðs Oddssonar stafi af því, að Davíð sigraði Þorvald í kjöri inspectors í Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1969 og bætti síðan gráu ofan á svart með því að skipa hann 1997 rannsóknaprófessor til fimm ára. Þótt fjöldi dæma sé vissulega til um það, að menn leggi fæð á þá, sem sigra þá, og hati þá, sem leggja þeim gott til, getur Þorvaldur ekki verið svo lítill karl. Sjálfur kann ég enga skýringu á þessari þrálátu óvild aðra en þá, að Þorvaldur telji sig sniðgenginn við stjórn landsins síðustu fjórtán árin. Þorvaldur Gylfason getur þó huggað sig við það, að einn maður hlustar af athygli á hann. Það er Óðinn Jónsson á hljóðvarpi ríkisins. Hann lét gera sérstaka frétt, þennan föstudag, um að skipun Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra hefði "vakið upp hörð viðbrögð fræðimanna". Óðinn kynnti síðan fræðimennina tvo til sögu. Þeir voru auk Þorvalds Ágúst Einarsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og faðir núverandi varaformanns þess flokks. Þarf ekki að hafa nein orð um skoðun Ágústs. Hún er eðlileg í ljósi aðstöðu hans. Hitt er ómaksins vert að rifja upp, hvers vegna aðrir hafa ekki hlustað af sömu athygli á Þorvald og Óðinn Jónsson á hljóðvarpi ríkisins. Sumarið 1995 boðaði Davíð Oddsson til blaðamannafundar, þar sem hann kynnti nýja skýrslu um það, að kreppunni væri lokið, og teiknaði Sigmund Morgunblaðsins hann eftir það með sólgleraugu. En Þorvaldur Gylfason fékk enga ofbirtu í augun. DV tók við hann viðtal og skráði ummæli hans í fimm dálka fyrirsögn: "Fjarstæða að kreppunni sé lokið." En kreppunni var einmitt lokið. Síðan hefur verið samfelldur hagvöxtur og lífskjör þjóðarinnar batnað um þriðjung. Fræðimaður? Þorvaldur gaf sama ár út bókina Síðustu forvöð. Takið eftir nafninu: Síðustu forvöð! Þar sagði hann: "Við Íslendingar höldum áfram að dragast aftur úr öðrum Evrópuþjóðum í efnahagslegu tilliti." Hann bætti við, að "ráðandi öfl" á Íslandi yrðu "brotin á bak aftur fyrr en síðar, en hætt er við því, að þau eigi eftir að kalla enn meiri fátækt yfir fólkið í landinu fram að því". Síðan eru liðin tíu ár. Samkvæmt nýbirtum mælikvarða Sameinuðu þjóðanna á hagsæld er Ísland í öðru sæti í heiminum á eftir Noregi. Fræðimaður? Þorvaldur lét sér þetta ekki nægja, heldur skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins 23. nóvember 1996 um hagstjórn í Taílandi undir heitinu "Brosandi land". Þar sagði: "Taílendingar hafa á skömmum tíma náð aðdáunarverðum árangri af eigin rammleik og heilbrigðu hyggjuviti. Sjálfir berum við Íslendingar með sama hætti einir ábyrgð á því, hversu kjörum okkar hefur hrakað síðustu ár miðað við margar aðrar þjóðir fjær og nær." Skömmu síðar varð algert hrun í Taílandi, og árið 1997 dróst landsframleiðsla þar saman um 10%. Fræðimaður? Þegar Davíð Oddsson varð fimmtugur 17. janúar 1998, voru haldnar tvær veislur í Perlunni, síðdegishóf og kvöldverður. Í Morgunblaðinu 24. maí það ár réðst Þorvaldur á ónafngreinda íslenska stjórnmálamenn, sem myldu undir einkavini sína, en neituðu "jafnframt að upplýsa, hverjir fjármagna einkaneyslu þeirra (t. d. afmælisveislur)". Aðspurður neitaði Þorvaldur sjálfur að upplýsa, við hverja hann ætti, þótt það væri raunar augljóst. Þess skal getið, að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi síðdegishófið, en ágóði af afmælisriti Davíðs rann til að greiða fyrir kvöldverðinn. Ríkið kom hvergi nálægt. Fræðimaður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Þegar Davíð Oddsson tilkynnti, að hann ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum, mæltu gamlir andstæðingar hlýlega til hans, jafnvel þau Jónas Kristjánsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Aðeins heyrðist ein hjáróma rödd, Þorvalds Gylfasonar prófessors, sem hefur raunar ekki látið neitt tækifæri ónotað til að hnýta í Davíð Oddsson hin síðari ár. Hér í blaðinu nýliðinn föstudag líkti Þorvaldur Davíð við Kim Il Sung, sagði, að við brottför hans úr stjórnmálum myndi létta þar til, en það væri hneyksli, að Davíð hefði verið ráðinn seðlabankastjóri. Mér dettur ekki í hug að taka undir það,sem haldið hefur verið fram opinberlega, að augljós óvild Þorvalds í garð Davíðs Oddssonar stafi af því, að Davíð sigraði Þorvald í kjöri inspectors í Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1969 og bætti síðan gráu ofan á svart með því að skipa hann 1997 rannsóknaprófessor til fimm ára. Þótt fjöldi dæma sé vissulega til um það, að menn leggi fæð á þá, sem sigra þá, og hati þá, sem leggja þeim gott til, getur Þorvaldur ekki verið svo lítill karl. Sjálfur kann ég enga skýringu á þessari þrálátu óvild aðra en þá, að Þorvaldur telji sig sniðgenginn við stjórn landsins síðustu fjórtán árin. Þorvaldur Gylfason getur þó huggað sig við það, að einn maður hlustar af athygli á hann. Það er Óðinn Jónsson á hljóðvarpi ríkisins. Hann lét gera sérstaka frétt, þennan föstudag, um að skipun Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra hefði "vakið upp hörð viðbrögð fræðimanna". Óðinn kynnti síðan fræðimennina tvo til sögu. Þeir voru auk Þorvalds Ágúst Einarsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og faðir núverandi varaformanns þess flokks. Þarf ekki að hafa nein orð um skoðun Ágústs. Hún er eðlileg í ljósi aðstöðu hans. Hitt er ómaksins vert að rifja upp, hvers vegna aðrir hafa ekki hlustað af sömu athygli á Þorvald og Óðinn Jónsson á hljóðvarpi ríkisins. Sumarið 1995 boðaði Davíð Oddsson til blaðamannafundar, þar sem hann kynnti nýja skýrslu um það, að kreppunni væri lokið, og teiknaði Sigmund Morgunblaðsins hann eftir það með sólgleraugu. En Þorvaldur Gylfason fékk enga ofbirtu í augun. DV tók við hann viðtal og skráði ummæli hans í fimm dálka fyrirsögn: "Fjarstæða að kreppunni sé lokið." En kreppunni var einmitt lokið. Síðan hefur verið samfelldur hagvöxtur og lífskjör þjóðarinnar batnað um þriðjung. Fræðimaður? Þorvaldur gaf sama ár út bókina Síðustu forvöð. Takið eftir nafninu: Síðustu forvöð! Þar sagði hann: "Við Íslendingar höldum áfram að dragast aftur úr öðrum Evrópuþjóðum í efnahagslegu tilliti." Hann bætti við, að "ráðandi öfl" á Íslandi yrðu "brotin á bak aftur fyrr en síðar, en hætt er við því, að þau eigi eftir að kalla enn meiri fátækt yfir fólkið í landinu fram að því". Síðan eru liðin tíu ár. Samkvæmt nýbirtum mælikvarða Sameinuðu þjóðanna á hagsæld er Ísland í öðru sæti í heiminum á eftir Noregi. Fræðimaður? Þorvaldur lét sér þetta ekki nægja, heldur skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins 23. nóvember 1996 um hagstjórn í Taílandi undir heitinu "Brosandi land". Þar sagði: "Taílendingar hafa á skömmum tíma náð aðdáunarverðum árangri af eigin rammleik og heilbrigðu hyggjuviti. Sjálfir berum við Íslendingar með sama hætti einir ábyrgð á því, hversu kjörum okkar hefur hrakað síðustu ár miðað við margar aðrar þjóðir fjær og nær." Skömmu síðar varð algert hrun í Taílandi, og árið 1997 dróst landsframleiðsla þar saman um 10%. Fræðimaður? Þegar Davíð Oddsson varð fimmtugur 17. janúar 1998, voru haldnar tvær veislur í Perlunni, síðdegishóf og kvöldverður. Í Morgunblaðinu 24. maí það ár réðst Þorvaldur á ónafngreinda íslenska stjórnmálamenn, sem myldu undir einkavini sína, en neituðu "jafnframt að upplýsa, hverjir fjármagna einkaneyslu þeirra (t. d. afmælisveislur)". Aðspurður neitaði Þorvaldur sjálfur að upplýsa, við hverja hann ætti, þótt það væri raunar augljóst. Þess skal getið, að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi síðdegishófið, en ágóði af afmælisriti Davíðs rann til að greiða fyrir kvöldverðinn. Ríkið kom hvergi nálægt. Fræðimaður?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun